Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 28
M ats var sjö ára gamall og hann hafði ákveðið að strjúka að heiman. Hann lá í rúminu og beið eftir því, að pabbi hans og mamma læstu og slekktu og færu að hátta. Við rúmið stóðu nýju skórnir hans og bezta skyrtan hans hékk nýstraujuð á stóL Næsta morgun átti hann að fara með pabba sínum inn í borgina og byrja í skólanum. Þau höfðu talað um þetta allt sumarið, og allt sumarið hafði Mats vitað að hann Vildi ekki fara í skól- ann. Þegar hann yrði stór ætlaði hann að verða landkönnuður og allt sem hann þurfti að ]æra var hægt að finna í skóginum. Húsið, sem Mats bjó í með foreldrum sínum, stóð í útjaðrinum á stórum skógi, sem teygði sig mílu eftir mílu með háum, dökkum trjám, grýttum hæðum og djúpum tjörnum. Inni í skóginum voru birnir og elgir og stórir lágfleygir fuglar, sem flugu upp úr runnunum. Þar voru maura- þúfur jafnháar og Mats sjálfur og lang- ir snákar, sem lágu og sóluðu sig í rjóðrunum. Átti hann nú að yfirgefa þetta allt til að sitja í þessum skóla? Nei, það gat hann ekki. N I ú var hljótt í húsinu. Mats fór fram úr. Hann klæddi sig í flýti og tók fram skeiðarhnífinn sinn, langa trefil- inn og ivær brauðsneiðar, sem hann hafði falið undir rúminu. Svo smeygði hann sér út um gluggann. Það var niðamyrkur. Fyrst gat hann ekkert séð, en þegar hann gekk yfir tröðina sá hann grilla í hlöðuna og á bak við hana vissi hann um ágætis stíg. Það var öðruvisi í skóginum að næturlagi. Trén stóðu há og þögul með svarta skugga undir greinunum og hann heyrði undarleg hljóð, skrjáf og klór og tist. Stígurinn beygði og hlykkjaðist á milli trjánna og tvisvar sinnum hafði hann nærri tapað honum, en hann gekk og gekk og á meðan hann gekk hugsaði hann um hvernig það væri að vera landkönnuður. Hann var byrjaður að finna til þreytu og kulda þegar hann kom auga á ljósglampa. Þetta var gult blaktandi ljós og Mats vissi strax að þetta var eldur og hann herti gönguna. En svo snarstanzaði hann og hjartað sló ótt og títt. Stígurinn var ekki lengri og þarna var rjóður og í rjóðrinu miðju brann eldur og það sat einhver við eldinn, einhver, sem var lítill og luralegur. Mats gat ekki séð hvað þetta var, — var þetta dýr eða var þetta annar drengur? En þá hreyfði hinn sig til að leggja meiri við á eldinn og Mats kom auga á uppmjó eyru með glampandi hringum og litlar hendur, sem líktust klóm. Veran við eldinn var klædd í refskinn og hafði skott. Og Mats vissi að hann stóð og horfði á reglu- legan álf. Hann hafði auðvitað heyrt talað um álfa, það voru til svo margar sögur um þá. Þeir bjuggu lengst inni í skóginum, stóð í sögunum, og þeir óttuðust enga lifandi veru, hvorki dýr eða menn. Ef maður villtist í skógin- um var maður á valdi þeirra og varS að hafa .hraðann á að snúa við fötum sínum, því að annars komst maður aldrei heim. En mjög fáir menn höfðu í raun og veru séð álfa, því að þeir 52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- földu sig á daginn af ótta við sólina og komu bara út á nóttunum. Mats hafði aJdrei trúað þessum sögum, en hér sat raunverulegur álfur fyrir framan hann. Og hann grét. „Ef hann er sorgmæddur getur hann verið hættulegur", hugsaði Mats og • gekk fram að eldinum. „Komdu sæll!" sagði hann. Álfurinn stökk upp. „Ó!" hröpaði hann, — og hann hafði dálítið ráma rödd — „Þú blýtur að vera drengur. Ég hélt ekki að drengir væru til í alvöru. Ert þú hættulegur?" „Nei", sagði Mats, „ég er bara þreyttur og mér er kalt. Má' ég ekki sitja við eldinn þinn dálitla stund? Þú gætir sagt mér hvers vegna þú ert að gráta. Ég get kannski hjálpað þér með einhverju móti." Álfurinn sagði að hann byggist ekki við því, en tiann settist samt niður og hér fer á eftir það sem álfurinn sagði Mats við eld- inn: „Ég hef týnt eftirlætispípu álfa- kóngsins. Þetta var engin venjuleg pípa get ég sagt þér, það var bara til ein af þessari gerð í öllum heiminum. Þú hefðir átt að sjá kónginn okkar, stóran, sterkan og feitan með skegg, sem nær niður á undirstöðusteinana undir hésæt- inu. Þarna sat hann allan daginn og reykti þessa stóru fínu pípu, snjall og hamingjusamur kóngur. Nú er hann fokvondur og allir eru ógæfusamir. Allir álfarnir skelltu auðvitað skuld- inni á mig og að lokum ráku þeir mig burt og sögðu mér að koma ekki aftur fyrr en ég hefði fundið pípuna. En ég finn hana aldrei. Aldrei framar fæ ég að sitja í stóra sal kóngsins þar sem eldur logar glatt undir pottunum. Aldrei framar fæ ég að ríða út á veiðar að næturlagi með bræðrum mínum. Ég er þess vegna ógæfusamasti álfur í heiminum". M Lits kenndi í brjósti um álfinn. „Heyrtíu", sagði hann, „afi minn smíð- aði pípur. Geta ekki álfar smíðað pípur?" „Jú", sagði álfurinn, „en ekki svona pípu. Það verður að gera hana á sérstakan hátt. Ég veit það, því að við eigum stóra gamla bók, sem þýð- ingarmiklir hlutir eru skrifaðir í og gömlu álfarnir sögðu, að þar væri hægt að lesa hvernig pípa kóngsins væri gerð. Ef maður kann að lesa, en það feunnum við ekki. Þeir gömlu segja að við höfum einu sinni kunnað það, en svo hljótum við að hafa gleymt því, enginn veit hvenær, því nú er ekki uppi neinn álfur, sem getur lesið bók- ina". .— Mats sat og þagði. Þeir sátu báðir og þögðu. Eldurinn snarkaði og uggla vældi í tré í grenndinni. .—. „Hlustaðu á mig, álfur!" sagði Mats að lokum. „Ég er að fara að læra að lesa. Það tekur dálítinn tíma, en svo get ég lesið hvað sem er. Þá skal ég lesa fyrir þig úr þessari bók svo að þú getir gert nýja pípu og farið heim aftur. En ég geri það bara rrieð einu skilyrði! Þú verður að leyfa mér að koma með þegar þú ríður út með bræðrum þínum og þú verður að leyfa mér að kynnast öllum leyndardómum skógarins". Þetta líkaði álfinum ekki vel, það var greini- legt, en hann varð að svara játandi, því að ekkert var þýðingarmeira en að fá að koma heim aftur. — Það var kaldara nú og þoka lagðist yfir rjóðrið. Him- inninn varð biartari og vindur þaut einhversstaðar í fjarska. „Ég kem hing- að að eldinum eftir tvo mánuði", sagði Mats. Þeir tókust í hendur og álfurinn endurtók:: „Eftir tvo mánuði við eld- inn". Á næsta andartaki var hann horf- inn. Mamma Mats fékk aldrei að vita hvers vegna sonur hennar geispaði alla leiðina til skólans næsta dag. Og kennslukonan hans fékk aldrei að vita hversvegna drengurinn úr húsinu i skógarjaðrinum lagði svona hart að sér við að læra að lesa. Já, hún gat varla fengið hann til að vinna að nokkru öðru. Pabtai hans og mamma hlógu og sögðu: „Manstu þegar þú vildir alls ekki byrja í skólanum? Og nú viltu ekki einu sinni fara út að leika þér í eftirmiðdaginn!" „Ég hef engan tíma", sagði Mats. „Hvað stendur hér?". Þegar kom að þeim tíma er trén skiptu um lit og urðu gulllituð og rauð gat Mats lesið allt í lestrarbókinni, en hann gat enn ekki lesið blöðin, „og bók álfsins hlaut að vera enn erfiðari", hugs- aði hann og svo hélt hann áfram. Dag- arnir voru dimmari nú og kaldir vind- ar blésu. Laufin féllu af trjánum og það komu brúrua- skrjáfandi mottur í skóginn. Mats lá oft í rúmi sínu á kvöld- in og velti því fyrir sér, hvað álfur- inn hefðist að þarna úti aleinn. „Gaman væri að vita hvað hann borðar", hugsaði hann. En annars, hann mundi nú fá að vita þetta allt þegar pípan væri smíðuð. Þegar hér var komið gat hann líka lesið dagblöðin og henn fann til ör- yggis og byrjaði að telja dagana. 0, 'g svo rann það upp kvöldið þegar tveir mánuðir voru liðnir. Nóttin var köld og björt og nýtt tungl var yfir skóginum. Mats fannst foreldrar sínir aldrei ætla að fara í rúmið, en það gerðu þau að lokum og hann gat heyrt eldhúsklukkuna slá ellefu þegar hann klifraði út um gluggann. Strax og hann hafði fundið stíginn byrjaði hann að hlaupa og hann stanzaði ekki fyrri en hann kom auga á eldinn. Nú sátu þar þrír álfar. Þegar þeir heyrðu til hans fóru tveir þeirra burt, en álfur- inn kunningi Mats varð eftir. „Hafðu engar áhyggjur af bræðrum mínum", sagði hann, „þeir eru bara dálítiS hræddir við drengi. — Geturðu gert þetta núna?" Mats leit á stóru bókina við fætur álfsins. „Já, það get ég,** svaraði hann og tók hana upp. Hún var þung og spjöldin voru úr tré. Það 24. desemibex 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.