Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 72

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 72
NETVIÐSKIPTI Vejsíða Kauphallar Landsbréfa. Þótt verið sé að fjárfesta á Wall Street er skjáumhverfið ís- lenskt. upp á nettengingu við útlendinga. Munurinn felst í því að við- skiptavinurinn þarf að fara inn á vefinn hjá fjármálafyrirtæk- inu ytra, prenta þarf út alla samninga, senda þá út til Banda- ríkjanna, stofna reikning úti, sem getur tekið nokkra daga, og senda símgreiðslu út á reikninginn. Þegar féð er komið inn á reikninginn, sem tekur nokkra daga, er hægt að hefja við- skipti. Þetta er meira umstang. Þóknunin er mjög mismun- andi hjá fyrirtækjunum ytra, eða allt frá nokkrum dollurum upp í um 35 dollara hjá þeim stærstu. Þóknunin hjá Lands- bréfum er 29,95 dollarar, eða um 2.100 krónur. Það getur þó komið fljótt upp í kostnaðinn ef menn lenda í einhverjum vandræðum ytra og þurfa að hringja út til Bandaríkjanna og leysa sín mál. „Ákveðið krydd i sparnaðinum" Hlutabréfaviðskiptum fylg- ir ævinlega áhætta. En hversu stóran hluta af peningalegum sparnaði sínum notar fólk til að fjárfesta á Wall Street? Þeir Árni og Þorsteinn ráðleggja öllum að koma sér upp ákveðnu verðbréfasafni til að dreifa áhættunni; setja t.d. ákveðinn hluta í innlenda verðbréfasjóði, hluta í innlend hlutabréf og hluta í erlend hlutabréf. „Flestir eru með stærstan hluta sparnaðar síns í traustum innlendum og erlendum fyrirtækj- um og sjóðum, en nota síðan ákveðinn, lítinn hluta til að fjár- festa í áhættusamari fyrirtækjum - líta jafnvel á það sem ákveðið krydd í sparnaði sínum.“ Aldraðir eru áhugasamir En hvað hefur komið mest á óvart varðandi breiðan viðskiptavinahóp Kauphallar Landsbréfa? „Líklegast það hve margt eldra fólk er áhugasamt. Viðskiptavin- irnir eru úr öllum stéttum, á öllum aldri, og virkasti hópurinn er fólk á aldrinum 25 til 55 ára. En það er ánægjulegt að sjá hvað fólk á efri árum er áhugasamt og á auðvelt með að tileinka sér Netið og nota það í þessum viðskiptum. Ferlið er einfalt og allt á íslensku. Að fara inn á Wall Street í gegnum Kauphöll okkar og vafra þar um er í raun eins og að fara inn á hverja aðra heimasíðu." Þroskar íslenska markaðinn Árni og Þorsteinn eru báðir á því að netvið- skipti á Wall Street þroski íslenska markaðinn hraðar en ella. „Þarna er boðið uppá ýmsar fjárfestingaraðferðir sem ekki hefur verið boðið upp á á íslenska markaðnum, eins og vilnanir og stopptilboð. Stopptilboð felast í því að ef markaðsverð og ávöxtun fer upp í eitthvað sem viðkomandi er ánægður með þá ákveður hann að selja og grípa ávöxtunina. Þetta virkar líka í hina áttina, til að forðast mikið tap. Ef verðið fer niður um fyrirfram ákveðna upphæð þá kemur stopp og viðkom- andi selur. Lykilatriðið í viðskiptum með hlutabréf er að setja sér ákveðin markmið um ávöxtun og skoða ýmsa kosti í stöð- unni, eins og hvað gerist fari allt á besta veg eða versta veg. Til að verjast miklu tapi getur verið hentugt að nýta sér svona stopp-tilboð.“ Sagan um húsmæðurnar Þótt sagan um að húsmæður í Bandarikjunum séu hættar að horfa á sápuóperur í sjónvarpi og hafi snúið sér að verðbréfaviðskiptum á Netinu sé auðvitað nokkuð krydduð er það engu að síður svo að konur, húsmæð- ur sem aðrar, hafa látið miklu meira að sér kveða á síðustu mánuðum í viðskiptum með hlutabréf á Netinu. „Við sjáum þetta ekki síst á námskeiðunum hjá okkur sem við höldum í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Á þessum námskeiðum er m.a fjallað um markaðinn, fjárfestingarferlið, hvernig skyn- samlegast sé að haga verðbréfasafni sínu og hvernig Kauphall- arkerfið okkar virkar. Margar konur eru orðnar afar virkar þótt þær hafi komið aðeins seinna inn í þetta en karlarnir." jB VANTAR ÞIG UPPLÝSINGAR? Hlutafélaqas/crá - stjórn - hiutafé - framkvæmdastjórn - tilgangur félags ofl. HRINGDU STRAX í SÍMA 550 9600 OG FÁÐU UPPLÝSINGARNAR SEM ÞIG VANTAR LÁNASTRAUST HF. ÞVERHOLTI 14,105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9600 FAX 550 9601 IMETFAIMG mottaka@It. is 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.