Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 40
Gegnsœið er raunarsvo mikið að þeirsem aka um Ármúlann ogfram hjá fyrirtœkinu geta horft beint inn á skrijstofú hans og séð hann að störfum í amstri dagsins. í Skorradal þar sem Áslaug er alin upp. Það var þó ekki fyrr en undir tvítugt sem þau ákváðu að rugla saman reytum, hann var tuttugu, hún nítjan. Þremur árum síðar, eða 21. júní 1975, gengu þau í það heilaga. Þau hafa þvi verið saman í tuttugu og átta ár. Synir þeirra eru Þorgeir, fæddur ‘78, nemandi í líffræði við Háskóla Islands - en unnusta hans er Hrefha Siguijónsdótt- ir, nemi í sálfræði - og Önundur Páll, fæddur ‘82, nemandi í MR Þess má geta að Áslaug er hálfsystir Davíðs Péturssonar, odd- vita í Skorradalshreppi. Slill eiginmannsins Við spurðum Áslaugu hvernig hún teldi að stjórnunarstíll bónda síns væri. „Hann er metnaðargjarn og því get ég ímyndað mér að hann sé fremur kröfuharður stjórn- andi og samstarfsmenn hann fari ekki í grafgötur með það. Hann er hreinn og beinn í samskiptum, heiðarlegur og traust- ur, og því vita samstarfsmenn hans örugglega alltaf hvar þeir hafa hann. Hann er hugmyndaríkur og festist ekki í viðjum vanans. Þess vegna held ég að hann sé opinn fyrir nýjungum á vinnustað og hugsi sem svo að þótt hlutirnir hafi verið gerðir svona í fyrra þurfi ekkert endilega að gera þá svona núna.“ Ragnar þykir vel lesinn og bókmenntaáhugi hans er annál- aður. Hann er heimakær og það hefúr vakið athygli margra samferðamanna hans hve mjög hann hefur sinnt uppeldi sona sinna og hve hann er mikill félagi þeirra. Hann hefur haft mikið yndi af að vera með þeim í frístundum sínum og þegar þeir voru yngri las hann oft fyrir þá úr íslendingasögunum á kvöldin. Báðir stákarnir búa vel að þessum sagnastundum og eru miklir bókamenn. Ragnar horfir sáralítið á sjónvarp á kvöldin en ver tímanum yfirleitt í lestur bóka, fagtímarita eða gagna varðandi vinnuna. Hann á það til að setja saman vísur. Líklegast kemur það úr móðurættinni. Afi hans, Ragnar Ás- geirsson, setti saman margar fallegar vísur sem og móður- bróðir hans, Úlfúr Ragnarsson læknir. Vinahópamir Vinahópur þeirra Ragnars og Áslaugar er býsna stór. Elsti hópurinn, bridge-félagarnir, er frá mennta- og há- skólaárum Ragnars. í honum eru Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip, Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas, Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar, og Haraldur Sigurðsson augnlækn- ir. Þess má geta að eiginkonurnar halda líka hópinn og hittast annað veifið. Þó ekki undir formerkjum bridge-íþróttarinnar heldur einfaldlega til að fá sér kaffisopa og ræða málin. Hópurinn hefur ferðast og skemmt sér talsvert saman og aldrei bregst árlegt þorrablóL Þannig hefur það verið til margra ára. Öflugur veiðimaður Annar mjög ná- inn vinahópur þeirra hjóna er veiði- hópurinn frægi sem veiðir saman sjó- birting í Borgarfirðinum á sumrin. í þessum hópi eru Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Glitnis, Gísli Bene- diktsson hjá Nýsköpunarsjóði, Sig- urður B. Stefánsson, framkvæmda- stjóri VÍB, Bragi Hannesson, fyrrver- andi forstjóri Iðnlánasjóðs, og Stein- grímur Eiríksson lögfræðingur. Þess má geta að þau hjón, Ragnar og Áslaug, hafa bæði mikinn áhuga á stangaveiði. Sérstaklega er haft á orði hve öflugur og flinkur veiðimaður Ragnar sé. Af öðrum vinum þeirra hjóna er hægt að nefna Val Vals- son, bankastjóra íslandsbanka, en þeir Ragnar hafa verið nán- ir samstarfsmenn í átján ár, og Jón Þórisson, framkvæmda- stjóra hjá íslandsbanka, sem var hægri hönd Ragnars hjá bankanum og tók við starfi hans þar sem og í stjórn Europay en þar hafði Ragnar setið í stjórn frá árinu 1990. Jón er því óbeint yfirmaður hans núna eftir að hafa verið aðstoðarmað- ur hans um árabil. Þeir eru miklir félagar. Við spurðum Jón hvernig stjórnunarstíll Ragnars væri. Breytingastjórnandí „Ragnar er breytingastjórnandi. Hann er mjög vel að sér í stjórnunarfræðum, kynnir sér þau vel og leitar fanga víða. Þegar hann er kominn niður á stíl, sem hann telur að gott sé að tileinka sér, þá sekkur hann sér á bólakaf í hann og gerir það vel. Hann er mjög vel lesinn í bókmenntum og sögu. Ragnar sagði eitt sinn að hann hefði valið sér braut í menntaskóla út frá veikleikum sínum. Hann taldi sig sterkan í tungumálum og valdi þess vegna stærð- fræðideild. Það lýsir honum ágætlega. Hann leitar markvisst að veikleikum sínum og reynir að uppræta þá. Hann er tals- verður fræðimaður í sér og hefur skoðanir á mörgu - og ég held að það tefji hann stundum. Hann sigtar vel út það sem hann ætlar að gera áður en hann hefst handa. En þegar hann hefur tekið miðið þá klárar hann það og það tekur ekki lang- an tíma. Hann er yfirvegaður og hleypur ekki af stað nema að vel athuguðu máli. En eins og við öll hefur hann tækifæri til að bæta sig. Hann mætti kannski huga meira að því að selja samstarfsmönnum betur hugmyndir sínar áður en lagt er af stað í miklar breytingar. Hann treystir starfsmönnum sínum, gefur þeim mikið sjálfstæði, er skemmtilegur félagi og mjög vakandi yfir breyttum vinnubrögðum og því að nálg- ast verkefnin á nýjan hátt.“ Nánast Úti á götu Um það hvernig hann blasir við viðskipta- vinum sínum sem og samstarfsmönnum á skrifstofu sinni í Ár- múlanum segir Jón: „Hann setti sér það sem markmið að opna fyrirtækið innan frá og gefur þannig tóninn og gott fordæmi með því að loka sig ekki af á bak við luktar dyr. Glerjuð skrif- 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.