Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Side 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Side 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «81 Hún anzaði ekki. „Þú verður fyrir hvern mun að segja mér það, skilurðu", sagði hann dálítið byrstur. Hún leit á hann, það var eins og vonarneisti tendraðist í augum hennar. „Þér verður rórra, ef þú aðeins segir frá því“. Leitt var, hvernig komið var með björtu, fögru augun hennar Áður höfðu þau alltaf hvílt á þeim, sem hún talaði við, með kyrrlátu skini — líkt og sólin. Þau ljómuðu ef til vill enn meir nú, en það var í þeim einhver annarlegur glampi, svo að honum varð um og ó. Hún átti í harðri baráttu. Hún gat ekki haldið neðri kjálkanum kyrrum. Hún tróð vasaklút á milli tannanna, svo að ekjci skyldi heyr- ast, hve þær glömruðu í henni. Að lokum heyrði hann hana segja nokkur orð. Hún sat kyrr, sló annarri hendinni í hina og hugs- aði upphátt: „Ég verð að segja hon- um það. Ég verð, ég verð. Annars kemur hún aftur. Já, hún kemur aftur.“ Því næst tók hún til máls, og hann setti hljóðan. Hann komst í svipað skap og kjólklæddur mað- ur í skrúðgöngu, þegar allt í einu skellur á slagveður. Mönnum finnst þeir missa alla tign sína og virðuleika. Hún játaði undir eins, að húr felldi sig ekki við hann. Hún hefðí að vísu gjarna viljað giftast hon- um, en til þess eins að losna að heiman. Hefði hann ekki sjálfur átt hlut að máli, þá myndi hann hafa skelli- hlegið að því, hve barnið það arna langaði að giftast. Hún tók hverj- um, sem vera vildi. Hún var svo staðráðin í að losna að heiman. Það var vegna frænkanna. Þær höfðu að vísu verið við hana eins og þær ættu í henná hvert bein, og sjálfum var þeim síður en svo Ijóst, hve þær kvöldu hana. Hún horfði á hann æðislega, og það var sem hún sárbæði hann um að skilja hana, þekkja hana. Hann þekkti svo sem frænkur hennar, þar eð hann hafði stundað þær ár- um saman. Malin frænka var sí- hrædd um að lenda í eldsvoða, en Bríet frænka bjóst alltaf við að bíða aldurtila við það, að ekið yrði yfir hana á götu. Ef Elín hefðist við hjá þeim áfram, myndi hún verða að lokum jafnkyndug og þær. Henni duldist það ekki heldur sjálfri. Hugarburður þeirra og grillur voru taumlausar. En hún vildi komast vel til manns. Og hún hafði beðið þær um að mega fara að heiman, hleypa heimdraganum og vinna fyrir sér Þær höfðu auðvitað ekki viljað leyfa það. Þá gat hann skilið, að nauður rak hana til þess að gift- ast. Læknirinn gat ekki orða bundizt að inna eftir því, hvort hún hefði ekki verið smeyk um að hún kynni að eiga verra líf í vændum með manni, sem hún giftist með köldu blóði, en dveljast hér hjá frænkum sínum. Æ, nei, verra gæti það vissulega aldrei orðið. Eiginmaður væri þc að minnsta kosti öðru hverju að heiman. En frænkurnar sátu heima allan liðlangan daginn. Þær hreyfðu sig ekki af smalaþúfunni. Nú, fyrst hún var svo hreinskil- in. — Hafði aldrei vottað fyrir að henni þætti vænt um hann? — Hún hristi höfuðið, því fór fjarri, slíkt hafði aldrei flökrað að henni — Og hvers vegna ekki? Var hann of ljótur til þess? — Nei, hún gaf til kynna með augnaráðinu að það væri öðru nær. — Var hann leið- inlegur? — Hún bandaði frá ser með hendinni í mótmælaskyni. — — Hvað fannst henni þá að hon- um? — Hann var of kaidur. — Nú, já, svo að hann var of kald- ur. Læknirinn gekk aftur og fram um gólf. Það var vissulega ískyggi- legt að svona krakki skyldi hafa skáldað annað eins. Hún hafði látið hann kyssa sig án þess að þykja vænt um hann. Og því var ekki að neita, að henni hafði tekizt vel að látast. Vissulega hafði hann verið blekktur. Og að hann skyldi vera svo óviðfelldinn, að ekki kæmi til mála að ung stúlka yrði ástfang- in í honum. En auðvitað hafði hún verið þústuð af að vera undir handar- jaðrinum á kerlingunum. Hann gat skilið, að hún átti ekki annars úr- kosta en giftast. Frekur er hver til fjörsins. Hún játaði hreinskilnis- lega, án þess að sýna minnstu miskunn. Henni flaug víst ekki í hug að hún særði hann. Hún hlaut víst að halda að hann væri brynj- aður — alveg eitilharður. Hreimurinn í rödd hennar varð allt í einu skrækur og jargansleg- ur. „Þér er víst kunnugt um að allir, sem hafa rangt við í stofunni þeirri arna, koma auga á höndina. Ég hef séð hana. Ég sat þarna — þarna.“ Og hún sneri sér hvatlega í áttina að skrifborðinu. „Þarna sá ég hana.“ „Heldur þú annars, að ég hafi ekki séð hana“, hélt hún áfram og hvessti á hann augun, líkt og hún vildi neyða hana til að segja eins og honum fannst vera. „Segðu mér aðdragandann að því“, sagði hann með hægð. „Já, þú veizt, að þú sendir mér línu í gærkvöldi, og ég ætlaði að svara um hæl, áður en ég gengi til náða. En þegar ég settist við skrifborðið, varð mér órótt, og ég sat lengi í hugleiðingum, því að mér var ráðgáta, hvernig ég ætti að hafa ávarpið. Ég átti víst ið Guðs og manna lögum að skrifa F.lsku...., «n méx fannst það rangt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.