Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 34
694 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vitlausir. Helzta persónan í As- gárdsreien er Guro Rysserova (þ. e. Guðrún með merartaglið) og í sumum héruðum Noregs er maður hennar Sigurd Snarensvend með í förinni. Þetta eru auðsjáanlega þau Guðrún Gjúkadóttir og maður hennar Sigurður Fáfnisbani eða Sigurður sveinn. í förinni eru ýmsir dauðir menn, er voru illa ræmdir í lífinu, svo sem maura- púkar og konur, sem hafa borið út börn sín, ennfremur börn sem hafa dáið óskírð. Guro Rysserova má ekki heyra nafn sitt nefnt. Það er því helzta ráðið til þess að forð- ast jólalýðinn, að kalla til henn- ar: „Gjem rova di“ eða „Guro Gunnarsdatter, styt pá rumpa di“, því að þá hverfur hún á auga- bragði og allur jólalýðurinn með henni. Hér um bil sams konar trú er í Danmörk urn „Den vilde Jagt“. Á Þýzkalandi er sams konar jólalýður, er nefnist Wuotesheer eða Wuotansheer, það er Wuotan eða Óðinn og föruneyti hans. Sums staðar er þetta nefnt der Schimm- elreiter (þ. e. sá sem ríður gráa hestinum, smb. sýnina í Njálu, „Eg ríð hesti hélugbarða“); það er enn nafn á Óðni. í flokki þessum eru alls konar óvættir; þar er meðal annars göltur og hafur; það er gölt- ur Freys og hafur Þórs; þar er og hin nafnkunna „Frau Holle“ eða „Holda“. í þýzku þjóðtrúnni sam svarar hún helzt Freyu hjá oss; hún er og stundum nefnd kona Wuotans, en þar mun Freyu og Frigg vera blandað saman, eins og svo oft kemur fyrir í þjóðtrúnni, af því gyðjur þessar eru svo líkar að eðli. Sums staðar í Þýzkalandi er sá gestur alkunnur litlu fyrir jólin, er Ruhprecht heitir; hann spyr hvort börnin hafi verið þæg og góð, gefur hann þeim epli og ýmislegt sælgæti. Það má sjá af ýmsu, að Ruhprecht er sama sem Óðinn, þó hann sé orðinn mjög breyttur og torkennilegur, enda bendir nafnið Ruhprecht eða Hruodperacht (hinn hróðurfagri) á það að hann hefir einhvern tíma verið í meiri veg en nú. Þannig eru hinir heiðnu guðir ennþá nálægir um jólin í þjóð- trúnni, þótt tíminn og allt sem honum fylgir, hafi berytt þeim allavega, og kastað svo þykkri blæu yfir þá, að vér eigum oft erfitt með að sjá í gegnum hana. Það má telja víst, að hugmyndin um jóla- sveinana hér á landi og ýmsar aðr- ar vættir, sem sérstaklega eru á ferðinni um jólin, sé af sömu rót- um runnin og hinar útlendu hug- myndir um Asgárdsreien, Wuotans- heer o. s. frv. — Eins og guðirnir voru mönnunum nálægir um jól- in, stigu niður frá sínum himnesku bústöðum og vitjuðu blótanna, eins koma jólasveinarnir um jólin of- an af fjöllunum niður til byggða og gista á bæunum. Eins og nöfn ýmissa jólasveinanna benda á, vilja þeir fá nokkra hlutdeild í jólaveizl- unni. Ketkrókur vill fá ket; Potta- sleikir vill að minnsta kosti fá að sleikja innan pottinn; Kertasníkir vill fá kerti o. s. frv. Þetta eru að líkindum leifar af hinum fornu blótveizlum, er guðunum voru gerðar. Eins og Asgárdsreien, Den vilde Jagt og Wuotansheer, sem auðsjáanlega eru ekki annað en hinir fornu Æsir og föruneyti þeirra, heldur veizlur og dansa á bæunum, eins heldur huldufólkið hér veizlur og dansar á jólar.óttina, og bendir það að líkindum enn fremur á jólablótin. Það var siður hér á landi í fyrri daga, að þegar tíðum var lokið á jólanóttina, fór fólkið að dansa í kirkjunni með miklum glaumi og gleði. Voru þessu oft samfara drykkjur og veizlur miklar og var það þá nefnt „Jólagleði". Þessi „gleði“ var miklu líkari hiimi heiðnu jólagleði en þeirri jóla- gleði, sem á rót sína að rekja til kristindómsins, enda kölluðu guð- hræddir menn þetta og þessu líkt athæfi „heiðna gleði“ smb. versið í borðsálminum í Grallaranum: Meðan mettuðu sig minntust þeir sízt á þig, gerðu sér heiðna gleði, grimm féll á þá reiði. Við jólablótin leituðu menn frétta við guðina, um forlög sín, um veðráttu og hitt og þetta. Með ýmis konar formálum og athöfn- um reyndu menn að komast í sam- band við guðina meðan þeir voru sésrtaklega nálægir, og fá að vita óorðna hluti. Margs konar menjar um þetta hafa haldizt í þjóðtrúnni; þannig má t. d*. telja víst, að úti- setur á krossgötum sé leifar af þessu. Útisetur á krossgötum eru tilraun að koma sér í samband við álfa og alls konar vættir, sem eru á ferðinni á jólanótt, eða nýárs- nótt, og fá að vita hjá þeim forlög sín og ýmsa óorðna hluti, og láta þær veita sér auð og allsnægtir. í fornum lögum eru þeir menn taldir dræpir, sem „fremja spáfar- ar ok útisetur“ og „fremja með því heiðni“. Það er kallað að fremja heiðni, af því að það hafa þótt vera leifar af heiðnum helgisiðum og heiðinni guðsdýrkun. Það lítur út fyrir, að útisetur hafi verið talsvert þekktar og jafnvel tíðkað- ar hér fram eftir öllu, að minnsta kosti er víða talað um þær. Allir þekkja sagnirnar um Jón Krukk. í Skíðarímu er t. d. talað um úti- setur: * Fundu þeir í fjörunni mann, frá eg hann ölmóð heita, útisetuna eflir hann og ætlar spádóms leita. Ýmsar fleiri menjar eru til af því að „fremja spáfarir“ á jóla- nóttina. Það er t. d. þýzk þjóðtiú,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.