Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 14
Fíanóið, sem flestir Reykvíkingar og fleiri, er kunnu hljóðfæraslátt, höfðu lært á. Fyrir ofan er mynd af Ástu von Jaden. f Ibréfi frú Önnu til dóttur sinnar i Vín sumarið 1915 segir hiún að fátt fólk sé ná í bænum um þær mundir. Allir sem geti fari með börn sín upp í sveit og £jöldi manna liggi við út í Viðey. Vir'ðist Viðey vera sumarviðlegustaður iReykviJkinga um þær mundir, og í öðru (bréfi tifl Astu von Jaden segir hiún frá eldgosi í Skaftárjiökli. Segir ihiún að iengi hafi ekki verið vitað hvar gosið væri, en haldið hafi verið að það væri í Skeiðarárjökli þar til hið sanna hafi komið fram. Hafi sólarlagið verið sér- staklega rautt um þessar mundir og i Skaftafellssýslu hafi allt leikið á reiði- skjálíi. Bréfið er frá 1903 og í því segir hún jaifnframt að séra S. Sivertsen frá' Hofi í Vopnafirði, hafi sagt sér, a'ð mik- ið öskufall hiafi orðið þar nyrðra, en jþað hafi fallið á sngó og téldi hann að askan myndi ekki gera neinn skaða, heldur myndi hún verða góður áiburð- mr, er voraði. F rú Anna Pjetursson andaðist 5. júní 1921 á 77. aldursári. Daginn áður hafði hún kennt s'íðasta sinni. í>ar með var horfinn brautryðjandi í íslenzku tónlistarlífi, kona, sem allt sitt líf hafði þá köllun að kenna fólki að leika á bljóðfæri og að breiða út tónlistar- inennt, og tók aldrei nema 50 aura fyr- * is- kennslustundina. Á 60 ára afmæli hennar hafði Benedikt Gröndal ort til bennar afmælisljóð, þar sem hann sagði: „Mn ævi var öll lögum og unaðstónum prýdd, og lengi hún lifir í sögum með lífi og þökkum skrýdd — og nú er mín óskin eina, að allt megi gleðja þinn hag með lukkunnar Mjóminn hreina og helga iþinn afmælisdag." Engin hrakspá. Kunnleikur var mikill með þeim Sveini lögmanni og Gísla biskupi Magnússyni. Ingibjörg frú hans, Sig- urðardóttir, þótti nokkuð sérleg — það var sagt einhverju sinni að Sveinn lögmaður var staddur að Hól- um og átti tal við frú Ingibjörgu með glettni nokkurri, bar svo til, að hrafn sat a. stofustöng og gall. Þá kvað hann þetta: Hrafn situr á hárri stöng, höldar mark á taki: Ei þess verður ævin löng, sem undir býr því þaki. Hún svaraði: Engin hrakspá er það mér þó undan gangi ég nauðum, - en ef hann kvakar yfír þér ekki seinna dauðum. (Espólín); HÝNÓTT Eftir Svesn Bergsveínsson Hve Ijúft var það að elska einu sinni, eina nótt og síðan ekki meir. Ævintýri eru mér í minni — man ég eitt, tvö, þrjú — en ekki fleir. ¦ En alltaf skulu ævintýri gerast eins og snjóa leysir vorsins þeyr. í Iiótelbarsins Hliðskjálfinni sat ég, hún var Gerður, ég var guðinn Freyr. Þarna voru engir brunablossar, bara það að ástin kom til min. Þarna voru engir kysstir kossar, kampavín ei veitt — né hin frá Rín. Það var ei dansað, var ei heldur sungið — það verður hver að þreyja örlög sín. Eiturkaldar ár á milli streyma og aftra mér að koma heim til þín. Löng er hýnótt — hugur minn ei blundar, hef ég þó minn skósvein sent á stað. Hefur hann Gerði leitt til Barralundar? Og líka notið þess, sem ég um bað? Er hún sú, sem einlægt faðminn býður, ef að ríður sendiboði í hlað? — Sem skáldi var mér unnt þó einu sinni að elska og þreyja — og festa það á blað. Berlín, 18. nóv. 1966, síðasta erindið breytt og bætt 23. nóv., fjórðu línu í öðru erindi breytt síðar, þó ég sé enn ekki fyllilega ánægður með hana þ. 1 .des. s. á. . ...... ..... Kjarval: Valllendi og heiðríkja... 38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 24. desemlber 196S.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.