Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 27
ininn." Jón rerl sér af ekfca og kvöX
„Segðu mér það allt, Jón."
r „Ég tók eftir því í rökkrinu í janúar,
að þau voru að draga sig saman. Hann
sagði henni ævintýri. Ég hélt, að fá-
breytnin ylli því, hve þau voru sam-
rýnd. Ég taldi að það vseri allt mein-
laust. Og nú er svona komið."
„Er nokkrum öðrum manni kunnugt
um þetta en þér?"
„Nei, engum, alls engum. En eftir
5 mánuði verður þetta ölkim í Reykja-
vík ljóst — eða jafnvel fyrr."
F
rúin varð hugsi um stund.
„Væri ekki skársta lausnin, að ég
reyndi að verða mér úti um eitur og við
öll á Sjávarbakka tækjum það inn?"
„Það væri að fara úr öskunni í eld-
inn."
„Eða að ég rói með börnin út á fló-
•nn snemma einhvern morguninn og
taki þar negluna úr bátnum og sokkvi
lionum?'4
„Við skulum etoki grípa til örþrifa-
ráðs, Jón."
Dýrunn gekk að vínskápnum, náði í
ékavítisflösku, hellti í kristallsglas og
bauð Jóni drykkinn. Hann berigði á vín-
inu aðeins af kurteisi, en rétti síðan
£lasið frá sér á smáborð við stól sinn.
„Heimilislífið hjá Davíð konungi var
ekki alltaf til fyrirmyndar, þótt eigi væri
þar fábreytni um að kenna. Amnon, son-
ur hans, nauðgaði Tamar, systur sinni,
'•þar eð hann var ástfanginn af henni
til dæmis að taka," mælti Dýrunn. „Og
Amnon hlaut ekki dóm."
„Já, að vísu. En samlíkingin á efcki
við," anzaði Jón lágt. „Engin konung-
menni eiga heima á Sjávarbakka. Amn-
on hlaut líka makleg málagjöld að lok-
um. Bróðir hans hataði hann fyrir að
hafa svívirt systur sína og lét drepa
hann."
„f Egyptalandi fyrr meir þóttu Faraó-
arnir vera svo tignir, að þeir tækju
niður fyrir sig, ef þeir áttu aðrar stúlk-
ur en systur sínar," mælti Dýrunn.
„Sleppum öllu tali um konungmenni,"
svaraði Jón. „Lögum og rébti verður
fylgt fram á kotungunum á Sjávarbakka.
Fyrir æsku sakir verður börnum mínum
fráleitt þyrmt. Við miinum jafnvel lenda
á höggstokknum."
Mr ögn var um stund. Tif ið í marm-
araklukkunni heyrðist glöggt. Frá björk-
um í gaxðinum, sem teknar voru að
bruma, heyrðist dillandi kvak þrasta.
sem komnir voru yf ir höf in í náttleysuna
á norðurslóðum.
Dýrunn brá sér bunt, en kom innan
6kamms aftur með glas, sem á stóð
ðigitalis, taldi marga dropa úr því í bik-
ar og bað Jón að drekka. Hann gerði
það umyrðalaust.
„EJkki mun verða snert hár á höfði
barna þinna, ef þú ferð að mínum ráð-
um," mælti Dýrunn.
„Hvaða úrræði sjáið þér, frú Dýrunn
Hildibrandsdóttir Smyrlagils?" Jón reis
á fætur, en skalf á beinunum.
„Dóttir þín er það gömul, að hún er
farin að aka með þvott á hjólbörum í
þvottalaugarnar, er ekki svol"
, „Jú, svo er," anzaði Jón.
' „Erlend skip koma hér við öðru
ihverju að taka vatn og fleira," sagði
Dýrunn. „Og meðan skipin dveljast hér,
reika dátar eða skipverjar um Reykja-
vík og n-ágrenni. Nú skulum við láta
það berast út, að útlendingur hafi
jiauðgað dóttir þinni, er hún var ein
sð fara i þvottalaugar í skammdeginu."
„Rétt og,M anzaði Jón. „Flandrarar
voru hér á ferð í janúar. í>eir voru við
ekál og þóttu þá sumir vera djarftækir
til kvenna."
„Ja, þú skalt ekki taka til þjóðernið,
heldur aðeins nefna, að það hafi verið
útlendin'gur.14
„Ja, hvort ég vil. Gæfu vár vant til
að ég fyndi sjálíur nokkurt ráð, ég er
svo svívirðilega þreyttur og þreklaus.
Mér fannst vera úti uni Oikkur. Við höf-
um ekki heldur atvinnu aðra en einhver
snöp."
„Með þessu móti skal þetta erfiða mál
verða þaggað niður. Et£ öll kurl kæmu
tii grafar, þá vseru ófögur dulsmál hér í
höfuðstaðnum, seim betra væri að þegja
um en segja um. Síðan ég fluttist hingað
úr sveit, þá hafa fundizt tveir úfcburðir
í flæðarmálinu, vafðir í handklæði með
fangamarki einnar höfðingjadótturinn-
ar," mselti Dýrunn.
J
ón reis úr sæti keikur og gekk
til dyra. Hann kyssti Dýrunni á höndina
og þakkaði henni úrræðin.
„Ég skal biðja manninn minn að taka
drenginn þinn á sjóinn, næst þegar skip-
ið kemur inn, — taka hann sem létta-
dreng. Hann hefur aldrei neitað mér um
bón. Svo skaltu koma hingað í dag með
hjólbörurnar, ég á eitthvað matarkyns
í kjallaranum, sem mig langar að víkja
ykkur."
Jón hneigði sig og reyndi að brosa.
Hann gekk jöfnum og fóstum skrefum
heim.
Öðru hverju horfði hann á maríu-
tásuna í suðri, sem var að greiðast sund-
ur. Fíflarnir útsprottnu breiddu úr skær-
um röðlunum, og hann kinkaði til þeirra
kolli.
Þegar heim kom, voru börn hans enn
í fastasvefni. Hann kyssti þau sofandi
— fegurstu unglingana í timburþorpinu
við sundin.
— Jól í Róm
Framhald af bls. 47.
hinum innilega hlátri, sem virðist alls
ekki vera vinnukonunni sjálfráður, þeg-
ar húsmóðirin fer að þrýsta deigi í
vaniiluhringi gegnum söxunarvélina. Þar
er hægt að kenna þjóðernistilfinning-
unni um, að húsmóðirin fór að panta
„stjörnumót" alla leið frá Danmörku,
en þegar hún lætur kökudeig í kjötsöx-
unarvélina er hún búin að fara yfir
þau takmörk, sem verður að setja eðli-
legri hegðun. Héðan í frá er litið á
hana sem manneskju, er ekki ræður við
allar sínar skrítnu hugdettur. Hún end-
urheimtir ekki fyrra húsbóndavald,
þegar hún fyllir vélina næst af svina-
lifur — enda þótt kannski megi segja,
að lifrin sé einskonar kjöt. Meira að
segja nýsoðin, ilmandi lifrarkæfan
breytir engu um vantrúna, sem liggur
í loftinu í eldlhúsinu, og það þýðir ekki
að tala um að bragða á réttinum.
Þó kastar fyrst tólfunum, þegar farið
er að búa til sjálfan jólamatinn. Það
er ekkert annað en menningarskortur
að troða eplum og sveskjum i kalkún-
inn, sem keyptur var af virðingu við
ftalska siði, sykurhúða kartöflurnar og
sykra rauðkálið, sem var nú nógu dular-
fullt grænmeti fyrir. Það er nu eiginlega
hætt að vera gaman að þessu, en vinnu-
konan veit ekki, að við höfum ennþá
eitt tromp í erminni: Jólaíborðhaldið.
Aldrei hefur donnan, sem er yfirleitt
dálítið íhaldssöm í matarmálum, séð
hrúgað jafn miklu af óæti á borð, sem
er skreytt á ógöfugan hátt, með kerta-
ljósum er standa í rauðum eplum. Hið
góða, Iwersdagslega samiband er aðeins
unnt að vekja aftur með því að snúa
á ný til ítalskrar matreiðslu í langan
tíma. Þess vegna er þorskinum á gaml-
árskvöld sleppt, en það þykir reyndar
engin fórn á þessu heimili.
Hér er gamlárskvöld haldið hátíðlegt
með braki og brestum, eins og allsstað-
ar, með þeirri sérlegu smáviðbót,
að þeir, sem eru kátastir og
halda fastast við erfðavenjurnar, benda
alls konar gömlum hlutum, helzt þeim
sem geta brotnað á götunni með mikl-
um hávaða, út um gluggana hjá sér.
Skynsamir menn halda sig innan dyra
á meðan, og síðar, þegar heimferðarum-
ferðin byrjar, aka bílarnir löturhægt
eftir götum, sem virðast ætla að springa
í loft upp undir þeim.
En ekki eru öll hátiðarhöld úti eftir
gamlárskvöld. Á þrettándanimi er hald-
in hátíð til dýrðar „la Befana", sem er
1 senn norn og góð dís, því að hún
færir börnunum gjafir en kemur þeim
fullorðnu í vandræði. Ásóknin í leik-
fangabúðirnar og pyngju foreldranna
hættir því ekki fyrr en eftir 6. janúar
— og þá fyrst rankar Róm við sér og
vaknar til hversdagsleikans, sem er
reyndar alls ekki svo slæmur. Jóla-
markaðurinn á Piazza Navona er horf-
inn, og aftur getum við glaðzt við form
þess, aftur er rúm í strætisvögnunum,
og börnin eru setzt aftur á skólaibekk.
Nýtt ár er byrjað — og við óskum
þess, að það leyfi okkur að vera hérna
enn á næstu jólum.
Dönsk húsmóðir.
24. desemiber 1966.
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51