Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 16
vrt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS íshrakningar d jólaföstu KRISTJÁN Skúlason Magnússon fekk sýslumannsembættið í Dala- sýslu að föður sínum látnum 1837. Settist hann þá að á ættaróðali sínu Skarði á Skarðsströnd og „var atorku- og bússýslumaður hinn mesti, einkennilegur og stórgerður og höfðingi að fornum sið“. Hann hafði í seli á Villingadal árum saman „með góðri heppni“ og hann hafði annað bú í Ólafseyum, þar sem hann lét gæta fjár á vetrum. Oft var erfitt að komast út í Ólafseyar í skammdeginu, eins og sjá má á þessari frásögn. Hún er geymd í skjalasafni Lands- bókasafnsins, en ekki er þess getið hver ritað hefir. Formaður á bátnum var Björn Eyjólfsson vinnumaður sýslumanns (d. 1866). VETURINN 1841, hér um bil hálf- um mánuði fyrir jól, átti að fara í Ólafseyar frá Skarði á Skarðs- strönd; þær liggja tvær vikur sjáv- ar undan landi, Þangað átti að flytja mann, sem þar átti að vera um veturinn við fjárgeymslu, og einnig nokkuð af bjargræði til fólks þess, er þangað var áður komið, og orðið var bjargarlítið. í þessa ferð fóru sex menn á fimm manna fari, og sjöundi sá, sem flytjast átti. Formaðurinn hét Björn Eyólfsson, annar Jón Bjarna- son, þriðji Jón Sigurðsson, kallaður dánumaður, fjórði Einar, nefndur hinn sterki, fimmti Þorsteinn Hans- son, sjötti Loftur, 17 ára gamall. (Sjöundi maðurinn var .Ketill Bjarnason og mun hann hafa átt að verða eftir í Ólafseyum). — Þessir upptöldu lögðu af stað í för þessa snemma á fimmtudagsmorg- un. Veður var allgott, stormur á austnorðan, en mjög tvísýnt íss vegna. Strax tók ís við þegar frá landi kom. Samt komust þeir smátt og smátt í gegnum sífeldan jakaís, hér um bil hálfa leið, eða fram í Mið- flóa, sem kallað er, og er það ein vika sjávar. En er þangað var kom- ið, var ein bláíshella alla leið sem eftir var. Um morguninn áður af •tað vax íarið, varð töluverður á- greiningur um, hvort það mundi vera ís eða auður sjór, sem nú reyndist bláís, svo ganga mátti út frá bátnum, en þó ekki svo að form- andi þætti að ganga fram í eyarn- ar, bæði vegna þess, að ekki varð komist með matvæli þau, er í bátn- um voru, sem var fiskavætt, rúg- hálftunna, heill selur og íleira, — og einnig af því að þeir óttuðust, að straumröst sú, er skammt er frá eyunum, mundi eigi lögð vera. Var þá allt að sjá ein fjalfella af ís, svo ekkert varð komist, nema það sem þeir brutu með bátnum á milli. sín. Var þá komið hörku-útfall og austnorðan drif, svo óðum bar út með ísnum, var þá og farið að kvölda mikið og ekki útlit fyrir að þeir næði nokkurri byggðri ey. Þeir hugsuðu því ekki annað en reyna að ná eyðiey einni, er ligg- ur undir Rauðseyar og Köngursey heitir. Þangað áttu þeir hálfa viku sjávar í norður. Þeir vissu, að í ey þessari voru kindur, og höfðu þeir ásett sér að slátra þeim, sér til bjargar og skjóls. Um miðnættisbil áttu þeir ekki lengra að eynni en hér um bil tvær lóðarlengdir. Var þá ómögulegt lengra að komast; var báturinn sem í nausti af krapís, er hvorki varð stjakað eða róið gegnum, og svo var krap þetta þykkt, að ekki náði ár niður úr því, þó sett væri á enda. Eftir margar tilraunir að komast eitthvað, tóku þeir það ráð, að spila öllum farviðnum á ísmauk þetta og með því tókst þeim eftir langan tíma að komast til baka aft- ur á auðan sjó, sem ekki var þó nema lítil vök. Þá var farið að birta af degi og hvessa á norðan; var þá að sjá kafaldsbylur kominn á landi og mikið frost. Eftir það heldu þeir félagar aust- ur, vök úr vök með jakaspöngum á milli. Ein spöng kom fyrir, sem mun hafa verið á annað hundrað faðma breið og sá hvorki út eða inn fyrir hana, en landmegin var að sjá nokkuð stór eyða. Var þá ekki um annað að tala, en setja yfir spöngina. En vegna þess áð báturinn var orðinn allur í klaka- hellu og næstum óviðráðanlegur að þyngslum, hlutu þeir að skilja eft- ir á skörinni allt sem í honum var til þyngsla. Nú töldu þeir sér víst land, ef yfir þessa spöng yrði komist, og að því búnu sigldu þeir og reru yfir auðan sjó þar til þeir munu ekki hafa átt meira en 3—4 lóða- lengdir til lands. Var þá bæði kom- ið norðan hvassviðri og hörku út- fall, svo að þegar dreif á þá fjal- fella af ís. Var þá enn tekið til að brjóta sig áfram á þann hátt, að fjórir voru ávallt fram á og mölv- uðu með bátnum milli sín, og oft sem allir voru útbyrðis að brjóta og ýta frá sem varð. En allt kom fyrir ekki, vindur og straumur riðu meira, svo að á stuttum tíma voru þeir félagar komnir út á móts við ey þá, er kölluð er Litla Ólafsey, hálfa viku sjávar út frá Skarðsstöð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.