Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 46
VINNUMARKAÐUR Getur orðið erfitt að ná niðurstöðu Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands, telur augljóst að í komandi samningaviðræðum verði íyrst og fremst tekist á um laun. Miklar sviptingar segir hann að hafi orðið á þessu samningstímabili og ekki þurfi mikla spekinga til þess að sjá að verulega hafi hallað á ASÍ fé- lögin, sérstaklega tekjulægstu hópana. „Umræðan um að sanngjarnar launakröfur ASI félaganna muni velta hagkerfinu er nú þegar komin upp og ég veit að fé- lagsmenn ASI eiga sífellt erfiðara með að skilja þá umræðu, sérstaklega eftir að hafa horft á það sem hefur gerst á opinbera launamarkaðnum á síðustu misserum. Ofan á þetta hefur skattkerfinu verið komið svo fyrir að tekjulægstu hóparnir munu einu sinni enn upplifa að fá minna í budduna sína af um- sömdum kjarabótum en tekjuhærri hóparnir. Eg held að þetta mál hljóti að koma upp á borðið með miklum þunga í komandi viðræðum, en auðvitað snúa skattarnir að þeirri rikisstjórn sem situr hverju sinni.“ Kröfur launþega? „Kröfúr ASÍ félaganna í komandi samning- um sýnast fyrst og fremst snúa að laununum sjálfum. Það er mjög brýnt að leiðrétta það misvægi sem fram er komið milli ýmissa hópa á vinnumarkaðnum og einnig er mjög brýnt að rétta hlut lægst launaða fólksins. Þá er einnig ljóst að hin mikla verðbólga að undanförnu hefur rýrt kaupmátt mun meira en menn sáu fýrir við gerð síðustu samninga þannig að verri kaupmáttarstaða en ella ýtir einnig undir launakröfurnar,“ svarar Ari og bætir við að hugsanlegt sé að ASÍ komi beint að samningum við atvinnurekendur og stjórnvöld um sameigin- leg mál sem snúi eins að öllum félagsmönnum ASÍ en ekki sé enn búið að taka ákvarðanir um þær hliðar málsins. Framvindan fer að sögn Ara Skúlasonar fýrst og fremst eft- ir þeim vilja og skilningi sem atvinnurekendur sýni. í síðustu samningum segir hann að hafi náðst góð sátt og þá hafi menn stefht að því að komast nær nágrannaþjóðunum í launum og kjörum. Því miður hafi menn ekki séð fyrir þá óheillaþróun sem hafi orðið sums staðar á vinnumarkaðnum og því sé stað- an verri en ella. „Ef atvinnurekendur hafa þá gæfu til að bera að sjá að það er blátt áfram nauðsynlegt að leiðrétta misrétti af ýmsu tagi mun þetta ganga vel. En ef atvinnurekendur munu t.d. halda áfram að staglast á skoðunum eins og þeim að launahækkanir megi ekki verða meiri hér en i nágrannalöndunum, án þess að taka inn í myndina að launastigið er mun lægra hér en þar - og að við verðum að stefna að því að ná sama launastigi og aðrir - þá verður eflaust mjög erfitt að ná niðurstöðu." Arí Skúlason, framkvæmdastjóri ASI: „Þad verður fyrst og fremst tekist á um laun og framvindan rœðst svo af vilja og skilningi at- vinnurekenda. “ FV-myndir: Geir Olafsson. / Ari Skúlason, framkvœmdastjóri ASI, ogAri eru í eldlínunni í þeim kjaraviðrœðum fyrst og fremst tekist á um beinar Ari Skúlason „Ef atvinnurekendur halda áfram að staglast á skoðunum eins og þeim að launahækkanir megi ekki verða meiri hér en í nágrannalöndunum, án þess að taka inn í myndina að launastigið er mun lægra hér en þar og að við verðum að stefna að því að ná sama launastigi og aðrir, þá verður eflaust mjög erfitt að ná niðurstöðu.“ 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.