Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 57
RÁÐSTEFNUR
Matthías Kjartansson, framkvœmdastjóri Ráðstefna og funda í Kóþavogi:
Fagráðstefnur í miklum meirihluta
Fyrirtækið Ráðstefnur og fundir hefur að mestu einbeitt sér
að alþjóðlegu ráðstefnuhaldi og eru fagráðstefnur í mikl-
um meirihluta. Matthías Kjartansson er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. „Flestar ráðstefnur sem við höfum séð um hafa
verið alþjóðlegar ráðstefnur, að miklum meirihluta fagráðstefn-
ur í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins, s.s. læknaráðstefnur,
eða ráðstefnur innan heilsugeirans, fyrir verkfræðinga, kenn-
ara, tölvufræðinga og fólk innan tæknigeirans. Markaðssetn-
ing okkar felst helst í því að kynna þjónustu okkar fyrir ráð-
stefnugestgjöfum, sem eru tengiliðir innan hinna ýmsu fagfé-
laga eða -samtaka í erlendu samstarfi, og sækja sambærilegar
ráðstefnur erlendis,“ segir Matthías.
„Erlendar ráðstefnur eru flestar 2ja - 3ja daga langar og
stundum eru margir fundir haldnir á sama tlma. Þær eru oftast
ákveðnar með löngum fyrirvara, tveggja til þríggja ára, og eru
oft mjög flóknar. Þar sjáum við um alla skráningu, prentun,
gistingu, fundaaðstöðu, tæknimál og túlkun ef þörf er á - einnig
veitingar, akstur og flug.
Það getur orðið mjög viðamikið og flókið ferli, ekki síst þar
sem ráðstefnur þessar eru oft mjög fjölmennar, stundum sækja
þær allt að 1000 manns. Þetta er tvímælalaust vaxandi atvinnu-
grein hérlendis eins og reyndar ferðageirinn allur.
Það sem helst háir okkur um þessar mundir er skortur á
gistirými og fundaaðstöðu
á höfuðborgarsvæðinu til
að taka við ráðstefnum
og verkefiium með stutt-
um fyrirvara. Við þurf-
um ekki að skammast
okkar í samanburði við
aðrar þjóðir varðandi
skipulagningu og fram-
kvæmd ráðstefna og
funda hérlendis. Það er
einungis hvað varðar gæði
hótela og fundastaða sem
við stöndum ekki
nægilega vel að
vígi.“ Hj
Matthías Kjartansson, framkvœmdastjóri Ráðstefna ogfunda í Kópa-
vogi: „Þetta getur verið mjög viðamikið ogflókið ferli, ekki síst þar sem
ráðstefnur þessar eru oft mjög fjólmennar, stundum sœkja þœr allt að
1000 manns. “
Veldu rétt
Menn í viðskiptaerindum velja auðvitað hagstæðasta fararskjótann.
Þú getur fengið bílinn afhentan á einum stað og skilað honum
á öðrum, allt eftir því sem þér hentar best.
Hertz bílaleigan kappkostar að bjóða
þjónustu sína á lægsta mögulega verði.
Afgreiðslustaðir:
Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir,
Höfn, Vestmannaeyjar og
á Keflavíkurflugvelli.
1CELANDA1R _ JV
Bílaleiga
Sími: 50 50 600 - Fax: 50 50 650
E-maiJ: fifiertz@icelandair.is
www.hertz.is
57