Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 29
brakaði í blöffuntim þegar hann flettt þeim og bókin var mórghundruð blað- BÍður — hvernig gæti hann nokkurn tíma fundið réttu blaðsíðuna? En þetta •var regluleg bók með efnisyfirliti og hann fann Pípur á blaðsíðu 312 og enda þótt skriftin liti undarlega út með krókum og hlykkjum á stöfunum, gat hann samt lesið allt saman. Hann las það upphátt fyrir álfinn og á meðan hann las gat hann heyrt að bræðurnir tveir nálguðust, þeir hvísluðu og klór- tiðu fyrir aftan hann. En hér er það cem Mats las: Pípa kóngsins. Gangið án ljóss litlu bræður til vesturs og til suðurs þegar tunglið skín. Leitið sjögreinafurunnar, sem undir svörtum steinum hefur falda sterka rót. Látið silfurhnífa rista djúpt í rót trésins unz roðar af morgni. " Mats leit upp og spurði álfinn hvort hann hefði skilið þetta og hvort hann myndi það sem þyrfti að gera. „Já, já!" hrópaði álfurinn „við verðum að tara allir þrír og vinna saman í tungl- ekininu alla nóttina. Ég veit hvar stóra eikin stendur og gömlu álfarnir eiga Bilfurhnífa. Nú verður þetta auðvelt". — í fyrsta skipti brosti álfurinn og Mats horfði á litlu hvössu tennurnar og ljóm- andi augun og hann var mjög ham- jngjusamur.' E, l ftirá gat hann aldrei sagt hvernig þetta gerðist, en skyndilega evipti einlhver hókihni úr hendi hans, hann heyrði hlaupið og hlegið og svo var hann einn við eldinn. „Komdu til foaka!" hrópaði hann. „Heyrirðu ekki! Þú lofaðir!" en enginn svaraði. „Þeir sviku mig", sagði hann.í hálfum hljóð- um og svo fór hann að gráta. V Hann grét alla leiðina heim. Stund- um stanzaði hann og hlustaði, en allt sem hann heyrði voru næturhljóðin í skóginum umhverfis hann. Þarna var hlaðan og svo húsið. Glugginn hans stóð opinn upp á gátt. . . Hann tók i gluggakarminn til að klifra inn og þá eá hann að lítill skínandi hringur lá í glugganum. Og úr myrkrinu fyrir aftan sig heyrði hann dimma rödd álfs- ins. „Þeir vildu ekki leyfa þér að koma með. Drengir geta eiginlega ekki riðið út með álfum. En ég vildi þakka þér. Sérðu hringinn. Þetta er annar eyrnahringurinn minn og ég vil að þú eigir hann. Hann mun vernda þig og hjálpa þér að skilja skóginn, en eftir að þú hefur einu sinni fengið hann geturðu aldrei ferðazt frá skóginum án þess að vilja koma þangað aftur". „Þakk," hrópaði Mats, en enginn svar- aði. Hann klifraði inn og sofnaði í rúm- jnu sínu með hringinn undir koddan- nm, meðan tunglið fölnaði og birti af nýjum degi. J. H. A. þýddi. Kaþólska klaustriö og sjúkrahúsiS í Stykkishólmi. Rætt viö St Franciskus- systur í Stykkishólmi Eftir Viqni Guðmundsson v *^ .'...¦¦..; siúkral 1 RÓMVERSK-KAÞÓLSKRI messubók fyrir nunmidaga <>g a'ö'alhálío'isda&a kirkjunnar stendur svo í upphai'i: Asperges. Á undan hámessunni á sunnu- döguin stökkvir presturinn vígðu vatni á altarið, fylgdarlið sitt og söfnuðinn. Um leið er fariS meS eftirfarandi bænin Andstef: „Stökk á mig vígðu vatni, Drottinn, meS ísópi, og ég mun vera jireinn, lauga mig, og ég mun verða hvítari en mjöll." (Blessun með vígðu vatni er nokku'rs konar hreinsunarsiður, sem megnar að veita uppgjöf smásynda, sakir árnaðar- bæna kirkjunnar). Einhvern veginn fannst mér ég hafa laugað mig hið innra eftir að hafa heimsótt nunnurnar í klaustrinu, sjúkra- húsinu og kapellunni í Stykkjshókni. Mér fannst hugur minn hafa laugazt og mundi jafnvel vera orðinn hvítari en mjöll, og myndi einhverjum ekki finn- ast af veita, eftir að hafa orðið fyrir á- hrifum af þeim ágætu systrum, fundið þeirra djúpu og einlægu trú, miklu mann kosti og manngæði og séð og kynnzt þeirra göfuga líknarstarfL mt að var árla morguns og haustsólin baðaði Stykkisihólm. Að sönnu var vetrarkuldinn á næsta leiti og svalt, en það var mikil birta og fegurð yfir staðnum þessa morgunstund. Stykkishólmur á til að bera eitthvert sérkennilegasta og fallegasta bæjarstæði hér á landi. Klettahólar með djúpum gilskorningum á milli. Á einum þessara klettahóla stendur klaustur hfiilags Franciskusar og þar er allt í einni og sömu byggingu; klaustrið sjálft, kapella mikil og glæsileg, stórt sjúkrahús, skóli og prentsmiðja. Allt þetta skoðaði ég nú í fylgd þeirra systra. Fyrst tekur priorinnan á móti okkur, en hún heitir Androna. Hún er ekki enn búin að læra íslenzkuna sér til verulegs gagns, svo að kennslukonan, Henrietta, er til liðs og túlkar það sem bera þarf á milli. Einnig er gamaireynd hjúkrun- arkona til hjálpar okkur og leiðbeining- ar en hún heitir Ernelia. Hún talar reiprennandi íslenzku, enda er hún ein af fyrstu systrunum, sem komu hér í klaustrið árið 1935. V yrst í stað fáuim við nokkrar upp- lýsingar um klaustrið og stofnanir þær, sem þar eru reknar. Mest og stærst er að sjálfsögðu sjúkra- hús klaustursins. Yfirlæknir þees er ól- afur Ingibjörnsson. AHs eru 51 rúm á sjúkrahúsinu. 1 fyrsta lagi eru rúm fyrir lö sjúkliniga, fullorðna, þá eru rúm fyrir 3 börn og loks vöggustofa eða rúm fyrir 4 nýfædd börn. Á efri hæð sjúkrahússins eru svo rúm fyrir 22 geðsjúklinga, eins eru rúm fyrir 3 vangefin börn. Sjúkra- hús þetta er einkar fullkomið, miðað við ekki stærri stofnun. Þar er fæðing- arstofa, þar er röntgendeild með nýjum og glæsilegum tækjum, sömuleiðis ljósa- stofa, þá er og skurðstofa og sótthreins- unarstofa, svo nokkrar af helztu sér- deildum stofnunarinnar séu nefndar. ið tökum okkur nú gönguferð um sjúkrahúsið í fylgd þeirra Erneliu og Henriettu, sem skiptast á um að leið- beina okkur eftir því sem þær hafa tíma til. Hins er að geta, að starfslið sjúkrahússins er frekar fámennt, eða að minnsta kosti svo, að nauðsynlegt er að nota allan daginn hvern þann starfs- kraft sem fáanlegur er. Einnig vildi svo til, þegar við komum þarna í heimsó'kn, að þrjár nunnanna, sem alls eru tólf talsins, voru fjarverandi suður í Reykja- vík. Af þessum tólf nunnum eru átta frá Belgíu, tvær frá Spáni og fcvær frá Hollandi. Fyrst liggur leið okkar inn á barna- deildina og hún er einmitt a'ð þessu sinni fullskipuð. Við hittum fyrir þrjá unglinga, sem þar eru, Gunnu litlu frá Hellissandi, sem var sex eða sjö ára, og Aðalstein Sigurðsson. Hann er úr Stykk- ishólmi og er orðinn níu ára, og svo er Rannveig í Vatnsholti í Staðarsveit en hún var skorin upp við botnlangabólgu og er nú óðum að ná sér. Henrietta kennslukona er mikill vinur þessara krakka. Hún hefur einstaklega gott lag á að láta þau hafa eitthvað fyrir stafni þar sem þau liggja og geta litla björg sér veitt nema þá helzt Rann- veig sein er komin á ról. Aðalsteinn litli á til sjómanna að telja og hann er að hyggja sér skip úr kubburn og Henrietta spyr hann, hvað þessi bátur eigi nú a<5 heita. Hann skírir hann umsvifalaust. Báturinn skal heita Þróttur. Rannveig fylgist með byggingu Aðalsteins og fer vel á með þeim krökkunum. Þannig höldum við áfram og göngum um sjúkrahúsið. Hvert sem við lítuin er 2i. desemiber 196&. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.