Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 41
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 701 Kristín Ólafsdóttir frá Sumarliðabœ: Þœttir vesfan af FLESTUM sem ferðast um Borgar- fjörð þykir héraðið fagurt. Fjalla- sýn er þar hin fegursta. Sveitirnar grösugar og ræktun mikil, bygg- ingar hinar staðarlegustu og byggð- in búsældarleg. Nýlega heyrði ég ferðalanga deila um það hvort væri fegurra í dölum Borgarfjarðar eða vestur á Mýrum, sem svo er kall- að. Ekki mundi ég geta skorið úr því. Hitt er víst, að færri hafa séð fegurð vestur-Mýrasýslu en austur, af þeirri ástæðu að þjóðvegurinn hefur jafnan legið austar og ofar um sýsluna, norður um Holta- vörðuheiði og er sá vegur fjölfar- inn. Mýrarnar eru einkar fögur sveit í sumarskrúða, grasi vafðar, svo að tæplega sést þar steinvala. Ný- rækt er þar mikil og búin stór. Þegar' komið er vestur fyrir prestsetrið Borg, blasir við mýrar- fláki frá fjalli til fjöru. Svo fúinn var hann að nær hvergi hélt hesti og fengu vegfarendur þar á meðal Borgarprestar, að kenna á vegleys- inu þar á Mýrum, er þeir þurftu að ferðast um sóknir sínar, til messugjörða eða annarra embætt- isverka, en sóknirnar eru tvær: Álftártungu og Álftanessóknir. Nú eru vegir góðir þar vestra, sem annars staðar á landi hér. Vestan Borgar, niður í sjávartöngum, eru margir bæir, svo sem Rauðanes, Lambastaðir og Álftanes o. fl. Alit eru þetta kostajarðir og hafa jafn- an búið þar stórbændur og höfð- ingjar. Enn býr að Álftanesi bændahöfðinginn og valmennið Haraidur Bjarnason. Eg, sem þetta rita, kenndi börnum á heimili þeirra hjóna, frú Mörtu Níelsdóttur og Haraldar Bjarnasonar, um tíma, veturinn 1907. Enn man eg eftir er Haraidur bóndi borgaði mér 12 kr. fyrir mánaðarkennslu, en rétt kaup farkennara var þá 6 kr. fyrir mán- uðinn. Slíkt kaup fekk eg hvorki fyrr né síðar í minni farkennslu- tíð. Bjarni Þórðarson, faðir Har- aldar bónda, var nokkur ár í Rauðanesi, á heimili Helga J. Þór- arinssonar og konu hans, Jórunnar ljósmóður Jónsdóttur, sem voru mikil merkishjón og þar andaðist hann. Bjarni var sérstakt valmenni, skynsamur vel og hagmæltur nokk- uð, eru til vísur eftir hann, þar á meðal þessi: Digna hvarmar nú á ný, notin arma dvina, drúpa í barmi dauða ský, dyl þó harma mína. Hann var giftur Matthildi Ey- ólfsdóttur prests, Þorkelssonar að Borg. Þau skildu. Margt fólk var á heimilum á þessum árum, svo var og í Rauðanesi, er eg kom þangað. Þar bjó þá frú Jórunn ljós- móðir Jónsdóttir, en mann sinn hafði hún misst 1896, Helga J. Þór- arinsson, ágætan mann og mikinn bónda. Allar bújarðir með sjó fram þurfti að nytja til lands og sjávar, en það er oft erfitt, fólksfrekt og tafsamt, þegar sæta þarf sjávar- föllum. Oft lentu skipshafnir vest- an af Mýrum við túnið í Rauða- nesi, ýmist vegna sjávarfalla, eða þá að mennirnir ,lögðu upp“ og vildu hafa tal af heimamönnum. Það þótti jafnan tíðindum sæta, ef skip var lent við Hjallatangann Mýrum Kristin Olafsdóttir í Rauðanesi, og var þá uppi fótur og fit, hlupu þá heimamenn gjarn- an til strandar að fagna komu- mönnum, en aðrir létu nægja að standa á hlaði úti. Formaður á Mýramannabátnum var oftast Ásgeir bóndi Bjarnason að Knarrarnesi. Hann var hinn mesti sjógarpur og selaskytta fyrir Mýrum. Jórunn húsfreya tók vel á móti gestum, var kát og skemmtin. Kom þá fyrir að ferskeytlurnar flugu manna á milli, úti á hlaði og inni 1 húsinu, t. d. þessi: Báran skellur mjög til meins, margir hrellast vinir, hetjan fellur alveg eins, á brimvelli og hinir. Sigríður Ólafsdóttir, sem heita mátti að hefði vísu á hraðbergi fram á síðasta dag ævinnar (en hún varð 93 ára) svaraði Ásgeiri formanni, sem spurði um líðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.