Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 30
allt með myndarbrag, og uim snyrti- tnennsku þarf ekki að tala. Alltaf eiga þær systurnar, hjúkrunarkonurnar, of- urlitla vingjarnlega setninigu, eða mjúk- lega handarhreyfingu til handa sjúkling- unum, sem við lítum inn til. Eldri maður er í hálfgerðu svefnmóki og Ernelia hjúkrunarkona lyftir höfði hans og læt- ur nokkra vatnsdropa drjúpa á varir honum. Þannig gengur, við förum frá einni vistarverunni til annarrar. Allt er með svipuðum hætti þó að þjáningarnar séu mismunandi, sem herja þetta fólk. Eitt starf er það enn, sem nunnurnar í Stykkishólmi vinna, en það er skóla- rekstur. Smáibörn fá hjá þeim skólavist áður en þau fara í hinn opinbera skóla. Fimm ára börn læra fyrst og fremst að leika sér, en þegar þau eru orðin sex ára fara þau að læra að lesa. Mér fannst kerfi það, sem notað er við lestrarnámið, einkar skemmtilegt, myndir og stafir, sett saman á svipaðan hátt og er í gamla stafrófskverinu mínu, og það er gefið út árið 1018. Og skólinn ef ekki einasta fyrir ung- börn, heldur halda þær systur uppi kvöldnámskeiðum fyrir eldri krakka, þar sem þeim gefst tækifæri til náms í föndri. Stúlkurnar læra einnig að sauma og um heigar fá strákarnir að smíða. Þannig eru börnin í Stykkishólmi í tengslum við klaustrið allt að sex ár- um, eftir því hve áhuginn fyrir föndrinu og handavinnunni er mikill. Auk þessa er svo sumaröValarheimili fyrir börn í klaustrinu. Nunnurnar hafa 40 börn frá 5—12 ára aldurs í tveimur hópum, hinn fyrri í 5 vikur, en hinn síðari í 7 vikur, en dvalartiminn er frá júníbyrjun til ágústloka. Þannig er starf þessara erlendu kvenna til hjálpar og styrktar jaftií ungum sem gömlum, sjúkum sem heil- brigðum. Við heyrðum þess sérstaklega getið að börn, sem kæmu frá klaustur- skólanum, væru til fyrirmyndar, hvar sem þau settust á skólabekk. i\ þessari dagsstund fannst mér 6peglast saga þessa klausturs og lifsins þar. Klaustrið og sjúkrahúsið er byggt árið 1935 svo og kapellan. Auðséð af öllu að þar hefur mjög myndarlega verið af stað farið. Enn í dag er verið að byggja við þetta klaustur og smátt og smátt er ætlunin að færa út kvíarnar. Núna er verið að byggja nýtt líkhús og gamla Höfnin í Stykkishólmi. líkhúsið, sem fyrir var, verður tekið og því bætt við prentsmiðjuna. Jé, ég sagði prentsmiðjuna. Svo merkilegt er það, að í klaustri þessu er rekin einhver smekklegasta prentsmiðja hér á landi, þó ekki sé hún mjög stór. Það vekur alveg sérstaka gleði mína að koma inn i þessa stofnun, ekki hvað sízt þar sem lifibrauð mitt er mjög tengt prentsvertu. Umgengni um þessa prent- smiðju er með fádæmum snyrtileg og skemmtileg. Þarna starfa tvær systur; það eru þær Hippolytus og Helena. Óðrum starfskrÖftum hefur prentsmiðj- an ekki á að skipa. Breytt er yfir hverja einustu vél, þegar hún er ekki í notkun, og allt er svo þrifalegt að með fádæmum er. É, I g hef aldrei séð það í prentsmiðju fyrr að allir gluggar væru skreyttir blómum. Ef ég mætti gerast svo frekur sð bera fram eina einustu tillögu í sam- bandi við prentlistarnám hér á íslandi þá mundi hún vera sú, að hverjum prentnema ætti að vera skylt að koma í þessa prentsmiðju og virða þar allt fyrir sér og helzt nema þar í nokkra daga, þó ekki væri annað en snyrti- mennsku, áður en hann íær lokið sínu prentlistarprófi. Ef ig fór að blaða í einni þeirra boka, sem prentsmiðjan hefur látið frá sér fara, eða þær systurnar tvær. Hún er eins og annað einkar snyrtilega og skemmtilega frá gengin. Bókin ber nafn- ið Morgunstjarnan og er þýdd af Torfa Ólafssyni, prentuð af St. Franciskus- systrum í Stykkishólmi oig útgefandi er Jóhannes Gunnarsson bistoup, Landakoti, Reykjavik, útgáfutíminn er árið 1962. í upphafi bókarinnar segir: „Einu sinni voru stjörnubörnin í garð- inum, sem kallaður er himinn, að leika sér saman í bráðskemmtilegum stjörnu- leik. >ar í honum var ein ofurlítil stjarna, sem var miklu fljótari að hlaupa en hinar sjörnurnar systur hennar. Hún vann alltaf þegar þær fóru í kapphlaup og þess vegna var hún kölluð Stjörnu- hrap". Síðan segir í þessari skemmtilegu bók frá ofurlitlum engli, sem fór með gjafir fyrir jólin til barna í þorpi. Hann fór af stað í fylgd Jesúbarnsins og mikils herskara af englum, sem voru að fara til jarðarinnar í sömu erinda- gjörðum. Og honum var úthlutað ofur- litlu þorpi, til að flytja þangað gjafir. Þegar engillinn er að fara þaðan þá vill hvorki betur né verr til en svo, að hann er búinn með allar jólagjafirnar en á þá eftir lítið hús, þar sem fátækur drengur bjó og hafði hvorki yl né eld að orna sér við. Englinum verður því ekki annað fyrir en að hann svífur upp á festingu himinsins og tekur þar eina stjörnu og setur hana á hlóðirnar hjá litla drengnum og þar með hafði hann •yl-og Wý-ju um jóli-n. -En ekki :gat sköp- unarverk allieimsins verið þannig úr garði gert, að eina stjörnu vantaði, svo að María mey gaf litla englinum aðra stjörnu, sem hann setti á festinguna í st.að hinnar, sem hann hafði tekið. Sú stjarna logar óvenju skært og ber nafnið Morgunstjarnán, en stjarnan, sem engill- inn fór með og gaf litla dréngnum og móður hahs fátæku, það er stjarhan Stjörnuhrap. Og í enda bókarinnar seg- ir: Hér lauk Stjörnuhrap máli sínu. „Mikið þótti mér gaman 'að þessari sögu," sagði Magga. „En þú gleymdir einu. Hvað varð um stjörnuna, sem litli drengurinn fékk?". „Hún var kyrr hjá honum, til þess að lýsa honum og ylja og hita handa honum súpuna, þangað til .hann stækk- aði og gat fárið að vinna fyrir sér og mömmu sinni". „Og hvað svo?" „Svo steig hún upp á himin aftur eitt jólakvöldið. En þar sem önnur stjarna var þá komin í hennar stað fór hún að þjóta úr einum stað í annan og hélt því áfram svo fólk fór að kalla hana Stjörnuhrap og þessi stjarna er ég", sagði hún og hneigði sig kurteislega. "etta var ein af þeim skemmtilegu handarverkum, sem Franciskussyst- urnar vinna þar vestur í Stykkishólmi. Bókin er mjög falleg, vel prentuð og prýdd fjölda mynda, jafnvel litmynda, sem ekki síður segja, sögu engilsins og allt það sem bókin fjallar um. Við eign- umst ofurlitla bænabók, sem ætluð er smábörnurn. Þar segir í fyrstu bæninni: „Kæri litli Jesú. Ég veit að þú ert GuS minn. Veittu mér gjafir þínar og ég gef þér hjarta mitt." Við spurðum systur Henriettu, hvort þetta líf nunnanna væri ekki erfitt og leiðigjarnt á köflum er þær taka á sig skyldur þeirra reglna, sem þær þjóna, og það lífsstarf, sem þær hafa valið sér. Nei, sagði hún. — Þetta er eins og þegar þið gangið í hjónaband. Eitt er víst. Hvað sem hver heldur og hvað sem hver segir þá hef ég sjaldan eða aldrei séð jafn innilega glaðar og hamingjusamar manneskjur eins og ég hitti þarna fyrir. Mér fannst, að þær hefðu raunverulega farið eftir litlu bæn- inni. Gefið Jesú hjarta sitt. Ég átti að síðustu alllangt rabb vi3 Henriettu kennslukonu og hún sagði, að sjálf liti riún svo á, ao" starf þeirra systranna svo og allra kaþólskra manna hér á landi væri, eða ætti að vera, til þess að sameina allt trúfólk, sem vildi helga sig Guði og vinna í anda Krists, sameina það allt í einu allsherjar trúar- legu átaki til heilla og blessunar fyrir alla. Hún sagði að það skipti ekki alltaí mestu máli, hvaða trúardeild hver og einn tilheyrði eða vildi vinna með. HitJ væri aðalatriðið, að unnið væri 1 anda Krists öllum til samhjálpar og blessun- ar. Ég vona, að þessari góðhiortuðu nunnu vestur í Stykkishóbni megi verða að ósk sinni ag ég vona að þetta megi verða jólaósk sem flestra í ár. Gleðileg jóL 1 vig. Hjúkrunarkonan leikur sér við börnin. 54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 24. desemlbex 1Ö6S.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.