Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Side 34

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Side 34
670 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Selma Lagerlöf: Húsið á bökkunum ÞRÍR drengir lágu í umsát við grjót- garð einn. Fyrir aftan þá var djúpur skurður, og þeir áttu fullt í fangi með að halda sér á mjórri skurðbrúninni innan um netlur og þyrna. Þeir voru með grasatínur og litla grasaspaða, en fágætu jurtirnar, auðkenndar með töl- um, voru óhultar fyrir þeim. í óklippt- um trjágarðinum fyrir innan grjót- vegginn var sú, sem þeir höfðu meiri áhuga á en öllum jurtum landareignar- innar. Það leið svo langur tími, áðui en nokkuð var að sjá, að þeir höfðu tóm til að senna um bezta felustaðinn. Þeir vildu allir liggja þar, sem stóri steinn- inn hafði fallið úr múrnum. Þeir gátu ekki komizt hjá, að þrusk og hávaði varð, er þeir rifust um þetta. Og þeg- ar lætin voru sem mest, kom hún, sem þeir biðu eftir, fram úr skógarþykkn- inu. Þetta var ung stúlka, ljósklædd, dökkhærð og hárið hrokkið við gagn- augun og á hnakkanum. Hún var fög- ur, eins og flestar stúlkur um tvítugt eru, ekki há vexti, en spengileg og mjög nýtízkuleg til fara. Þeir höfðu undir eins hljótt um sig, skriðu í felur á bak við garðinn, en teygðu upp höfuðin og gláptu Hún hafði komið auga á þá og hljóp fram að múmum, hún hleypti brúnum og steytti hnefana. Hún var bálvond af njósnum þeirra. Þeir flýðu, hentust fyrst niður í skurðinn, en tókst síð- an að smjúga inn í rúgakur hinum megin skurðarins. Hávöxnu, gulu rúg- stangirnar lukust um þá og huldu þá. Hún stóð uppi á múrnum og gaf því gætur, að kornstangirnar gengu í bylgjum, þar sem þeir flýðu. Þegar þeir virtust stanza, hrópaði hún: „Hypjið ykkur! Hypjið ykkur!“ — og kastaði örlitlum steinvölum á eftir þeim, líkt og hún truttaði á kjúklinga. Drengirnir þræddu gegnum rúgak- urinn og reikuðu síðan um hagana í átt til borgarinnar. Þeir höfðu beðið lægra hlut í þetta skipti, en ekki brást, að daginn eftir höfðu þeir enn ástríðu til þess að sjá ungfrúna og áreita hana. Hún var þeim hugstæðari og espaði þá meir upp en nokkur stúlka önnur f víðri veröld. Ung stúlka bjó Cim þær mundir á litlu sveitasetri í grennd við borgina. Það hafði árum saman verið í eyði. Stúlkan var geðugust, en jafnframt sérlunduðust allra jafnaldra sinna. Girtur trjágarðurinn umhverfis húsið reis eins og lítið, grænt vígi á miðj- um, sléttum bökkunum. Trén uxu í bendu og voru því laufvana og ber allt upp að trjákrónunum, en þær mynd- uðu fagurgræna, óslitna laufhvelfingu. Laufin lágu svo þétt hvert yfir öðru, að lævirkjar, sem svifu þar hátt yfir sáu ekki hót í gegnum laufhvelfinguna, sólargeislar gátu ekki brotizt gegnum hana og regndropar hrukku af henni. Og á allar hliðar múrsins steyptist of- gnótt grænku frá uppsprettu laufhvelf- ingarinnar. Hesliviðurinn myndaði meira að segja skærar, grænar lauf- flúðir og þroskaðar, ljósar hnetur hans voru sem hvítir löðurflekkir hér og þar, alveg niður á jafnsléttu. Vindur og sólskin fundu því hvergi smugu í trjá- benduna. Á jörðu niðri spratt ekki stingandi strá né jurtir, og raki og myglusveppir gerðu loftið svo þungt, að hvorki skordýr né fuglar undu þar. Bak við blómlegt líf yzta jaðarsins var allt svarti dauði og mygla. Ósjálfrátt hlutu fólki að fljúga í hug gamlar sögur um hersetna kastala, þar sem varnarliðið bjóst skartklæðum og lék sér á vígisgörðunum, er blöstu við fjandmönnunum, svo að þeir gætu ekki getið sér þess til, að heimili þeirra væri að tortímast af hungri og drep- sóttum. Á vanhirðuárunum hafði villiskógur síðan smám saman lagt undir sig trjá- garðinn. Það kom kyrkingur í stöngul- berjarunnana og vínviðinn, á þeim spruttu sárfá ber, sem náðu aldrei fullum þroska. Blómareitirnir urðu að flögum, en þrautseigu keisarakrónurn- ar tánuðust samt gegnum rakt loftið svo skelfilega hátt, að blómabikarar þeirra hreyktu sér upp í svalt loft og skuggalaust sölskin. Ung eplatré teygðu sig upp til þess að taka þátt í Selma Lagerlöf hinni ægilegu keppni um sólskinið, það reið á lífi þeirra, að slíkt tækizt, og smá aldinin bærðust í svimhárri hæð, sem eigi varð til náð. En kirsi- berjatrén vörðu sig fyrir áleitni ann- arlegs gróðurs með því að mynda lund út af fyrir sig. Þau uxu svo þétt, og lífsbaráttan var svo hörð, að ekki kom til mála að sóa orku í þann munuð að blómgast eða bera ávexti. Hvíta húsið stóð mitt í þessum ó- skapnaði. Villivínviður varpaði vaf- teinungum yfir það, og var sem græn flóðbylgja brotnaði á steinveggjunum og þeytti greinum og laufum æðis- lega upp eftir þeim. Þykk laufflækja slútti yfir gluggana, og vart var unnt að opna dyr á húsinu. Um hádag var birtan í herbergjunum ívið grænleit líkt og í sjó niðri. Enga útsýn gat úr húsinu nema í grænar laufbylgjurnar. Og sléttan mikla og sundið breiða breiddu því til einskis úr sér þar spöl- korn burtu, og til einskis lokaðist sjóndeildarhringurinn víðs fjarri — ekki af fjöllum, heldur af bláum þoku- slæðum, sem svifu hver við aðra og mynduðu þám, er byrgði frekari út- sýn. Stúlkan unga, sem sagði fyrir á staðnum hindraði ekki útbreiðslu hins freka villta gróðurs. Hún var of nær- gætin til þess að hrófla við honum, henni fannst hún ekki hafa rétt til að kæfa hann. Hún var kvenna tilhliðr- unarsömust og gæfust. Geitungahyski hafði hugkvæmzt að reisa sér bú í syefnhúsi hennar, þar sem gluggi var upp á gátt dag og nótt. Hún skipti þá «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.