Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 2
fíamt hefur verið hér heil borg af graf- fcýsum manna og dýra, sem þó eru íleiri neðan jarðar en ofan. Skammt frá pýramidanum er graf- hellir hinna heilögu katta, en hann er múraður aftur, og þangað hefur enginn komið um langan tíma. En djúpt undir eyðimerkursandinum, í dimmri hellis- hvelfingu, eru enn ófúnar múmíur þeirra í tugatali. En þeir, sem leggja Etund á ættvísi katta, segja, að þessi helgu dýr séu forfeður kisu okkar, og sð henni renni heilágt blóð í æðum. F rá pýramídanum höldum við vestur í eyðimörkina. Úr norðri kemur elökkur reiðmaður þeysandi á hvítum úlfalda. Söðuláklæði, í sterkum rauðum og grænum litum, flaksast niður með ^síðum dýrsins, sem skeiðar svo hratt milli sandhólanna, að enginn hestur myndi ná því á hlaupum, enda eru fætur úlfaldans helmingi lengri. Keið- maðurinn er í ljósum kyrtli beltislaus- um, hefur á höfði hvítan túrban með rauðum kolli og ríður við einteyming. Það gera allir, sem ferðast á úlfalda og hafa tauminn vinstra megin. Höfuð- leðrið er aðeins múll, sem nær utan um hausinn og úr honum ól aftur fyrir hnakkann, en hvorki járnmél, kverk- ól né ennisól. Taumurinn er festur við múlinn undir miðri kverkinni. Pegar við nemum staðar, geng ég l veg fyrir reiðmanninn og fæ leyfi til að taka mynd af honum. Vei, þeim, sem hættir á slíkt í leyfisleysi í löndum spámannsins, því trúarbrögðin banna að gera myndir af mönnum og dýrum. En margir eru þannig gerðir, að þeir meta aurana meira en bannið og leyfa myndatökur, ef einhverjir skildingar eru í boði. m iiálægt þessum stað stóð í forn- öld skrautlegt musteri í eyðimörkinni. Það var grafhöll, sem ráðgjafinn Tí lét reisa sér og konu sinni, en hann var uppi um 2200 árum f. Kr. Sjálfur var hann af alþýðufólki kominn, en kona hans var af ætt faraós. Veggir ailir í húsinu voru skreyttir lágmynd- um, en þær voru með nokkuð öðrum hætti en venjulegt var. Oftast sýndu veggmyndir fornra grafhýsa hinn fram- Jiðna á tali við guði. Tí lét líka gera myndir af sér og konu sinni, ekki í hópi guða heldur með heimilismönn- um sínum og starfsfólki. Þar voru ekki sýndir atburðir úr öðru lífi heldur dag- legt líf á búgörðum ráðgjafans. Nú er þessi forna höll löngu horfin sf yfirborði jarðar. En hún var aldrei jofnuð við jörðu og hrundi ekki held- ur. Samlbyljir eyðimerkurinnar færðu "* hana í kaf smátt og smátt, unz engin verksummerki sáust eftir. En hun stendur enn á sínum stað niðri í jörð- inni, undir mjúkum öldulínum sand- hólanna. Fyrir 100 árum var hún graf- in upp, eða öllu heldur mokuð út, og iíkist nú manngerðum helli. Á þessum slóðum eru margar fornar grafir og sennilega miklu fleiri en nú sjást, þvi sandur hefur fokið fyrir inn- gangana og falið þær. sé nú opinn, hefur inngangur hans ef- laust verið vandlega falinn til forna af ótta við grafarræningja. Leghóll Tís er hlaðin úr ferhyrnd- um höggnum steinum. í húsagarðinum eru allir veggir þaktir lágmyndum, en þær eru nú mjög máðar og daufar, því iiér hefur sandurinn Ieikið lausum hala. Á veggnum til hægri handar, þegar inn er komið, eru villudyr, en þær eru algengar í egypzkum gröfum, gerðar til þess að blekkja ræningja og láta þá eyða kröftum sínum í að reyna að opna heilan múrvegginn. En á veggn- um beint á móti eru opnar dyr, sem hggja inn í mjóan og dimman gang. Merki sjást til þess, að í þessum dyr- um hefur verið hurð á hjörum. Þak er yfir ganginum úr ferhyrndum stein- eru einnig myndir af helgiathöfnum og fórnfæringum. Uxa er slátrað, og er hann höggvinn með öxi. Þá sjást einnig menn við fiskiveiðar með netj- um. Og víða standa þau Tí og kona hans og horfa á vinnubrögðin. A, iuk myndanna er lesmál á veggjunum með hinu heilaga mynda- letri, sem mönnum hefur tekizt að ráða til fulls, því að árið 1799 fannst hella við Nílarósa, nálægt Alexandríu, þar sem sami texti er á grísku og tvennskonar egypzku. Sú hella (Rós- ettusteinninn) er nú í British Muse- um. Það væri fróðlegt að dvelja lengi í þessum dauðraheimi og athuga mynd- dröngum, sem ná milli veggja. Hér eru lágmyndirnar á veggjunum vel varð- veittar. Þær hafa verið málaðar, og sumsstaðar heldur liturinn sér ennþá. M V ið göngum nokkurn spöl frá veginum að gröf Tís. Tröppur liggja þangað niður, og er þá komið að for- skála, en framan við hann eru tvær ferhyrndar steinsúlur. Á báðum er -"-inynd Tís og talin upp tignarheiti hans. Þá er gengið í gegnum dyr inn í víðan forgarð, sem er opinn upp úr. Tólf fer- byrndar súlur eru allt í kring, og senni- lega hefur verið þakbrún frá þeím yfír á veggina. Á miðju gólfi opnast þröng- ur og lágur gangur niður í klöppina, og liggja höggnar tröppur þangað niður. Þessi gangur liggur í nokkrum halla og endar í sjálfum grafarhellinum, sem er einfaldur og skrautlaus. Þótt gangurinn 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS_ , -ndirnar sýna daglegt líf Egypta til forna og vinnubrögð á búgörðum Tís. Hér sjást menn við alidýrarækt, kornyrkju, húsabyggingar o. fl. Víða má sjá eigandann sjálfan, og þekkist hann á því, að hann er sýndur nokkru stærri en aðrir menn. Einnig sést kona Tís, og á skrautlegum villudyrum, sem eru inni í ganginum, er stór mynd af henni. Mannamyndirnar eru nokkuð stílfærðar, svo sem venja var, en myndir af dýrum eru nær náttúrunni. í öllum bókum, þar sem myndir eru frá Egyptalandi hinu forna — landinu Kem — eru sýndar einhverjar af vegg- skreytingunum í gröf Tís, einkum vegna þeirra upplýsinga, sem þær gefa um menningarsögu og lifnaðarháttu þjóðar- innar, ekki aðeins höfðingja, en öllu fremur líf alþýðu. Þess vegna eru þær einstæðar í sinni röð. Inn af ganginum eru ýms herbergi, og innst er sjálf aðalkapellan, og er hún stærst. Myndirnar þar eru ágæt- lega varðveittar. Þar má sjá menn við skipasmíði og jarðyrkju, og eru öll verkfæri þeirra og áhöld greinilega sýnd, en þau eru mjög einföld og frum stæð. Þar sjást menn flytja þunga Hkneskju, þar sést nílhestaveiði og bar- dagi milli nilhests og krókódils. Þarna irnar nákvæmlega, en til þess er eng- inn tími. Við kveðjum hið sökkna musteri og höldum áfram göngunni lengra út í eyðimörkina. Eftir nokkrar mínútur komum við að víðu opi, sem liggur niður í jörðina, og sést þar ekki annað en myrkur. Breiðar tröpp- ur liggja þangað niður, höggnar í fast berg. Þær eru ekki brattar, en mjög slitnar, og í þeim eru skaflar af sandi, eins og þar sem lausamjöll hefur fokið saman. Víða eru tröppurnar alveg á kafi og sjást ekki, en sandurinn er skreipur, og gæta verður nokkúrrar varúðar til að stingast ekki á haustinn. Þegar komið er niður í myrkrið, tendrar leiðsögumaðurinn ljós og gengur á undan hópnum með ljósið í hendinni. Það er því engin aðstaða til að staldra við og skoða umhverfið. Ilér er breiður gangur, hvelfdur, hogg- inn í berg. Von bráðar komum við í annan gang víðari, sem liggur þvert á stefnu hins fyrra. Og áfram er hald- ið. Hér eru kapellur eða hellishvelf- ingar til beggja hliða, og er gólfið þar nokkru lægra en í ganginum, og er hátt þrep niður. Hér er allt skrautlaust og óbrotið, hrjúfur kalksteinn í lofti, veggj um og gólfi. í hverri kapellu er stein- kista, geysistór, einkum óvenjulega há, og burstmyndað lok yfir, einnig úr steini. í þessum kistum voru jarðsett hin heilögu naut, apisarnir, sem nutu mikils átrúnaðar, því þeir voru ímynd Pta, hófuðsguðs Memfisborgar. (Talið er, að nafnið Egyptaland sé dregið af Hakapta — staðurinn þar sem Pta er dýrkaður — þ. e. Memfis). Nautin skyldu vera svört með hvíta stjörnu í enni, hvítan hálfmána á hupp, en undir tungunni þrimil, er líktist tor- dýfii. Það getur ekki verið tilviljun ein, að alltaf skyldi finnast nýr apis von bráðar, er einn féll frá, heldur hlj^a táknin að hafa verið arfgeng einkenni innan vissrar ættar. En þegar apis- kálfur fæddist, var hátíð haldin um iand allt. Þessar nautagrafir voru gjörsam- lega týndar, en gríski landfræðingur- inn Strabon, sem var uppi um Krists faeðingu, lýsir staðnum svo nákvæm- lega, að eftir frásögn hans fundust þær aftur árið 1851. En þá voru allar nautamúmíurnar horfnar, en nokkuð aí skartgripum var enn í tveimur kistum. í 24 kapellum eru kisturnar enn við lýði, en nokkrar kapellur eru tóm- ar. Kisturnar eru sumar úr graníti frá Assúan, aðrar úr kalksteini. Þær eru aliar svipaðar að stærð, fjögra metra langar, en hæðin er miklu meiri en breiddin. Svo lítur út, sem nautin hafi verið látin standa upprétt í kistun- um. Hver kista vegur um 60 tonn. Það er óskiljanlegt, hvernig granítkisturn- ar hafa verið fluttar eftir þessum löngu göngum, en þær se»a eru úr kalk- steihi hafa sennilega verið höggnar úr berginu, þar sem þær standa nú. Leiðsógumaðurinn gengur á undan með ijósið, en það er ekki nærri nógu bjart til að lýsa fyllilega upp þessar víðu hellishvelfingar. Og áfram er hald- ið, alltaf beint, gangurinn er sumsstað- ar nokkru víðari, svo að hann minnir á sal, en þrengist aftur. Allsstaðar eru kapellur til hliðanna, flestar með stein- kistum. En þar sem gólf þeirra er lægra en í ganginum, er þar miklu hærra til lofts. Ýmsir aðrir gangar liggja inn í bergið, en sumir hafa verið múraðir aftur vegna hættu á niðurhruni. Hér er miklu víðara til veggja en I katakombunum hjá Róm, þótt nokkur svipur sé með hvorum tveggja, og þessar grafir eru miklu eldri. í fornöld stóð musleri yfir inngangi apisgrafanna, en nú sjást engar leifar af því. Ofan jarðar sjást þess engin merki, að þetta víðlenda dauðraríki sé undir nema holan ein, sem gengið er niður um. Sandurinn fýk- ur í hóla og öidur, þar eins og annars staðar, og hálffyllir tröppurnar. Mér fannst gangurinn aldrei taka enda, en vegna myrkurs sést hvorki fram né aftur. Samt komumst við í botn að lokum. Þar virðist veggurinn hafa hrunið niður, og var komið fyrir spýt- um til að varna því, að grjót og sandur bærist inn í ganginn. Ekki sást samt neitt op upp úr. — Þessi gangur er 400 metra langur, þráðbeinn, og hef ég hvergi séð svo langa vistarveru annars staðar. Þegar ég gekk um hinar dimmu nautagrafir, rifjaðist það upp fyrir mér, að ég hafði lesið nákvæma lýsingu á þessu áður í skáldsögunni The Ancient Allan eftir Rider Haggard. Það var komið að sólarlagi, þegar við sáum aftur dagsins ljós. Skammt frá grófunum er lítill veitingaskáli á sand- inum. Kring um hann er ekki sting- andi strá og enginn gróður svo langt, sem augað eygir. Við setjumst niður úti fyrir húsinu til að fá okkur evala« drykk. Ég valdi mér sæti í lágu múr- broti, og var þaðan víð útsýn. Sólin seig bak við bleika eyðimörkina, en í austri gnæfir Hjallapýramídinn rauður sem blóð í kvöldskininu. Hvergi sést til Nílardalsins, því dalbrúnin er nokkru hærri en eyðimörkin. Hvert sem litið er virðíst sandurinn vera ósnort- inn og upprunalegur eins og í árdaga, en undir heitu yfirborði leynast svalar hellishvelfingar, grafir og musteri og fleiri undur og stórmerki en á flestum öðrum stöðum á yfirborði jarðar. 24. desemlber 1966.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.