Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 60

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 60
RflÐSTEFNUR Stefán Örn Þórisson, hótelstjóri á Hótel Selfossi: Suðurlandið helsti vaxtarbroddur islenskrar ferðaþjónustu ó að flestir fundir eða ráðstefnur hér á landi fari fram á Reykjavík- ursvæðinu hafa nokkur hótel á landsbyggðinni fengið hluta af kök- unni. Eitt þeirra er Hótel Selfoss sem er í þægilegri akstursleið frá höfuð- borginni. Stefán Örn Þórisson er hót- elstjóri á Hótel Selfossi. „Hótel Sel- foss hefur yfir að ráða 21 herbergi og veitingastaðurinn Betri stofan er á jarðhæð en hann tekur um 50 manns í sæti. Einnig hefur hót- elið veitinga- og fundasali fyrir allt að 500 manns í sæti,“ seg- ir Stefán Örn. „Betri stofan er glæsilegur, nýuppgerður veitingastaður þar sem gestir geta notið þess besta sem völ er á í veitingum og þjónustu. í Betri stofunni er í boði glæsilegur matseðill ásamt fjölbreyttum vínseðli. Einnig er í Betri stofunni glæsileg kon- íaksstofa þar sem fjölbreytt úrval af þeim drykk, allt frá VS upp í Erte frá Courvosier, prýðir glæsilegan koníakskápinn. Malt viski eiga sér góðan stað í Betri stofunni og nú geta viskíáhugamenn notið þess að finna sinn rétta drykk í glæsilegu umhverfi. Hótel Selfoss býður aðeins upp á það besta hvað varð- ar ráðstefnu- og fundahald. Fundasalir okkar rúma um það bil 500 gesti við fundarborð en allt upp í 700 í sal.“ Höfuðstaður Suðurlands Stefán Örn leggur áherslu á að Selfoss sé höfuð- staður Suðurlands; gróið og fallegt bæj- arfélag í einstöku umhverfi. „Samgöng- ur eru greiðar frá höfuðborginni og frá Selfossi til ótal fallegra og merkra staða á Suðurlandi. Selfoss er tilvalinn næturstað- ur á skoðunarferðum um héraðið. Margir hafa talað um að með því að flytja við- burð út fyrir Reykjavíkursvæð- ið sé tíminn betur nýttur þar sem ys og þys höfuðborgarinn- ar slíti fundina ekki í sundur. Öll herbergi á Hótel Selfossi hafa verið end- urnýjuð. Nýjum rúmum af hæsta gæðaflokki hef- ur verið komið fýrir í öllum herbergjum og ýmsar aðr- ar breytingar hafa átt sér stað. I öllum herbergjum eru fjölrása sjónvarp, smá- bar og baðherbergi með sturtu. A hót- elinu eru aðeins 21 herbergi en það eru góð herbergi þar sem gestum líð- ur vel. Útsýnið úr herbergjunum yfir hina magnþrungnu Ölfusá ásamt Ing- ólfsfjalli veitir kyrrð og innblástur. Reiötúrar og jeppaferðir Helsta þjónusta sem við bjóðum eru fundir og ráðstefnur, árshátíðir fýrirtækja, einkasam- kvæmi og rómantík. Afþreyingin spilar stórt hlutverk í þjón- ustu okkar. Við erum í nánu samstarfi við þá aðila sem bjóða upp á afþreyingu hér á Suðurlandi, til dæmis reiðtúra, jeppa- ferðir, ijósaheimsóknir og gönguferðir um nágrenni Selfoss með leiðsögn. Kemur þetta samstarf sér einstaklega vel fyrir þau fyrirtæki sem eru að undirbúa fundi og ráðstefnur ásamt afþreyingu." Stefán Örn segir Hótel Selfoss vel búið tækjum til funda- og ráðstefnuhalds. „Meðal tækja hótelsins má nefna myndvarpa, slides-myndavélar, tjöld, video myndvarpa, túlkakerfi, ijarfundabún- að, tölvumyndvarpa og hljóðnemakerfi. Mikill meirihluti þeirra sem nýta sér þau salarkynni sem við höfum upp á að bjóða eru fyrirtæki, félög og stofnanir. Hvort sem haldnir eru stuttir hádegisverðarfundir eða vikulöng námskeið þá er aðstaðan þannig að auðvelt er koma til móts við þær kröfur sem gestir okkar gera. Okkar markmið er að segja aldrei nei.“ Stefán Örn telur að á Suðurlandi sé einn helsti vaxtarbroddur íslenskrar ferðaþjón- ustu. „Flestir ferðamenn sem koma til landsins staldra hér við með einu eða öðru móti. Til þess að Suður- land geti ann- að auknum straumi ferð- amanna á næstu árum þarf nauð- synlega að bæta við hót- elherbergj- um.“ BO Stefán Örn Þórisson, hótelstjóri á Hótel Selfossi, segir vinsældir hótelsins til rádstefnuhalds byggj- ast á góóri aðstöðu og þægilegri fjarlœgð frá Reykjavík. Effir ísak Örn Sigurðsson Stefán Örn Þórisson, hótelstjóri á Hótel Selfossi: „Margir tala um að utan Reykjavíkur sé tíminn betur nýttur. Fundasalir okkar rúma um það bil 500 gesti við fundarborð en allt uþþ í 700 í sal. “ FV-mynd: Geir Ólafsson. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.