Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 63

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 63
AUGLYSINGflHERFERÐ ungmenna sem reykir. Þorgrímur vitnar í samanburð á reykingum grunnskólabarna í 6. til 10. bekk á milli áranna 1994 og 1998. „Dagleg- ar reykingar í þessum aldurshópi jukust um rúmt eitt prósent á þessu fjögurra ára tímabili og er það að sjálfsögðu alvarlegt mál. Tíðni reyk- inga í framhaldsskólum hefur ekki verið mæld á landsvísu. Nýleg könn- un meðal nýnema í Verslunarskólan- um sýnir þó að reykingar þar, meðal beggja kynja, hafa minnkað veru- lega frá síðasta skólaári. Það er beint samband á milli reykinga fullorðinna og barna. Ef fullorðnir hætta dregur úr reykingum ungs fólks. Ábyrgð fullorðinna er því mikil en sumir eiga erfitt með að horfast í augu við þessar staðreyndir. Það er alþekkt að margir unglingar byrja að reykja af uppreisnarástæðum en það er sorglegt að uppreisn þessi skuli vera fólgin í því að skaða sjálfan sig,“ seg- ir Þorgrímur. Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnarnefndar. Fer nefndin yfir strikið í auglýs- ingunum?„Hvert orð ersatt íþessum auglýsingum." Þorgrímur segir nauðsynlegt að hafa fjölbreyttar og stöðug- ar auglýsingar, bæði í tóbaksvörnum og öðrum áþekkum mála- flokkum. „Það hefur sýnt sig að þetta verður allt að vera í bland. Læknisfræðilegar staðreyndir, „þægileg" skilaboð, fræðsla og sláandi staðreyndir sem vekja hörð viðbrögð. Það sem skilar hins vegar mestum árangri er verðhækkun á tóbaki, leyfisskylda á smásölu, aukið eftírlit, ný lög og nýjar reglur en það er allt annar handleggur.“ Imyndin skiptir mestu ingvi j ökuil Logason er hjá auglýsingastofunni HER&NÚ. Hann segir tóbaksfram- leiðendur hafa geipilegt fé til auglýs- inga og svo öflugt markaðsfólk að erfitt sé að vinna gegn þeim „Imyndin er það sem er sérstaklega erfitt að vinna á. Hún er gífurlega sterk og í bíómyndum er sífellt hamrað á ímyndinni; að það sé þægilegt að reykja,“ segir Ingvi. „Þessar auglýsingar Tóbaksvarnar- nefndar, sem nú er verið að keyra í sjónvarpi, ala hins vegar ekki á neinni ímynd en hafa þess í stað mikil „shock“ áhrif og ekki síst á hóp sem ekki er markhópurinn en skiptir samt miklu máli; það eru börnin. Þau verða skelfingu lostin og hamra á þeim sem þau þekkja að hætta að reykja. Það er að því leyti gott og vonandi situr eitthvað eftír í langtímaminninu sem varar börnin við reykingum. Tóbaksframleiðendur í Ameríku hafa lengi vit- að að innrætingin er meiri og betri því yngra sem fólkið er og hafa þeir m.a. notað teiknimyndafígúruna shock amen til að hafa áhrif á börn við litlar vinsældir þeirra sem með forvarnir hafa að gera. Þess má einnig geta að bandarísk yfirvöld ráð- leggja foreldrum að ræða við börn, allt niður í níu ára aldur, um skaðleg áhrif af eiturlyljum. Forvarnir skipta öllu; að byrja að móta börnin ung og að halda áróðrinum stöðugum." Ungt fólk í uppreisn Á íslandi reykja nú rúmlega 26% fullorð- Konur reylfja Vindla Ingvi Jökull segir hræðsluáróður hafa inna í aldurshópnum 18-69 ára og sitt sýnist hverjum um fjölcla áhrif en ekki tíl langframa. Langtíma herferðir séu nauðsynleg- 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.