Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 24
Það er erfitt
að vera gamaldags
Eftir Ásgelr Ingólfsson
að eru ekki margir, sem
þekkja Álalækinn, hvað þá, að þeir
telji hann til meiriháttar veiðifljóta.
Til er þó saga um dreng, sem varð
svo tíðgengið til lækjarins með
þriggja parta bambusstöng, að for-
eldrar hans, sem aldrei höf ðu rennt,
töldu, að ekki væri allt með feUdu
um drenginn.
Þarna sat hann, dag eftir dag,
klukkustundum saiman, í sól eða
rigningu, með stolna maðka frá
Stefáni Pálssyni, og öðrum góðum
veiðimönnum, og renndi fyrir fisika
af þeirri stærð, sem taka hug sex
ára drengs allan.
Það var góður lækur, Alalækurínn,
og ég held, aS Stefán muni ekki reiöast
við mig nú, tuttugu og eitthvað árum
síðar, þótt ég játi á mig hvarf ána-
maðksins góða, sem tæla átti laxinn
í Gljúfurá. ,
Já, það var góður lækur Álalækur-
inn, þótt kostir hans hafi sennilega
farið fram hjá öllum alvöruveiðimönn-
íun til þessa. Reyndar veit ég ekki um
aðra en umræddan dreng, er aldrei
nennti að sinna almennilegum sveita-
storfum, sem í lækinn renndu. I>ó hafði
hann ýmsa kosti til að bera, einkum
þó þann, að aldrei þurfti yfir hann að
vaða. Hann var svo smár, að við sjálft
lá að sitja mætti klofvega yfir helztu
veiðistöðunum.
Þær stundir, áður en ég forframað-
ist, og fór að veiða í Skarðslæknum,
átti ég aðeins einn veiðifélaga við Ála-
lækinn. Hann gerði sér stundum ferð-
ir um helgar upp í Borgarfjörð, þar
sem aðalstarf hans var að beita, hnýta
öngla og sjá um ýmis önnur nákvæmn-
isstörf, sem sex ára dreng fórust mis-
jafnlega vel úr höndum. Eitt tókst hon-
um þó betur en flestum öðrum, sem
slikum störfum hafa sinnt fyrir stráka.
Það var að segja sögur af fullorðinna
manna veiðum, án þess að særa van-
máttugan strákling. Þvert á móti fékk
veiðimaðurinn ungi það á tilfinninguna,
að hann væri að draga langtum stærri
fisk, helzt lax í stærra lagi, í fram-
tíðaránum.
Iretta var á stríðsárunum, þegar
langlífi barna þótti bezt borgið með því
að senda þau í sveit. Það var á þeim
tímum, þegar það var ekki óalgengt, að
strákar ur höfuðborginni lærðu að
þekkja urriða frá bleikju.
Asgeir G. Gunnlaugsson hét hann,
veiðifélaginn við Álalækinn, og var afi
minn. Engan mann held ég, að ég hafi
þekkt, sem hefur lagt sig eins fram við
það að opna snáða nýjan heim.
Ég man það, er ég fór í fyrsta skifti
með honum sjálfum að veiða, í alvöru,
að mér fánmst. Þó flield ég ekki, að hon-
um hafi sjálfum fundizt það neinar
veiðar, frekar talið <það nýjan kafla í
kennslubók imgs veiðimanns. Þá var
farið með stöng í Norðurá, í stóran
hyl, rétt við bæjardyrnar á Sólheima-
tungu. í það skifti var með í förinni
móðir mín, sennilega fyrst og fremst
til aðgæzlu. Hún hafði aldrei veitt, og
hefur aldrei veitt síðan. Einhvero veg-
inn gerðist það |þó, að hún fór að
draga fisk, vænni urriða en ég hafði
séð áður. Það vai*ð Mtið úr veiðd hjá
mér og afa þennan daginn, en kippan
var allvæn, sem komið var með heim
að Svignaskarði, rétt fyrir kvöldmat.
Móðir mín hefur aldrei viljað við-
urkenna síðan, að þessi atburður hafi
átt sér stað, nema einu sinni eða tvisv-
ar, é góðri stund, í einrúmi.
Hvort keppni kom til eða ekki, veit
ég ekki. Hins vegar var það um þessar
mundir, að faðir minn fékk að renna í
Gljúfurá eina kvöldstund. Hann hafði
aldrei rennt fyrir lax áður. í>á hafði
ána merkismaður einn, utan af landi,
og boðsgestir hans. Hann bar af öðrum
mönnum við að gá til veðurs. Hann
renndi aldrei í logni, sem lélegt er til
fluguveiða, þótt mig minni, að hann
hafi fengið flesta sína laxa á maðk í
straumkasti og við flúðir.
Það var á lygnu sumarkvöldi, að sá
góði maður bauð föður mínum að ganga
niður að á. Rjómalogn var. Faðir minn,
sem þá átti aðeins í eitt hús að venda
með veiðitæki, fékk lánað bambusprik-
ið góða, með koparhjóli af ódýrustu
gerð og viðeigandi línu.
HEYR MÍNA BÆN
Eftir Gísla Jónsson, fyrrverandj alþingismann
Himneski faðir, heyr mína bæn.
Hjálpaðu sál, sem í neyð
örvita rekur um ólgandi haf
og eygir ei rétta leið.
Sendu henni styrk til að stríða gegn
straumnum, sem afvega knýr.
Tendraðu vitann, sem vísar í höfn,
hvar vizka og kærleikur býr.
Himneski faðir, heyr mína bæn.
Huggaðu sál, sem af hryggð
deyfir sorgir við sef jandi skál,
svikin í ástum og tryggð.
Líknaðu henni svo fái hún frið
og finni gleðina á ný.
Veittu henni skjól, þegar vindurinn blæs,
sem valda hin ógnþrungnu ský.
Himneski faðir, heyr mína bæn.
Hlúðu að sál, sem í nekt
situr við kulda með kalin brjóst,
af kærustum vini blekkt.
Láttu ekki frostið f æra í kröm
fræin, sem kalla á vor.
Tendraðu í brjóstunum ástar eld,
sem af nemur misstígin spor.
Himneski faðir, heyr mína bæn.
Eg hrópa til þín í neyð.
Helmingur lífs míns er horfinn í mold,
hinn er á sömu leið.
Eg orka ekki lengur að víkja burt vá,
sem veika sál leitar á.
Vertu henni skjöldur, ljós og líkn,
- leystu hana voðanum frá.
Nóvemlber 1SG6.
Þegar hann kt>m heim, rúmum tveim-
ur stundum siðar, með lax, varð uppi
fótu'r og fit. Heldri manna Hardy-
stengur voru þegar dregnar fram, og*
menn hröðuðu sér niður túnfótinn. Mig
minnir, að þetta kvöld hafi legið sjö
laxar að auki. Sennilega hafa þó þeuy
sem þá laxa drógu, haft ótrú á tölunni
sjö, þvi að um leið og þeir gáíu séfl.
tíma til að óska föður mínum til ham?-
ingju með Jómfrúarlaxinn, hixtu þei*
hann af homun.
Jrað mun hafa verið sex árum
síðar, að ég dró minn Jómfrúariax, ea
honuim fékk ég a'ð halda. Afi minn va*
alinn upp við Elliðaárnar, með bræðrum
sínum og foður, við 'hlið brezkra veiði»
manna, sem færðu fluguveiðar heim tii
landsins. í þeirra hópi mun hafa veriíl
Crosfield, sem Pétur, afabróðir mini%
sagði mér, að hnýtt hefði samnefnda
flugu úr andarfjöðrum, sem hann fana
nokkru ofan við LanghyL
Arið, sem ég fékk fyrsta laxinn, rnun
hafa veríð þriðja árið, sem ég fékk aS
fara með afa og móðurbróður mínum
til veiða í EUiðaánum. Mitt hlutverla
var lengst af fólgið í því að horfa á,
varast fluguna í bakkastinu og bera
fenginn afla upp í bíL Hins vegar fékJa
ég nákvæma skilgreiningu á því, hvera
vegna lax tók ákveðna flugu í ákveðnu
veðri, þótt leitin að réttri flugu tæki
oft dágóða stund, að mér fannst.
Einna fyrst man ég eftir veiði í Fjár-
húshyl, sem nú stendur á þurru. Hann
var góður hylur, venjulega sá fyrsti,
sem komst í gagnið á efra svæðinu á
sumrin. Þar mátti stundum fá marga
laxa í beit. Eitt sinn man ég, að tólfi
laxar lágu fyrir hádegi, þar af einir
sjö úr þeim góða hyl.
Kisturnar voru góðir hyljir, þótt
gamli maðurinn hefði á þeim litla trú,
í Jogni, og vildi þá helzt ekki renna
þar. Þa'ð var í Coffin, sem þá var svo
nefndur, að ég setti í fyrsta laxinn.
Stöngin var mér ofviða, enda 13 feta
stengur vart við stráka hæfi. Þó held
ég, að mestu hafi um ráðið, að ég missti
Jaxinn, að ég kunni ekki að bregða viðt
Þennan sama dag endurtók þessi saga
sig tvúvegis, og ég held, að sjaldan hafi
sárt leiknara ungmenni gengið með Éuv.
um. Uppreisn mina fékk ég þó þanin
sama dag, undir kvöld, er 5 punda
hrygna hljóp á Thunder & Lightning ]
Efri-Móhyi, og var landað. Það var mik-
ili dagur. Síðan hef ég ekki, svo að mig
reki miniú til, dregið lax á flugu úr
þeim hyl, þótt mörgum hafi gefizt hann
ótrúlega vel, þegar allt annað hefur
brugðizt. Hann kann þó senn að verða
úr sögunni, en það er annað mál.
" að voru miklir dagar í minum
augum, þegar til stóð að fara í árnar.
Ég man það vel, hve amma mín var
snemma á fótum, þá daga, er veitt var
fyrripartinn. Það var einhver spenna i
loftinu, sem mér hefur alltaf síðaní
fundizt bregða fyrir, þegar veiðiferð er
framundan. Undanfarinn var venjulega
sá, að afi sat dágóða stund og athug-
aði fluguboxin, um leið og hann leit
til veðurs, og rifjaði upp, hvaða fluguí
48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
24. dosember 1960.