Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Qupperneq 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Qupperneq 30
690 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hafbjörn öslar inn hyldjúpan fjörö (Eskimóateiknine) anna. Allt verður lifandi umhverfis hann, og út úr hrikalegu umhverf- inu streyma tröll og andar. Náttúr- an sjálf skapar trúarbrögð hans og i gerir hann að særingamanni, ef hann hefir hug til þess að hafa samband við hið ósýnilega og yfir- náttúrlega. Þess vegna er leitun á svo fjöl- þættri þjóðtrú sem þeirri, er skap- ast hér við áhrif hafs og fjalla, jökla og skammdegismyrkurs. Mannsandinn gugnar ekki við það, hann magnast af hinum ótrúlegu fyrirburðum því þeir gefa hug- myndaflugi hans vængi. Gátur lífs- ins leysast og dulmögn náttúrunn- ar taka á sig gerfi galdramanna og jötna. Eskimóar trúa að þessar hug- mynda hamfarir sé samband við hinn mikla heim, sem enginn jarð- neskur maður fær skilið. Þetta var í fyrsta skifti að ég var í landi Angmagsalik-Eskimóa. Koman þangað hafði í fyrstu vald- ið mér vonbrigðum, því að ég kom fyrst til þorpsins, þar sem ómelt áhrif menningarinnar blasa berast við sjónum. Eg var kominn um langan veg til þess að reyna að skyggnast inn í frumlega þjóðháttu þessa fólks. í Angmagsalik var það ekki hægt. Þess vegna fór ég hið fyrsta út til smábyggðanna, þar sem fornir sið- ir og þjóðhættir geymast lengst. Á bátnum með mér voru bæði konur og karlar. Nokkrir húðkeips- menn höfðu og slegist í förina og meðal þeirra voru nokkrir gamlir særingamenn. En meðal kvenn- anna voru nokkrar gamlar sagna- konur. Þær höfðu nú tekið kristna trú og í skírninni höfðu þær feng- ið svo falleg nöfn, að þær gátu tæplega borið þau fram sjálfar. Eg nefni hér þær Klementínu, Bar- báru og Appollóníu, vegna þess að þær sögðu sögur, er settu sinn blæ á andrúmsloftið í þessari bækistöð vorri. Skyndilega berast kveinstafir að eyrum vorum, einna líkastir áköf- um barnsgráti í fjarska. Það kem- ur frá íshellu inni í víkinni. Þetta er ís, sem myndaðist í fyrra og sumarsólin hefir ekki megnað að bræða. Flóðið hefir nú náð þessari íshellu, fallið yfir hana og urgar henni við klettana. Við það koma fram þessi hljóð, sem eru eins og neyðaróp. Samtalið þagnar og vér hlustum aðeins á þessar stunur og hljóð. Þá rís Klementína gamla á fætur og vill hrista af sér þennan óhugnanleik. Hún er líkust völvu, varir hennar bærast, og vér vitum að hún fer með særingar til þess að verja oss. Það hefir eitthvað skeð einhvers staðar, því að Ing- nerssuit, eða jarðandarnir, eru að gráta. Klementína veit margt, sem öðr- um er hulið. Hún segir oss frá þeim kynnum, er hún hafði af jarð- öndum áður en hún varð kristin. Þeir voru alltaf að reyna að ná henni til sín, en hún gat varist þeim. En hún hefir aldrei orðið vör við þá síðan hún tók kristna trú, þeir eru hræddir við hana síð- an. Enginn efast um að hún segi satt því að jarðandarnir eiga heima í sínum heimi, alveg eins og menn- irnir eiga heima á jörðinni. Það eru aðeins heiðingjar sem geta kynnst þeim. Þessir jarðandar eru góðgjarnir og hjálpa mönnunum oft. En frænd- ur þeirra, jötnarnir, eru verri. Þeir koma skyndilega út úr sjávarhömr- um með tröllahlátri og hæðnisóp- um, og ráðast á menn, sem eru ein- ir á ferð. Stundum birtast þeir úti á sjó á hálfum húðkeip. Jötuninn á hálfa húðkeipnum heitir Sarqis- erasak, og hann á kerlingu, sem er hálfu verri en hann sjálfur. Hún á heima uppi í fjöllunum og hefir langar járnklær bæði á höndum og fótum, og eru þær svo hvassar og harðar að henni er leikur einn að grafa sig inn í harðasta granít. Klementína þagnar, því að nú þykist hún hafa lagt fram sinn skerf til að aia á óhugnanleikanum. En Appollónía, sem er yngri og hefir því beðið, tekur nú til máls og segir frá dulmögnunum upp til fjalla. Uppi á fjallatindunum eru nakt- ir dvergar, sem heita Makakajuti. Þeir njósna stöðugt um veiðimenn- ina. Og þegar veiðimaðurinn hefir náð í bráð koma þeir æðandi og ræna henni frá honum. Og svo er Aqajarorsiorpua, lif- andi steintröll, sem stundum kem- ur til mannabyggða, og allir deya úr hræðslu sem sjá það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.