Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 3
Effir Mafthías Jochumsson Þú vetrarnætur náheims djúp, sen i nístir hálf a foldu, hver feykir þínum feigðarhjúp, som f jötrar oss við moldu? '), sálar vetrar voða döf! Hver veltir burt af lífsins gröf þeim f orna stóra steini. Ó, þrefalt dauðans dimmutjald, sem Drottins ríki hylur. Þú nótt, þú gröf, þú villuvald, sem voðann sjálfan dylur; ó, veröld, veröld, villt og aum, þú vaknar aldrei fyrr af draum en meira ljós þér lýsir. Þú Betl'hems stjörnu blessað ljós, hvar býrðu' í Drottins geimi? Stíg fram, ó, ljúfa logarós, og lýstu betur heimi! Ó, grimma stríð, sem geisar hér, ó, geislabrot, sem kemur og f er á tímans táraskýjum. Ef Beti'hems stjörnu blíða skin ei börnum heimsins nægir, send, Herra, þrúðgan þrumudyn, sem þjóðum sljóvum ægir. Ger bjart sem eld, þitt dýrðardjúp og dauðans lýstu svarta hjúp, seg aftur voldugt: verði! Stíg svo fram, helga himnaljós, þú hjartans jólastjarna, með líf s og yndis elsku rós til allra Drottins barna; og f yrir helgum hnattasöng f lýr hel og tár og nóttin löng, og Guð er allt í öllu. > Forsælan þokast upp eftir pýramíd- anum, stall af stalli, unz kvöldsólin logar eins og blys á efsta hjallanum. Þá höldum við af stað. Þegar við kom- um aftur niður í Nílardalinn beygjum við inn á þjóðveg, er liggur til norðurs meðfram brún eyðimerkurinnar. Hér er mikil umferð á austurlenzka vísu, en engin vestræn farartæki. Himinhá evkalyptustré með hangandi laufi vaxa með báðum vegarbrúnum og breiða krónur sínar yfir litríka hópa af gang- endi og riðandi fólki, sem nú er á heimleið að loknu dagsverki. Flestir ganga, en nokkrir ríða ösnum eða úlf- öldum. Ég sá engan mann á hesti. Sum- ir reka klyfjaða asna á undan sér með etafpriki, nokkrir asnar draga litla tví- lijóla kerru. Og enn standa hópar af fólki meðfram veginum, skrautlegir hópar, en frekar tötralegir, andlitin kaffibrún, Allir eru í síðum kuflum, karlmenn stundum beltislausir. Þeir bera mislita vefjahetti á höfðum, en konur breiða oft klæði yfir höfuðið í ýmsum litum, og fellur það niður um iierðarnar, án þess að nokkuð haldi því faman. Konur á Egyptalandi hafa yfir- leitt ekki slæðu fyrir andliti nú á dög- lim, en meðal Araba er það ekki ótítt. Sólin er gengin til viðar og blá- leitur skuggi hvílir yfir frjósamri slétt- unni. Bóndinn á akrinum leysir okið ef uxura sinum og yfirgefur tréplóg- jnn eins og forfeður hans gerðu fyrir þúsundum ára, þeir sem hlóðu pýra- mída og jftrðsettu heilög dýr í kletta- £röfum, Margar konur bera byrðar á höfði. Fjárhirðar reka hjarðir sínar eftir veg- inum. Þeir bera langa stafi úr bamb- usreyr og ganga oftast í miðjum fjár- hópnum. íslenzkum bónda myndi finn- ast smátt um slíka fjáreign, því sjálf- sagt er það aleiga mannsins, sem hann íJytur með sér. Ung kona kemur á móti okkur, þel- dökk og svarthærð, með leiftrandi suðræn augu. Hún er á ferð með kúna sfna, en hún rekur hana ekki á undan sér og teymir hana ekki, en þær ganga blið við hlið eins og stallsystur. Kon- an er í grænum kyrtli í sterkum lit, hefur belti um mitti sér og rauðlitan höfuðbúnað, berfætt með ilskó. Hún ber gula tágakörfu á kollinum, svo stóra, að tekur henni út fyrir axlir, og styður hana ekki með hendinni. Höfuð- burðurinn er frjáls og eðlilegur eins og hún beri enga byrSi. Hún litur óhikað til hægri og vinstri, en karfan vegur salt á höfðinu og er jafn-stöðug og jörðin á braut sinni um sólina. Ef karfan hallast, réttir hún sig við sjálf. Konur Austurlanda hafa jafnvægi al- heimsins í hreyfingum sínum og eld sól- arinnar í dökkum augum. Skammt frá veginum er breiður skurður, sem veitir vötnum Nílar yfir sléttuna. Það er sú eina vökvun, sem jörðin fær, því hér, í landi hins eilífa sólskins, falla ekki vötn af himni. Það land, sem liggur hærra en svo, að vatn árinnar nái þangað, er blásin eyðimörk. Á vinstri hönd eru lágar brekkur, og sé horft út á milli trjástofnanna, má sjá þar raðir af pýramídum bera við kvöldroðann. Þeir eru alltaf nokkrir saman, sumir fallnir að hálfu, engir mjög háir, en framundan og nokkru fjær rísa pýramídarnir miklu hjá Gísa, þrír að tölu, tveir næstum jafnir, en hinn þriðji miklu minni. Þegar við nálgumst þennan stór- brotnasta og tígulegasta grafreit ver- aldar, höldum við upp í brekkurnar. Móti okkur rísa hinar miklu, dökku þríhyrnur og skyggja á hálfan himin- inn. Við förum hjá pýramídunum án þess að nema þars taðar. Það er skugga- legt undir grýttum hlíðum Keópspýra- mídans, því steinfjallið skyggir á kvöldroðann í vestri. En síðan birtir aftur fyrir augum, við förum hjá Kefrenspýramída og áfram vestur í eyðimörkina beint á móti kvöldroð- anum og nemum staðar milli sandhól- anna. í vestri logar himinninn, og það slær mildum roða á bleika steinveggi pýra- mídanna, en að baki þeim í austri er loftið fjólblátt, og dökkur náttskugginn liækkar ört. Hér er hvergi fólk á ferð, auðnin er mannlaus og tóm. Af öllum þeim fjölda, sem skoðar pýramídana á daginn, fýsir engan að sjá þá í rökkri, og er það þó áhrifamest. í þessu landi stendur tíminn kyrr. Þar er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur, svo að notuð séu orð postulans. Þar er allt eilíft og óbreytanlegt. Meira að segja mannanna verk eru óforgengileg og þeir ódauð- legir sjálfir. Hinir gömlu konungar, sem fylla blaðsíður í fornaldarsögunni, hvíla enn á hægum beðjum inni í höfuðborg- inni, og fleiri gestir vitja þeirra ár hvert, en meðan þeir sátu að ríkjum. Það var í skugga þeirra pýramída, sem hér standa nú, að dóttir faraós íann Móses í sefinu við Níl. Og þegar Jósep og María komu til Egyptalands, bafa þau séð þá bera við himinn, löngu áður en borgin kom í ljós. Og þá höfðu þeir staðið um þúsundir ára. Við hliðina á Austurlöndum eru Vesturlönd eins og bai-n í vöggu. HAGALAGÐAR Of lágnr — of hár Hann (Gr.Th.) og Gröndal voru báðir sakaðir af áliti aimennings, sem vit þóttist hafa á braglist, Grímur fyrir lágan eða óskáldlegan „stíl" en Gröndal fyrir of háan eða öfgafullan kveðskaparhátt. Uim Gröndal og hans lærisveina kvað séra Björn í Lauf- ási: „Á himinljósa leif tursíum með logavandar regin-hvin fer hvítfyssandi á hróðrarskýjum sem hrönn ið nýja skáldakyn." (Sögukaflar). Að spara eða eyða Ég var nýlega að lesa enska dýr- tíðarpredikun — að spara og spara. Man ég þar ekki annað úr en það, að einhver, sem stórríkiur var orð- inn á mustarðsgjörð, var epurður hvernig hann gæti grætt á þeirri vöru, seim jafnlítið væri neytt Kvaðst hann eigi hafa grætt á því sem etið væri, heldur hinu, sem eftir yrði á diskinuim. (N. K!bl. 1014). Villihestar á Reykjanesi. Á fjöllunum milli GuUbringusýslu og Árnessýslu hafa hafzt við nokkr- ir villtir hestar fyrr á dögum. Á hverju ári handsömuðu menn nokkra þeirra og tömdu. En síðan 1754 hafa menn ekki orðið þeirra varir. Þess vegna hljóta þeir að hafa farizt á hinum hörðu vetrum, sem voru um það leyti. (Sk. M.: Lýsing Gullbr. og Kjós.) 24. desemiber 1ÖI66. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.