Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 71
Það var ekki fyrr en síðastliðið vor, síðasta vetrardag, sem viðskiptavinir Kauphallar Lands-
bréfa tengdust Wall Street. Það gerðist með mikilli viðhöfn í Loftkastalanum. Fyrstu viðskipta-
vinirnir voru Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Guðjón Már Guð-
jónsson, stjórnarformaður OZ.com. Guðfinna keypti hlutabréf t Regions Financial Corp. en
Guðjón í Compaq Computer Corp. Þeim til aðstoðar var Þorsteinn G. Ólafsson, hjá Landsbréf-
um.
íslendingar íjárfesti í, megi nefna
Microsoft, Nokia, Coca-Cola, General
Electric, IBM, Citygroup, Sun Microsy-
stems og Amazon.com. „Tæknifyrirtæk-
in hafa verið vinsæl að undanförnu og í
kjölfarið á umræðunni hérlendis um
DeCode varð mikill áhugi á lyfja- og líf-
tæknifyrirtækjum, eins og Arngen."
Langflestir, sem stunda hlutabréfa-
viðskipti á Netinu, fjárfesta á Wall
Street, en þar eru yfir tíu þúsund fyrir-
tæki sem hægt er að kaupa í. „Þetta er
stærsti markaðurinn og þar eru þekkt-
ustu fyrirtækin. Um 50% alls hlutaljár í
heiminum er í Bandaríkjunum. Flestir
kaupa í fyrirtækjum sem þeir þekkja,
treysta og geta fylgst með. Aðrir horfa á
fyrirtæki sem eru vaxandi og að koma á
markað. Það er einnig hægt að fjárfesta
á evrópskum fyrirtækjum í gegnum
Kauphöll okkar. Mestur áhugi þar er á
Nokia og Ericsson."
íslenskt umhverfi á Wall Street Einstaklingar geta eingöngu
keypt hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands á Netinu í gegnum
Kauphöll Landsbréfa. En við kaup á bréfum á Wall Street geta
þeir keypt í gegnum ýmis bandarísk fyrirtæki, sem margir ís-
lendingar gera, þótt flestir velji Kauphöll Landsbréfa til að
vera í íslensku skjáumhverfi á Netinu. Vissulega geta þeir
einnig keypt í ýmsum sjóðum hérlendis sem svo aftur ijár-
festa á Wall Street og víðar. En þá eru það ekki einstakling-
arnir sjálfir sem eru á Wall Street.
Árni og Þorsteinn segja hlutabréfaviðskipti á Netinu hafi
stigmagnast frá því Landsbréf byrjuðu með Kauphöllina fyrir
íslenska markaðinn fyrir rúmum tveimur árum, eða i nóvem-
ber 1997. Það var svo ekki fyrr en síðastliðið vor, síðasta vetr-
ardag, sem viðskiptavinir Kauphallar Landsbréfa tengdust
Wall Street. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í
Reykjavík, og Guðjón Már Guðjónson, stjórnarformaður
Oz.com, keyptu fyrstu bréfin við hátíðlega athöfn í Loftkastal-
anum að viðstöddu miklu fjölmenni og við mikið lófaklapp.
„Til að byrja með var fólk eðlilega svolítið smeykt við að
nota Netið í viðskiptum með hlutabréf og því þreifaði það
sig áfram. En um mitt ár ‘98 fóru hlutabréfaviðskipti einstak-
linga á Netinu á flug. Það flug hækkaði verulega eftir að við
tengdumst Wall Street sl. vor. Síðustu sex mánuðina hafa
viðskipti með hlutabréf á Netinu í gegnum Kauphöll Lands-
bréfa tvöfaldast. Það er ljóst að æ fleiri nota Netið í hluta-
bréfaviðskiptum. Þetta er eins og snjóbolti sem hleður sífellt
utan á sig.“
Árið 1999 var ár hlutabréf aviðskipta Margir nefna árið 1999
sem ár hlutabréfaviðskipta á íslandi; áhuginn er ótrúlegur. En
það er ekki bara á Islandi sem eins konar vakning er í hluta-
bréfaviðskiptum. „Það er stóraukinn áhugi almennings um
allan heim á hlutabréfum og það er stöðug aukning einstak-
linga á markaðnum á Wall Street. Að sama skapi hefur veltan
þar líka stóraukist."
„Ferlið við að ijárfesta í hlutabréfum á Netinu er býsna ein-
falt. Fólk skráir sig, fær umboð hjá okkur til að eiga viðskipti,
og tengir bankareikning sinn við Kauphöll okkar. Eftir það
getur það byijað. Þegar það vill kaupa birtast hagstæðustu
sölutilboðin á skjánum og þegar það vill selja birtast hagstæð-
ustu kauptilboðin. Vilji fólk setja inn tilboð á Verðbréfaþingið
getur það sömuleiðis gert það í gegnum Kauphöllina - og
raunar er mjög mikið um það.“
Opnunartíminn er einn af þeim kostum sem fólk sér við
hlutabréfaviðskipti á Netinu. Hann er frá klukkan 6 á morgn-
ana til miðnættis en Verðbréfaþingið er aðeins opið frá tíu á
morgnana til ijögur á daginn. „Það eru margir tengdir við
Kauphöll okkar síðdegis, sérstaklega í kringum matartím-
ann, frá sex til níu á kvöldin - en þá lokar markaðurinn á Wall
Street. Raunar má oft sjá marga í viðskiptum eftir það og al-
veg til miðnættis."
Bandarísk fyrirtæki bjóða aðgang Yfir hundrað fjármálafyr-
irtæki í Bandaríkjunum bjóða upp á netþjónustu við kaup á
hlutabréfum á Wall Street. Aðeins lítill hluti þeirra býður þó
Húsmæður og sápuóperur
Sagt er að húsmæður í Bandaríkjunum séu hættar að horfa á sápuóperur og hafi
snúið sér að hlutabréfaviðskiptum á Netinu. Á íslandi eru margar konur, húsmæður
sem aðrar, orðnar virkar í hlutabréfaviðskiptum í gegnum Kauphöll Landsbréfa.
71