Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 9
mann okkar, Leo Gobulev, sesm var með cikkur alla ferðina. En við nánari eftirgrennslan virðist mér sem að baki þessum orðum geti legið þó nokkur einlægni. Þess ber að gæta, að frá fornu fari hafa Armenar orðið fyrir árásum og orðið að lúta yfirráðum þjóða, er gerðu allt, sem þær gátu til þess að þurrka út þjóðlegt, trú- arlegt og menningarlegt sjálfstæði þeirra. Að þessu leyti hafa yfirráð Rússa .verið Armenum hvað þjáningaminnst. 12 #^^ ússar sottu suður til Kákasus í byrjun 19. aldar og náðu frá Persum Georgiu, norðurhluta Azer- bajan og Karabakh árið 1813 og tölu- verðum hluta Armeniu árið 1828. Yfir- ráð Rússa höfðu í för með sér, að Ar- menar komust í snertingu við vestræn- ar frelsishugmyndir og vestrænar og lússneskar bókmenntir. í>að varð upp- haf einskonar endurreisnartímabils í Myndskreytuur í handriti frá 12. öld •— litmynd. menningarlífi Armeniu. Upp risu at- kvæðamiklir rithöfundar, sem tóku að ýta við þjóðinni og efla þjóðernisvit- vmd hennar. Jafnframt urðu framfarir á ýmsum sviðum þjóðlífsins og leið ekki á löngu áður en lífsskilyrði Armena undir stjórn Rússa voru orðin til muna betri en í þeim hluta Armeniu, er laut ennþá Tyrkjum. Engu að síður varð hin nýja þjóð- ernisvakning til þess, að Armenar gerð- ust æ háværari í kröfum sínum um sjálfstæði og undu lítt yfirráðum stór- þjóðanna. Árið 1887 var sitof naður í Arm- eniu sosíalistaflokkur, Hénehak og þremur árum síðar flokkur þjóðernis- einna, Dashnakitzutiun — og eftir því sem fylgi og starfsemi flokkanna jókst •— bæði í rússnesku og tyrknesku Ar- meniu — urðu yfirboðararnir óþolin- móðari og tóku harðara á landsbúum. Sérstaklega beittu Tyrkir þá mikilli börkiu og 1895 var farið að taka tyrk- neska Armena af lifi unnvörpum, til þess að berja niður sjálfstæðishreyf- inguna. Arið 1896 tóku 26 ungir þjóð- ernissinnar banka í höfuðborg lands- ins og var því svarað með fjöldaaftök- um armenskra manna, er þar bjuggu. í>annig hélt áfram næstu árin, en út yfir tók í upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrrL Þá voru Tyrkir að nokkru leyti farnir að líta Armena svipuðum aug- um og nazistar síðar litu Gyðinga — eem hættulegt erlent afl í þjóðfélaginu, er græfi undan öryggi þess og legði óvinum þess lið. Ákváðu Tyrkir loka að flytja burt alla Armena, um 1.750.000 manns, til Sýrlands og Mesopotamiu. I>essari ákvörðun var fylgt eftir af villi- mannlegri hörku og með miklu blóð- baðL Er talið, að um 600.000 Armenar hafi verið drepnir og annar eins fjöldi hrakinn frá ættjörð sinni. Um þriðj- \ Gamlir húsíhjallar í miðborg Erevan ungur Armenanna komst hjá nauðung- arflutningunum en mikill hluti þeirra flúði til ýmissa ríkja, m. a. margir til russneskiu Anmeniu, — og bjönguðu með sér margskonar dýrgripum, handritum og öðrum armenskum menningarverð- mætum. í Rússlandi hafði raunar einnig verið hert verulega að Armenum, en ekki í neinni likingu við það sem gerðist í Tyrklandi. Töluvert (hafði verið þjarmað að kirkjunni og eignir hennar að veru- legu leyti gerðar upptækar árið 1903. Árið 1916 hertóku Rússar tyrknesku Armeniu, en ári síðar, í september 1917, niynduðu Georgia Armenia og Azer- bajan með sér samband lýðvelda undir nafninu Transkákasia og lýstu yfir sjálf stæði sínu. í maí næsta ár leystist sam- band þetta upp vegna væringa með þeim þjóðunum en lýðveldin töldu sig áfram sjálfstæð. Eftir að Vesturveldin náðu Svarta- hafi og tóku að hafa afskipti af málum þessara ríkja, sem urðu raunar lítið annað en orðin tóm, viðurkenndu þau siálfstæði lýðveldanna, en nokkrum roánuðuim siðar náðu Rauði herinn og kommúnistar þeim á sitt vald. Rússar gerðu friðarsamninga við Tyrki og Ar- meníu var enn á ný skipt. í hlut Tyrkja féll verulegur hluti landsvæða gömlu Armeniu — en þá voru aðeins fáir Ar- menar búsettir þar. I Armeniu var sett á laggirnar stjórn, skipuð kommúnistum og þjóðernissinn- um. En fljótlega geröist það sama þar og víðast annarsstaðar, þar sem þjóðern- issinnar hafa tekið upp stjórnarsamstarf við kommúnista, að þeim var rutt úr vegi hið skjótasta og kommúnistar urðu eftir það einráðir um stjórn landsins. í marz 1922 var samlband Armeniu, Georghi og Azenbajan endurnýjað og Transkákasíulýðveldið varð hluti af So- vétrikjunum. Ljóst er, a'ð hefðu Armenar siátóir jnátt ráða, væru þeir nú sjálfstaett lýð- veldi. Þeir hafa aldrei lotið öðruim þjóð- iun nema nauðugir. — Á hinn bóginn er ljóst — og iþess gera Araienar sér fulla grein, að litil von er ti4 þess að ósk þeirra um sjálfistæði verði uppfyllt Þeir hafa alltaf verið Ibitbein annarra þjóða og yrðu eflaust alltaf sem sjálf- Stætt idki. Eins og málum var komið á fyrstu áratugum þessarar aldar, áttu þeir ekki um nema tvo kosti að velja. Tyrki eða Rússa — og þar voru Rússar tviimæla- laust skárri koaturinn. Annað mál er, að Armenar mættu bafa sig alla við, til þess a'ð haldia efna- legu sjólfstæði. Landið er fremur fá- tækt og entitt, aðeins um 16% af land- svæðinu er ræktarland og til þess að fullnýta það þarf að beita nútima áveitu tækni og rúflegum áburðL Kvikijárrækt fullnægir þörfum landslbúa, en varla aneira. Nokkuð er um ávaxta og baðm- uilarrækt — og þar fer niú vaxandi ýmiss konar léttur iðnaður. Náttúnuauð- lindir eru þar hinis vegar litlar, utan vatnsföll, sem virkjuð eru til rafmagns- notkunar. meiri, ef stjórnarfari Sovétrfkjannay exns og það hefur verið til þessa a.m.fc, fylgdi ekki hin ðmurlega tilhneiging t& 6amræmingar allra hluta og einbæfingair og kúgunar i andlegu lifi og menning«t >ar er lítið svigrúm sjáliflstæðuim and« og einstalkling'shyggiu. En þeir, sein búið hafa við konuniúniska stjórn og lifað þæip breytingar, seia í Sovétríkjuniujn haía orðið á siðasta áratug eru fuilir bjart- 6ýnL Þeir segja sem svo: „Eftir nokkum ár, e. i~ v. áratug, e. t. v. tvo áratuigát það skiptir ekki svo miklu máli wir þessiu —- verða árin 1920—'56 horfin f gleymsku eins og ljótux drauimiur. Nýjasr kynslóðir vaxa upp í síauknu frelsi —• og þær eiga sinn forna menningaranf að byggja á nýtt bkMnaskeið í ammenskrá menningu. Þegar við hugEuim til liðinna alda, getum við verið þakklátir fyrir að rússneskir kommúnistar skuli ekki hafa eyðilagt forngripi okkar, handrit, kirkj- ur og kirkjugripi. Þeir hafa þvert á móti búið vel að þessum verðmeeitum —i að sjáifri starfsemi kirkjunnar undaiv- skilinni, sem á auðvitað í vök að verj- ast. — Þessi fornu verðm<asti okkaar standa hér stöðugt sem ámhming tíl komandi kynslóða um að þœr eigi grunn, sem þess sé verður áð á honum sé byggt". _. ^fc ennilegt má því telja, að \L*>f Armenai' hafi af þvi nokk- urn beinan hag að tilheyra Sovétrikjiun- um. Að sjálfsögðu væri sá hagur enn Guðsþjónusta í katakombu í Róm á fyrstu öld kristninnar. 7A. deseimlber WG& -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.