Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 3
TEgttáHT iillS]iI0S@i!íliI Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Slmi 10100. SNORRI HJARTARSON * FORSÍÐAN „Snjór" eftir Kjartan Guöjónsson listmálara. Myndina málaöi hann sérstaklega fyrir jóiablað Lesbókar. TURN HALLGRÍMS OG MERKI KÓPAVOGSFUNDAR Ræða séra Sigurbjarnar Einarssonar biskups á 110. ártíð Hallgríms Péturssonar. HÁTÍÐIN í BAYREUTH Konráð S. Konráðsson skrifar um hina frægu tónlistarhát- íð, þar sem fluttar eru óperur Wagners. AÐ LYFTA LANDSINS MENNING Grein eftir séra Bolla Gústavsson um Björn Bjarnason, sem lagði grundvöllinn að Listasafni Islands og gaf út mánaðarritið Heimdall. ALLT VAR SVO SKEMMTILEGT í KÍLAKOTI Samtal Gísla Sigurðssonar við Karen Agnete Þórarinsson. RÆNINGJAR Á FJÖLLUM Upphaf á greinaflokki eftir Ásgeir Jakobsson um Fjalla- Eyvind og Höllu. Hér er m.a. sagt frá lifnaðarháttum þeirra. AÐ HRÓPA HEIL HITLER TÍU SINNUM Á DAG Grein um Sigurð Skagfield óperusöngvara, sem starfaði í Þýzkalandi á stríðsárunum við mjög óvenjulegar aðstæður. YFIR FJALLIÐ Ný smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson rithöfund. ÚR MYNDABÓK FRÁ BÆNUM VIÐ POLLINN Ný smásaga eftir Björn Bjarman rithöfund. HUGAÐ AÐ ELDHÚSUM OG HEIMILISSTÖRFUM í ÍS- LENZKRI MYNDLIST Samantekt eftir Önnu Maríu Þórisdóttur. LEIRAN — SJÁVARPLÁSS SEM EKKI ER LENGUR TIL Grein eftir Guðmund A. Finnbogason. SAMTAL VIÐ ÞORGERÐI INGÓLFSDÓTTUR eftir Huldu Valtýsdóttur. SUMAR í HRAUNTÚNI Bernskuminning eftir Sigurveigu Guðmundsdóttur. SPURT Á HÁTÍÐ BARNANNA: HEFUR BARNAUPPELDI OG AFSTAÐA TIL BARNA OG UNGLINGA BREYTZT? Þrjár konur og þrír karlar svara spurningunni. FIMM KÓRAR í EINUM KÓR Grein með myndum af starfi kirkjukórs Langholtskirkju. AGNES Sagt frá nýju, athyglisverðu leikriti, sem Leikfélag Reykja- víkur flytur. SILFURNÆLAN Bernskuminning eftir Höskuld Skagfjörð. Delfi / hamrinum mikla yfir helgidómnum syngur óséður fugl ómþýtt og skært floginn af einum streng Apollons. Reynitréð Hver skartar fegr.i djásnum en reynitréð perlunum rauðu í fölu sólskini undir vetur. B B Séra Ragúel hafði verið bíllaus síðan hann flutti suður á mölina frá Reka- vík bak Látur. Þegar hann hafði borið sig upp út af þessu við sóknarnefndina, höfðu þeir sagt, að fyrst Páll postuli hefði kristnað heilt heims- veldi á tveim jafnfljótum, þá væri hon- um, séra Ragúel, engin vorkunn að spjara sig í prestskapnum án bifreiðar, enda starfsvettvangur hans ólíkt smærri í sniðum en postulans, og það jafnt fyrir því þótt Breiðholtið væri tal- ið með. Það var daginn fyrir Þorláksmessu. Séra Ragúel var dálítið sveittur undir öfuga flibbanum, þegar hann steig uppí strætisvagninn. Það yrði erfitt að heim- sækja móður dána piltsins á Digranes- veginum. A Snorrabraut kom í vagninn dreng- ur, á að giska 10 eða 11 ára. Hann settist í sætið fyrir framan prestinn. Séra Ragúel hrökk upp úr hugsunum sínum við það, að það var eins og ein af öndun- um á Tjörninni væri komin inn í bílinn. Svo urðu hljóðin líkari rödd Andrésar Andar samkvæmt hugmyndum kvik- myndafélagsins Metro Goldwyn-Meyer. Loks rann það upp fyrir séra Ragúel, að drengurinn nýkomni var upphafsmaður þessara annarlegu en óneitanlega áhrifamiklu hljóða. Hann safnaði loft- inu uppi í sér í gúl útí annan vangann, roðnaði og tútnaði út í framan og hrein JÖLARABB eins og frekur, ástsjúkur andarsteggur á vordegi með fnyk. Sem unglingur hafði séra Ragúel að sínu leyti sjálfur verið flestum snjallari að framkalla þetta hljóð. Og áður en hann vissi, horfðust þeir í augu, hann og drengurinn, eins og tvær grámyglur, þrútnum hálsæðum, og hrinu eins og reiðar endur hvor í kapp við annan. Smám saman kom í ljós, að drengur- inn hafði á verkefnaskrá sinni fleiri listileg, stórhreinleg hljóð: skerandi jarm í lömbum, spangól í hvolpum, baul í letilegum kúm og hnegg í fjallstöðnum trippum. Séra Ragúel var að hugsa um móður dána drengsins. Hafði hann ræst bílinn í lokuðum skúrnum af vangá eða ásetn- ingi? „Pabbi minn er flugmaður og læknir og kennir karate," sagði drengurinn og var sestur við hlið hans. „Einmitt," gegndi séra Ragúel og beit á vörina af því að hann hafði lengi reynt að venja sig af þeim kæk að segja „ein- mitt“. „Eg er í unglingahljómsveit, skák- skólanum, KFUM, ljósalömpum og pí- anótímum, og nú er ég að byrja í ball- ett,“ sagði drengurinn. „Svo er ég að læra karate hjá pabba." „Elegant," sagði séra Ragúel og varð hugsi yfir athafnasemi þeirra feðganna. „Og svo er ég skáti," sagði drengur- inn. „Æði,“ sagði séra Ragúel. Það ýrði ögn úr þungbúnum himnin- um og vinnukonurnar á framrúðu vagnsins tóku til óspilltra málanna. „Mér finnst leiðinlegt, þegar Andrés og ungarnir eru að leika Ieikrit,“ sagði séra Ragúel. „Nú?,“ spurði drengurinn. „Það er svo mikill lestrartónn í öllu, sem þeir segja,“ sagði séra Ragúel. Inni á Reykjavíkurvegi kom í ljós, að karate, þessi japanska fjölbragðaglima, býður uppá mörg ógnvekjandi hljóð á borð við sja-a-a-a-a-ba! og fleira í þeim dúr, sumt jafnvel enn skelfilegra. Um leið og þú kemur höggi á andstæðinginn rekurðu upp skerandi hljóð: hæ-æ-æ- æ-jabbb! „Pabbi á heima í flottu einbýlishúsi og hann á ógeðslega töffan bíl.“ „Hm,“ sagði séra Ragúel. „Við mamma eigum heima í blokk," sagði drengurinn. „Vagninn nálgaðist endastöðina, þar sem séra Ragúel ætlaði úr. „Farðu ekki alla leið,“ sagði drengur- inn. „Þú getur labbað restina. Komdu með mér úr hérna.“ Þegar þeir stigu úr vagninum var komin hundslappadrífa. Séra Ragúel var manna heitfengastur og þessvegna var hann berhentur í desembernepj- unni. Hann fann mjóa hönd drengsins smeygja sér í þykkan lófa sinn. „Má ég ekki leiða þig, eða svoleiðis?" spurði drengurinn. „Jú-jú,“ sagði séra Ragúel og fór með sleikifingurinn inn undir öfuga flibb- ann. Útlendingar, sem hér eru staddir á aðventu, halda að Reykjavík sé gyð- ingabær. Það gera sjöarma ljósastik- urnar í gluggunum. Undir húsvegg voru krakkar að leik. Séra Ragúel og dreng- urinn nálguðust hópinn hönd i hönd. „Ertu pabbi hans Gumma?" kölluðu krakkarnir til séra Ragúels. Drengurinn leit uppí andlitið á séra Ragúel með augnaráði, sem heimtar skilyrðislausa hlýðni, en tekur ekki við fyrirmælum frá neinum. „Já,“ sagði séra Ragúel. Skömmu síðar hringdi hann dyra- bjöllunni hjá móður dána piltsins. Og daginn eftir var Þorláksmessa. SÉKA GUNNAK BJÖRNSSON LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.