Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Síða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Síða 42
702 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hennar, með tveimur vísum. Hún var þá orðin blind. Eg fæ kláran alfögnuð eftir fárið stinna, þerrar tár, og gefur guð, græðing sára minna. Og enn hélt hún áfram: Eg í sveima myrkri má, mædd og styn í hljóði, síðar mun mér ljósið ljá, líknarfaðirinn góði. Við sama tækifæri orti Jórunn húsfreya Jónsdóttir: Óðum styttist ævin mín, ástvinirnir farnir, hevrn og sjónin heldur dvín, haekka kvöldskuggarnir. Vor eftir vor komu Akurnesing- ar í beitifjöru að Rauðanesi og héldu þar til í nokkra daga meðan þeir voru að ná í beituna. Þá var nú stundum glatt á hjalla, ef land- lega var. Kom þá fyrir að séra Einar á Borg var á ferð um sóknir sínar en hann var maður alþýð- legur og tók alla tali, þegar því varð við komið. Eitt sinn spurðu beitifjörumenn hann hvernig hon- um geðjaðist að hákarl og brenni- víni. Presturinn svaraði samstundis: Þó það eðli þyki svíns, og þegna háfi lagt í val, ber ég tryggð til brennivíns, og blessa yfir skyrhákal. Þá brostu nú beitifjörumenn. Annars var séra Einar Friðgeirs- son óvenjulega fliótur að yrkja vísu og vísu, ef hann vildi það við hafa, giörði líka töluvert að því, einkum á síðari árum. Ræður hans voru oft, bæði stólræður og tæki- færisræður, meira og minna í ljóð- um, frábærlega vel fluttar og skemmtilegar að hlusta á. Þó töluvert hafi sést á prenti eft- Séra Einar Friðgeirsson ir séra Einar, t. d. í Óðni undir nafninu „Fnjóskur“, þá veit ég, að æði mikið af lausavísum hans er hvergi til nema í minnum einstakra manna, sem heyrðu hann fara með þær og vissu þá hvernig á þeim stóð.Það er bæði, að ég sem þetta rita, var mörg ár Kennari í sókn- um séra Einars Friðgeirssonar og hafði þar af leiðandi ýmislegt sam- an við hann að sælda, á því sviði, svo var hann sóknarprestur og heimilisvinur tengdaforeldra minna (sem ég svo kallaði) frá því að hann kom að Borg 1888 og til þess er þau voru bæði látin 1917. Oft var séra Einar beðinn að halda ræður við- ýms tækifæri á samkomum innan héraðs og utan og gjórði hann það á stundum og þótti jafnan vel segjast. Kom þá stundum skemmtilega fram hag- mælska hans, ljóða- og kvæðakunn- átta, sem eg held að hafi verið dæmafá, bæði eftir innlenda og út- lenda höfunda. Á íþróttamóti 1920 helt hann ræðu og þar inn í var fléttað þetta erindi: Á byggðir vorar bregður glans, og broshýr framtíð við oss skin, er kappgjörn æskan kemst til manns og kann að nota fræðin sín, svo hög og iðin hönd er lögð, á hvers kyns störf og vinnubrögð. Kveðið við steininn 1923: Steinninn kaldi er góður granni, hann gerir ekki skop að manni, ei hann blæsi oflofs lúður, ekki ber hann heldur slúður, En þegar lýkur lifsins töf, hann leggst, sem vörður yfir gröf. Maður spurði séra Einar: „Hvað er lífið?“ — Presturinn svaraði samstundis: Mér skilst lífið myndbreytingar frá miðstöð heimsins runnar, af minnstu verum myndast hringar, á marflöt tilverunnar. Um leið og séra Einar Friðgeirs- son sté af hesti sínum á hlaðinu að Rauðanesi veturinn 1918, sagði hann: t Vetrar kiljan nauða nöpur, nýstir heljar klóm, svo að skelfur skepnan döpur, skapa kvíðir dóm. Um stúlku, sem þótti vera dul: Þó hún reyni að þegja um allt, þá er hún skýr í svörum, augun tala einkum snjallt, þá orðin deyja á vörum. Sagt yfir kaffiborði við kirkju- gesti að Borg 1919: Kaldsætt var í kirkju I dag, kindarleg var hjörðin, illa sungið sálmalag, sízt var bænagjörðin. Eftir að hafa hlustað á fyrirlest- ur um hænsarækt og garðyrkju: Orðin falla ekki á glæ, allra síst hjá konum, /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.