Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984
„ Hallgrímur lifir í orðum sínum og vitnisburði. Og
þar birtast fágæt heilindi hugans og einlægni
hjartans. Það er öðru fremur þess vegna, sem
töfrarnir í hendingum hans eru svo ómótstæði-
lega sterkir og ijúfir. Þetta fann þjóðin strax. Hún
beygði sig fyrir óskýranlegum tökum þessa
skálds af því hún fann glóð andans í orðunum. “
Það er orðið, sem ber mig uppi, ekki öfugt.
Þeir, sem velta því fyrir sér, hvort trú
Hallgríms hafi verið heil í grunni, fást við
fánýtt föndur. Aðeins einn rannsakar
hjörtun og nýrun. „Hann sér og prófar
hjartað mitt, hvað sem illgjarnir meina."
Hallgrímur lifir í orðum sínum og vitn-
isburði. Og þar birtast fágæt heilindi hug-
ans og einlægni hjartans. Það er öðru
fremur þess vegna, sem töfrarnir í hend-
ingum hans eru svo ómótstæðilega sterkir
og ljúfir.
Þetta fann þjóðin nálega strax. Hún
beygði sig fyrir óskýranlegum tökum
þessa skálds af því að hún fann glóð and-
ans í orðunum, heit, lifandi hjartaslög. Því
varð Hallgrímur „guðlegt skáld", myndugt
sakir auðmýktar sinnar fyrir Guði, nær-
færið sakir djúprar innlifunar inn í þann
leyndardóm krossins, sem afhjúpar Guð og
mann.
En komst það til skila svo, að aðrir
mættu þess njóta með? Við það réð hann
ekki með ljóðamennt einni saman.
Ó, Jesús, gef þinn anda mér, allt svo
verði til dýrðar þér.
Allur annar metnaður lýtur þessari bæn
og vilja. Hann veit að hann er aðeins ein
röddin í kór alda og eilífðar, sem tilbiður
leyndardóm krossins, undur Guðs ástar.
Hann vill ekki að rómur hans skeri sig úr
eða fari út af laginu í þeim söng, sem
„englar Drottins og kristnin fríð“ í fortíð
og nútíð, á jörðu og himni, flytja einum
munni syni Guðs, sem skenkti syndugum
manni sinn sonararf.
■ Hallgrímur ástundar ekki að vera frum-
legur. Jesús Kristur er hinn sami í gær og
í dag og um aldir. Skáldið agar gáfu sína
og hugsun undir þá skyldu að kunngjöra
það, sem hann hefur gjört og sú kristni
játar, sem lýtur konungsvaldi hans.
En þessi kvöð er ekki ófrelsi. Engin
hugsun er frjáls, sem er agalaus og ótam-
in. Menn verða ekki frumlegir af því að
hugsa afbrigðilega eða gana hverja þá
götu, sem þeir þykjast sjá í buskanum.
Á það hefur yfírleitt ekki verið minnst
í kennsiubókum, að Hallgrímur Pét-
ursson var meðal þeirra fyrirmenna
landsins, sem neyddir voru til að
skrifa undir og samþykkja einveldi
Danakonungs yfir Islandi á hinum ill-
ræmda Kópavogsfundi. Myndin sýnir
þegar Islendingar skrifa undir og var
bent á vopnaða danska hermenn að
öðrum kosti. Baltasar hefur málað
myndina fyrir Byggingavöruverzlun
Kópavogs og er hún þar.
Lesbók/Emelía.
Frumlegir verða þeir einir, sem hugsa
sjálfir og í sterkri vitund um ábyrgð.
Hallgrimur hugsar sjálfur. Hann leggur
hugsun sína og vitsmuni í það sem hann
segir, ásamt ræktuðu trúarinnsæi og list-
næmi. Hann skilar því einu, sem hann hef-
ur tileinkað sér og er samgróið trúarvit-
und hans og trúarlífi. Sú kenning klár,
kröftug, hrein og opinskár, sem hann flyt-
ur, er í engu ný. Og þó verður allt nýtt í
meðförum hans, af því að það er persónu-
lega tileinkað og tjáð. Þau trúarsannindi,
sem þúsundirnar hafa lifað, verða fersk
uppgötvun þeim einstaklingi, sem finnur
þau og eignast. Og þegar hann miðlar öð-
rum af því, sem hann hefur þegið, þá fer
kveikimáttur og lífsafl þeirrar tjáningar
mjög svo eftir því, hversu gagntekin hugs-
un og heitt hjarta er að baki orðunum. Til
lífs er ekkert fætt í trúarheimi, sem ekki á
upptök í alteknum hug. Það er ekki nóg til
varanlegs lífs, að slíkur hugur sé að baki.
En án þess gagna ekki önnur tygi, engin
gáfa, engin list, engin snilld.
Fáum getur dulist, að Hallgrímur er
sjálfur á valdi þess orðs, sem hann boðar.
Hann hefði sagt eins og aðrir trúmenn:
Fyrir réttum 300 árum, aðeins tæpum
áratug eftir dauða Hallgríms, skrifar sam-
tímamaður hans nær jafnaldra, Torfi
prestur Jónsson, bróðursonur Brynjólfs
biskups, að þjóðin hefði á þeirri köldu öld
átt menn, sem hafi sýnt það, að ekki sé
heilinn frosinn i íslendingum. Og hann
nefnir fjóra menn til sönnunar, þeirra á
meðal og þeirra yngstur er Hallgrímur
Pétursson. Tveimur árum síðar segir sami
maður, að Hallgrímur sé hin miklá prýði
aldarinnar.
Síra Torfi átti það eiginhandarrit Pass-
íusálma, sem enn er til, erfði það eftir þau
feðgin Ragnheiði og Brynjólf biskup. Hann
og ættmenn hans síðar kunnu að meta
þessa gersemi og varðveittu vel.
Sú skoðun hefur verið nokkuð almenn,
að samtíð Hallgríms, hin mjög svo
ófrægða 17. öld, hafi ekki tekið eftir hon-
um, ekki séð sinn mesta mann.
Þetta er ekki sanngjarn eða rökstuddur
dómur. Hallgrímur er ekki nema þrítugur,
þegar hann er orðinn prestur og hafði þó
sjálfur ekki farið öruggan veg að því
marki. Þegar þá höfðu menn veitt skáld-
gáfu hans og hæfileikum athygli.
Þegar núna er horft aftur í aldir, stend-
ur Hallgrímur einn sér, án samkeppni eða
samanburðar við aðra höfunda samtím-
ans. Það var ekki svo, þegar hann var á
dögum. Á þeirri tíð var meira ort en
nokkru sinni fyrr eða síðar á landi hér.
Sálmar voru í stóru gengi og allur trúar-
legur kveðskapur. Þeir voru æði margir,
sem töldust til stórskálda og nutu al-
mennra vinsælda með þjóðinni.
Guðbrandur biskup átti mestan hlut að
því að vekja þessa öldu, virkja skáldlega
hæfileika og beina þeim í þennan farveg.
Hjá honum fór saman trúareldmóður og
þjóðlegur metnaður, hvort tveggja ósvikið
og átakamikið í fari hans. Áhrifin urðu
víðtæk og djúp.
Enginn gat umsvifalaust komist í önd-
vegi á skáldaþingi á 17. öld. Þar var við
marga að keppa og ekki alla smáa.
Öld Hallgríms var nógu áfallasöm þótt
hún fái að njóta þess, sem hún á.
Hún má í fyrsta lagi eiga það, að Hall-
grímur er skilborið barn hennar. Hann er
borinn uppi af þeirri andlegu flóðöldu, sem
lúthersk kristni hóf og efldi. Hann er
gagngert mótaður af þeirri eindregnu
trúarstefnu, sem öldin laut. Sú stefna kall-
aði á hæfileika og gáfur og ræktaði það
hugarfar, sem var opið fyrir trúarskáld-
skap og þáði hann með þökkum.
Hallgrímur hefði aldrei orðið það sem
hann varð, ef bylgja þessa aldarfars hefði
ekki riðið undir hann.
f öðru lagi má öld Hallgríms eiga það, að
hún tók eftir honum, varla vonum seinna,
ef borið er saman við skyggni annarra
tíma á yfirburði. Vitaskuld varð hann ekki
á vetfangi höfuðskáld eða þjóðskáld í aug-
um landa sinna. Og eðlilega varð bið á því,
að hann næði að skjóta öllum öðrum aftur
fyrir sig. En það gerði hann síðan hægum,
hiklausum skrefum. Og nú er svo komið,
að menn sjá hann einan, en rökkvi hylur
aðra hnjúka og tinda, sem samtíð hans sá
í birtu og þáði birtu frá.
IV
Bókmenning íslendinga varðveitti tungu
þeirra, sérleik og sjálfsvitund. En vafa-