Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 72

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 72
NETVIÐSKIPTI Vejsíða Kauphallar Landsbréfa. Þótt verið sé að fjárfesta á Wall Street er skjáumhverfið ís- lenskt. upp á nettengingu við útlendinga. Munurinn felst í því að við- skiptavinurinn þarf að fara inn á vefinn hjá fjármálafyrirtæk- inu ytra, prenta þarf út alla samninga, senda þá út til Banda- ríkjanna, stofna reikning úti, sem getur tekið nokkra daga, og senda símgreiðslu út á reikninginn. Þegar féð er komið inn á reikninginn, sem tekur nokkra daga, er hægt að hefja við- skipti. Þetta er meira umstang. Þóknunin er mjög mismun- andi hjá fyrirtækjunum ytra, eða allt frá nokkrum dollurum upp í um 35 dollara hjá þeim stærstu. Þóknunin hjá Lands- bréfum er 29,95 dollarar, eða um 2.100 krónur. Það getur þó komið fljótt upp í kostnaðinn ef menn lenda í einhverjum vandræðum ytra og þurfa að hringja út til Bandaríkjanna og leysa sín mál. „Ákveðið krydd i sparnaðinum" Hlutabréfaviðskiptum fylg- ir ævinlega áhætta. En hversu stóran hluta af peningalegum sparnaði sínum notar fólk til að fjárfesta á Wall Street? Þeir Árni og Þorsteinn ráðleggja öllum að koma sér upp ákveðnu verðbréfasafni til að dreifa áhættunni; setja t.d. ákveðinn hluta í innlenda verðbréfasjóði, hluta í innlend hlutabréf og hluta í erlend hlutabréf. „Flestir eru með stærstan hluta sparnaðar síns í traustum innlendum og erlendum fyrirtækj- um og sjóðum, en nota síðan ákveðinn, lítinn hluta til að fjár- festa í áhættusamari fyrirtækjum - líta jafnvel á það sem ákveðið krydd í sparnaði sínum.“ Aldraðir eru áhugasamir En hvað hefur komið mest á óvart varðandi breiðan viðskiptavinahóp Kauphallar Landsbréfa? „Líklegast það hve margt eldra fólk er áhugasamt. Viðskiptavin- irnir eru úr öllum stéttum, á öllum aldri, og virkasti hópurinn er fólk á aldrinum 25 til 55 ára. En það er ánægjulegt að sjá hvað fólk á efri árum er áhugasamt og á auðvelt með að tileinka sér Netið og nota það í þessum viðskiptum. Ferlið er einfalt og allt á íslensku. Að fara inn á Wall Street í gegnum Kauphöll okkar og vafra þar um er í raun eins og að fara inn á hverja aðra heimasíðu." Þroskar íslenska markaðinn Árni og Þorsteinn eru báðir á því að netvið- skipti á Wall Street þroski íslenska markaðinn hraðar en ella. „Þarna er boðið uppá ýmsar fjárfestingaraðferðir sem ekki hefur verið boðið upp á á íslenska markaðnum, eins og vilnanir og stopptilboð. Stopptilboð felast í því að ef markaðsverð og ávöxtun fer upp í eitthvað sem viðkomandi er ánægður með þá ákveður hann að selja og grípa ávöxtunina. Þetta virkar líka í hina áttina, til að forðast mikið tap. Ef verðið fer niður um fyrirfram ákveðna upphæð þá kemur stopp og viðkom- andi selur. Lykilatriðið í viðskiptum með hlutabréf er að setja sér ákveðin markmið um ávöxtun og skoða ýmsa kosti í stöð- unni, eins og hvað gerist fari allt á besta veg eða versta veg. Til að verjast miklu tapi getur verið hentugt að nýta sér svona stopp-tilboð.“ Sagan um húsmæðurnar Þótt sagan um að húsmæður í Bandarikjunum séu hættar að horfa á sápuóperur í sjónvarpi og hafi snúið sér að verðbréfaviðskiptum á Netinu sé auðvitað nokkuð krydduð er það engu að síður svo að konur, húsmæð- ur sem aðrar, hafa látið miklu meira að sér kveða á síðustu mánuðum í viðskiptum með hlutabréf á Netinu. „Við sjáum þetta ekki síst á námskeiðunum hjá okkur sem við höldum í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Á þessum námskeiðum er m.a fjallað um markaðinn, fjárfestingarferlið, hvernig skyn- samlegast sé að haga verðbréfasafni sínu og hvernig Kauphall- arkerfið okkar virkar. Margar konur eru orðnar afar virkar þótt þær hafi komið aðeins seinna inn í þetta en karlarnir." jB VANTAR ÞIG UPPLÝSINGAR? Hlutafélaqas/crá - stjórn - hiutafé - framkvæmdastjórn - tilgangur félags ofl. HRINGDU STRAX í SÍMA 550 9600 OG FÁÐU UPPLÝSINGARNAR SEM ÞIG VANTAR LÁNASTRAUST HF. ÞVERHOLTI 14,105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9600 FAX 550 9601 IMETFAIMG mottaka@It. is 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.