Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Síða 2
„ — en enginn kenndi mér eins og þd hið cilífa og stóra, kraft og trú, vé gaf mér svo guðlegar myndir". M. Joch. Á altaristöflu einni er mynd af fæðingu frelsarans. Það er mið nótt en bjart sem á Ijósum degi. Hvar eiga hinir mildu geislar upptök sín, er lýsa upp ásjónur Maríu, Jósefs og fjárhirð- anna? Þeim stafar öllum frá jötunni. Þar er uppspretta ljóssins. í því ljósi verða öll önnur ljós myrkur. Eg sé fyrir mér aðra mynd. Þegar eg var barn var mér eitt sinn gefið Jólakort með mynd af manni, konu og barni. Konan sat undarlegan relð- skjóta, sem fólk nefndi ösnu, og vafði sofandi barn að brjósti sér, en maðurinn gekk við staf og teymdi ösn- una. Umhverfis þau var bylgjótt sand auðn, sem minnti á ómælishaf. Þá var mér sögð sagan af flótt- anum Jil Egyptalands, er englll drott- ins vltraðist Jósef í draumi og sagði honum að sótzt væri eftir iífi barnslns; og Jósef flúði með barnið og móður þess eftir tilvísan engilsins. Og þegar hættan var liðin hjá snéru maður, kona og barn heim aftur undir vernd himn- anna. Þessi frásögn gaf jólakortinu mínu margfalt gildi, eg geymdl það eins og dýrgrip i púltinu mínu. Þó átti þessi jólamynd eftir að geymast lengst í hug skoti mínu og grópast þar að lokum óafmáanlega af sérstöku tilefni: Það var mörgum árum selnna. Eg var á ferð um eyðilegan fjallveg ásamt fólki, sem var í leit að nýjum heim- kynnum. Það hafði dregizt aftur úr, eg settist á stein og beið. Þegar eg leit upp bar samferðafólkið i dökka sand- öldu. Kona sat hest og var með sofandi barn i fanginu, maður teymdi undlr þeim, valdi veginn af stakri umhyggju og studdist við birkilurk á göngu sinnl. Eg hrökk upp eins og af dvala. Þarna var gamla jólamyndin min orðin að lifandi lífi. Þetta var eins og vitrun, eins og nýr heimur opnaðist sjónum mínum, likt og þegar vér skynjum haf- djúpið í dropanum og eilifðina i and- ránni. Og eg hugsaði á þessa leið: Hverju skiptir þjóðerni manns og konu, hverju skiptir hvaða barn það er, öll eru þau guðs börn, hverju skiptir hvorv það er asna eða hestur, hvort það er austurlenzkur hirðisstafur eða íslenzkur birkilurkur, sem stuðst er við hvort sandauðnlr Austurlanda eða fjallvegir íslands «ru i baksýn. Það gerir engan mun. Það eltt sklptir öllu, að hér er á ferð samnefnari alls mann lifs á jörðunni, hér er lifandi gjörð myndin eilífa af vegferð manns, konu og barns allra tíma og allra þjóða. Hér birtist drottinn sjálfur í draumi for eldranna um barn allra aida, og gerir þann draum að veruleika, bægir frá hættum í svefni og vöku, vakir yfir öllum og leiðir alla styrkri hendi á lífs- ins veg. Enn hafa mörg ár liðið síðan mér vítraðist það að jólamyndin mín er lif af lífi allra manna á öllum timum, eins og Jesús er lif af lifi guðs, ljós af hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.