Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 25
hann hafði áður tekið við slftar aS-
slæður.
Þeir kunnu að veiða á flugu, gömlu
mennirnir, og þeim lá venjulega minna
á, en títt er um veiðimenn nú. Þeir,
sem kynntust veiðiskap við hlið Eng-
lendinga, er höfðu árnar á leigu allt
sumarið, hljóta að hafa tekið aðra af-
stóðu en þeir, sem veiða eftir skeið-
klukku. í þá daga, eftir að Thomsens-
sevintýrinu lauk, og árnar voru farn-
ar að ná sér aftur, var sjaldan veitt
fyrir neðan foss, er lax var í göngu.
Þá var talið óskynsamlegt að stugga
við göngufiski, fyrsta spölinn í fersk-
vatni. Hins vegar munu Payne, Cros-
field og aðrir góðir menn hafa lagt það
í vana sinn að renna fyrir einn fisk
í fossinum, en sá var síðar heilsoðinn
til hádegisverðar. Oft liðu heilir dagar,
án þess að rennt væri á efra svæðinu,
eí logn var og sól. Betra var talið að
bíða, enda myndi hann þá taka þeim
mun faetur við réttar aðstæður.
Það eru ekki margir í dag, sem gefa
sér tíma til að reyna hverja fluguna
eftir aðra, og faíða í allt að stundar-
fjórðung á milli, unz rétt fluga finnst,
eem er oftar en margir trúa. Til þess
hafa menn ekki tíma í dag, þegar hver
zninúta verður metin til fjár. Þá var
lika laxinn meiri, enda rak ég í það
augun í gömlum skýrslum um daginn,
að afi og annar maður, sem skrifaðir
voru fyrir fimmtudagsveiðum í ánum
1927, að mig minnir, höfðu þá um sum-
aríð dregið tæpa 270 laxa, og voru þó
ekki hæstir. Þó hefur margur maðurinn
greinilega ekki tahð efra svæðið girni-
legt til vei'ði, fyrr en komið var fram
á sumar, þótt flestir telji nú, að lax
gangi seinna en áður. Þegar metveiðin
fékkst, var það snemma í júlí, og hún
féll í hlut þeirra, sem fyrstir renndu
fyrir ofan Nr. 1 (Neðri-Sporðhyl, á
nútímamáli), það sumarið.
Pétri, afabróður minum, fannst ætíð
IKtið til ánna koma, eftir að Árbæjar-
stíflan var gerð. Andúð sína hefur hann
sennilega ekki átt langt að sækja, því
að Gunnlaugur, faðir hans, sem var
bæjarfulltrúi, barðist mikið gegn raf-
stöðvargerðinni, og taldi, að hún myndi
ekki nægja, nema skamman tíma. Þá
hugsuðu menn fyrst og fremst um það
að fá rafmagnsljós, en gerðu sér litla
grein fyrir því, að tilkoma rafmótors-
ins myndi skjótt auka þörfina. Stöðina
yarð líka að stækka von bráðar.
O tíflugerðin táknaði þáttaskil.
Fyrrum hafði rányrkja Thomsens nær
ríðið ánum að fullu, en friðartímabil-
ið, meðan Englendingar veiddu, varð
þeim til bjargar. Þá var gífurleg laxa-
gengd í árnar, enda var það þá, sem
orð fór að fara af þeim á alþjóðavett-
vangi, og þær taldar beztu ár í heim-
inum.
Klakið bjargaði um síðir ánum frá
eyðileggingu. Hins vegar varð þá að
taka upp á flutningi laxins upp á efra
svæðið, sem var aðal paradís gömlu
mannanna. Þvi trúa fæstir, hve sterkar
minningar voru bundnar við ýmis æv>
intýri þeirra. Það var engu líkara ei»
Bérhver hylur, allt frá Nr. 1 og upp
eftir, væri sérstakur heimur. Eftir
breytinguna töldu margir, að efra svæð-
Ifó væri ekki aðeins svipur hjá sjón,
beldur væri það fyrir neðan virðingu
Hbeirra að renna fyrir lax, sem menn
hefðu farið höndum um, og oft bar
þess sárgrætileg merki. Þess er skemmst
að minnast, er kunningi minn einn fór
í fyrra með tilvonandi geimfara, banda-
rískan, til veiða inn að ám, og þeir
tirðu vitni að því, er lax, genginn af
vitinu, stökk á þurrt land, við fætur
beirra. Blaðarjósmyndari var við hend-
jna, og festi hann atburðinn á filmu.
Ég held þó að afi hefði haft gaman af
J>ví að rifja upp fyrri kynni sín við
lárnar, hefði hann verið á iifi í sumar.
BBftir rigningarnar miklu síðsumars,
iflutti mikiU lax sig upp á efra svæð-
10. Reyndar var vatn svo gott í ánum
i suraar, aS viðbrigði voru að, og msun
¦/?//í*«*t-'&£
það vera fyrsta sumarið um langt skeið,
er ekki hefur þurft að flytja lax upp
eftir. Liagfæxing á syðri hluta Ár-
bæjarlónsins, og opinn farvegur þar
um, hefur leyft óhindraða göngu sið-
ustu árin, þegar nægt vatn er.
TJndir lok veiðitímans í sumar kraum-
aði af laxi á efra svseðinu, og tók hann
oft býsna vel. Það er hins vegar því
miður ekki á hverju ári, að náttúran
bætir úr vatnsskorti þeim í ánum, sem
stafar fyrst og fremst af því, hve ó-
hemju vatnsfrekir Reykvíkingar eru,
Fróður verkfræðingur við Rafmagns-
veituna, sem ég þreyti stundum á tali
um árnar, sagði mér eitt sinn frá því,
að Reykvíkingar notuðu um 12 sinnum
meira vatn á dag á mann en talið hefði
verið normalt, er hann las sín fræði
suður í Kaupmannahöfn. Það er vart
að furða, þótt Gvendarbrunnar standi
ekki undir þessu öllu, og haldi heilum
ám rennandi að auki.
O umir vinir mínir telja mér það
tll lasts, og álíta jafnvel jaðra við
sjúkdóm, þegar ég tönnlast á því, að
saga Elliðaánna kunni senn að vera
á enda. Sennilega er ekki lengur nóg
að vera Reykvíkingur, svo að menn
kunni að meta þær. Menn þurfa að
öllum líkindum, einkum þeir yngri, að
hafa átt afa og frændur, sem voru á
suimrin í sveit við árnar.
Hins vegar hugga ég mig við það,
að á sumrin sjást við árnar menn, sem
bregður fyrir á gleðibrosi, sem þeir
spara við sig á vetrum. Á vorin koma
þeir akandi inn að ám á kvöldin, þeir
sem ekki gera sér þangað ferð á morgn-
ana, til þess að huga að laxinum, sem
byltir sér í ósnum. Þá er mikið um
það rætt, hvort hann gengur á þessu
flóði eða næsta. Á næstu árum dugir þó
sennilega ekki lengur að standa við
brúna til að horfa á ósinn á vorin, því
að mannshöndin hefur nú fengið útrás
fyrir framkvæmdasemi sina á þessum
slóðum.
Reyndar er það athyglisvert, hve Ula
veiðist nú síðari árin neðan við brú.
Ég minnist þess sérstaklega, af ástæð-
um, er vikið verður að, hve veiðin gat
verið góð á Breiðunni. Móðurbróðir
minn stóð þar eitt sinn í göngu, sem
hófst um hálfum öðrum tíma áður
halda skyldi heim, og setti þar í hvern
laxinn á fætur öðrum. Ég annaðist
maðkatilfærslu og iöndun. Einhvem
veginn vildi svo til, að girni með öngli,
sem skilið hafði verið eftir í gáleysi,
festist í buxnarassinum. Hálf var kalt.
Ég settist inn í bíl, meðan hann var
að draga sjöunda fiskinn, en þá fest-
ist girnisendinn milli hurðar og stafs,
og öngullinn rauk í fingur mér. Lax-
arnir urðu ekki fleiri, enda varð að
aka mér í skyndi á slysavarðstofu,
þar sem talsverð aðgerð fór fram. Það
henti mig reyndar líka í fyrra, að ég
varð að leggja frá mér stöng við árn-
ar, vegna þess, að öngull sat í mér. Þá
var um að ræða Mar Lodge nr. 8, sem
mér mistókst svo hrapallega að kasta,
að hún sat föst í augnalokinu á mér.
Það eru ekki margir Reykvíkingar,
sem vita það, að í Elliðaánum hafa
verið skráðir um 60 veiðistaðir. Þeir
eru færri nú, enda stendur nú hluti
farvegarins þurr á sumrum, í veiðihús-
inu við árnar gefur að líta kort, þar
sem allir gömlu staðirnir eru merktir.
Það var líka á þeim dögum, er vatn
yar um alla ána, að meftn veiddu 2<Jt
30, 40 jafnvel 63 laxa á dag. Þótt margt
sé breytt í dag, þá koma þó enn í ánum
stundir, sem vekja menn til umhugs-
unar um, hvort fráleitt sé að endur-
vekja gömlu, góðu dagana. Kunnur,
slyngur veiðimaður fékk í sumar tví-
vegis 16 laxa á hálfum degi, og í annað
skiftið nær alla frá Nr. 1 upp að Hóls-
streng, á svæ'ði, sem er varla meira en
km. á lengd. í bæði skiftin vantaði hana
aðeins 3 laxa upp á að ná heildarveið-
inni í einni af stóránum austan fjaLla.
mt að er erfitt að vera gamaldags,
einkum á yngri árum. Þó er það að
verða svo í dag, að það verður með
hverjum deginum erfiðara að fá jafn-
vel ágætisfólk til þess að viðurkenna,
að það kunni að vera einhvers virði
að halda í árnar. f mínum augum eru
þær ekki aðeins gaman, sem kemur
aftur, ár eftir ár, heldur nokkurs kon-
ar tengiliður við gamalt fólk og gott,
einfalt ef til vill og fastheldið, en þó
heiðarlegt, sem neitaði jafnvel að láta
leiða inn hjá sér rafmagn, vegna þess,
að það var tilkomið fyrir virkjan áa,
sem ekki mátti hreyfa.
Svo mikið vatn er fallið til sjávar
síðan, að jafnvel píþurnar, sem það
hefur runnið um, eru að gefast upp,
og leka því hvor í kapp við aðra.
Þannig hafa árnar, að þessu leyti, þótt
af þeim sé dregið, reynzt haldlbetri en
mannanna verk. Sennilega koma ekki
aðrar pípur í staðinn, og þá kann ým-
islegt að breytast til betra við Árbæjar-
stífluna. Ef til vill kemst þá Fjárhús-
hylurinn í gagnið aftur, undir suður-
glugga íbúanna á austurbakkanum. Þá
fer aftur að verða læsilegur kafU, sem
felldur var úr gömlu kennslubókinni
hans afa.
Sjálfur hef ég aldrei séð vesturána
renna, en í hana gekk mikill fiskur á
þeim tímum, er Reykvíkingar hópuð-
ust inn að ám til að horfa á „gert í
ár", þ.e. lax tekinn á þurru. Þá munu
menn hafa veitt vatni i kvislarnar á
víxL Enn stunda smástrákar silungs-
veiði í skólplænunni, sem eitt sinn var
vesturá, en heldur er það ógeðfellt
tómstundagaman, og sýnu verra en veið-
in forðum í Álalæk
Ég hugsa, að margir þeirra, sem elzt-
ir eru, og enn stunda veiðar í ánum,
telji sig ef til vill hafa verið uppi á
hentugum tíma. Þeir, og ég þekki suma
þeirra, hugsa með sér, að það sé bezt
að vera burtu úr heiminum, áður en
hann verður óþekkjanlegur. Hér kom-
um við að viðkvæmu máli, vana gam-
alla, fastheldinna Reykvíkinga, sem
telja það til sinna forréttinda að vera
aldir upp við að finna það við bæjar-
dyrnar, sem erlendir menn verða oft að
leita eftir í öðrum heimsálfum.
É
lg er aUtaf að berjast við það
að reyna að komast með tærnar, þar
sem afi hafði hælana við árnar. Ekki
get ég leynt því, að áráttan jókst stig
frá stigi, er ég komst að því, hvað hann
Pétur, afabróðir minn, vissi mikið um
þessar litlu ár. Hann kunni sögu þeirra
á aðalblómaskeiðinu, og hún var ævin-
týri líkust. Hann vissi allt um hætti
og hegðan laxins í hverjum hyl. Eftir
breytingarnar miklu lagði hann sjaldan
leið sína að þeim. Hann vildi muna
þær eins og þær voru. Þó veit ég til
þess, að hann var dreginn „inn eftir",
eins og það hét, fyrir örfáum árum. Þá
staldraði hann við um stund með öðr-
um manni á efra svæðinu, og dró sex
laxa í (faeit á flugu í Coffin. Það var
nokkru fyrir neðan þann stað, sem hann
sagði mér, að hængaslagur hefði stað-
ið eitt haustið, fyrir mörgum árum.
Þá hafði hann verið sumarlangt með
enskum veiðimanni, sem kom hingað
snemma sumars. Sá kom með konu
sinni, og hafði hún lagt á ráðin um
leigu ánna, í þeirri von, að takast mætti
að venja eiginmanninn af óskaplegum
drykkjuskap. Veiðimaðurinn hafði þó
Ihaft þá fyrirhyggju að toyrgja sig vel
24. desemiber 1966,
-LESBÓK MOROUNRT.ABRTNS AQ