Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 28
688 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS orðinn var meira en sjö alda gam- «11. Á 11. öld var uppi í héraðinu stórhuga höfðingi, Illugi Ingi- mundarson, tengdasonur Hafliða Mássonar. Hann ætlaði fyrstur ís- lenzkra manna að reisa kirkju úr steini á bæ sínum, fór til Noregs til þess að afla sér stein- líms og annars, sem til kirkjusmíð- arinnar þurfti, en fórst á heimleið með skipi sínu og farmi. Það slys varð afdrifaríkt fyrir íslenzka húsa- list. Ef áform Uluga hefði lánazt, er líklegt, að biskupar og ábótar hefðu ekki viljað verða eftirbátar bóndans á Breiðabólstað, og ættum vér þá fornar kirkjur úr steini, eins og allar aðrar þjóðir Norður- álfu. Dómkirkjur úr steini voru reistar jafnvel í Færeyjum og á Grænlandi, en hér voru gerðar stórar dómkirkjur úr timbri, sem brunnu hver af annarri, oft með ó- bætanlegum dýrgripum, bókum og merkum skjölum. Steinkirkjur voru gerðar í Noregi þegar á 10. og 11. öld, þótt stafakirkjurnar væru lengi vel miklu algengari, og ís- lenzk kirkja var nógu auðug fyrir siðaskiptin til að gera guðshús úr varanlegu efni, eins og sjá má af þeim mikla fjölda merkilegra og dýrra kirkjugripa, sem geymst hef- ur, þrátt fyrir eyðandi umrót siða- skiptaaldarinnar og fúa, fátækt og hirðuleysi siðari túna. Þaö má því Þingeyrakirkja að innan undarlegt teljast, að ekki skyldi vera efnt til húsgerðar úr steini fyrr á öldum nema í þetta eina skipti. Þingeyrakirkja er ekki nema átt- ræð að áratali, en þó hvílir yfir henni sá blær fornrar helgi og menningar, sem venjulega er ekki að finna nema í miklu eldri guðs- húsum. Stíll hússins og styrkleiki þykkra grjótveggjanna gefa henni svipmót löngu liðinna alda. Altar- isbríkin er tákn þeirrar innlifunar, sem heittrúarstefnur miðaldanna lögðu í tilbeiðslu sína, enda hafa bræður af reglu heilags Benedikts flutt bænir sínar frammi fyrir henni og síðan hver kynslóð af annarri, bæði á gleðitímum og á dögum þrauta og harma. Predik- unarstóllinn með mjög útskornum og gylltum himni yfir minnir á yfirlæti og skrautgirni barok-tíma- bilsins, en skírnarfonturinn and- spænis honum, sléttur og með til- tölulega einföldum biblíumyndum, er táknrænn fyrir boðun orðsins eins og hún hefur lengst af verið í inni lúthersku guðsþjónustu. í engri annari íslenzkri kirkju blasa við skyggnu auga jafn mörg og mismunandi svipbrigði sögunnar eins og í þessari húnvetnsku sveit- arkirkju. Umhverfi staðarins gerir sitt til «ð varpa viröuleik á þetta hús, og e- Einu sinni Einu sinni á ári álfar dansa á gvellum, á krosagötum er gæfa gegnv fólki í boði, búrdrífan hin bliða berst í gegnum þökin, óskastund er opin, örlög spábein herma, tveir eru tígulkóngar, tröllin fólki ræna, kvöldriður kljúfa loftin, kirkjugarðar rísa, kýrnar máli mtela, mark skal taka á draumi, verður allt að víni vatn í öxaránni. Ótalið er ennþá undrið stærsta og mesta: Einu sinni á ári allir verða góðir. — A. það, sem það hefur að geyma. Skammt fyrir austan það bjó fyrsti landnámsmaður héraðsins um skip sitt í nausti í bakka Húnavatns. Nokkuð fyrir norðvestan það héldu Húnvetningar sín héraðsþing á þjóðveldistímanum. Hér lagði inn fyrsti norðlenzki stólbiskup, Jón Ögmundsson inn helgi, af sér skikkju sína, meðan hann markaði sjálfur fyrir grunni fyrstu kirkj- unnar, sem hér var reist. Hér stóð í rúmar fjórar aldir eitt af merkileg ustu klaustrum miðalda, vagga þeirrar sagnritunar, er síðar varð fjöregg ísl. þjóðarinnar og aðals- merki hennar út á við. Og hér varði einn af merkilegustu bændahöfð- ingjunum á endurreisnaröld ís- lands fé og kröftum í þrettán ár til þess að byggja hús, sem verða mætti Guði til dýrðar og héraðs- búum til blessunar. Stærri kirkjur en Þingeyrakirkja eru nú reistar hér á landi og munu verða reistar, en hún mun ávalt skipa sinn sérstaka og virðulega sess sem helgigripur í kristni lands- ins og djásn í menningarsögu þess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.