Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 6
samt er, hvernig sá dýri arfur heföi enst og ávaxtast, ef ekki hefði komið til sú bók- menntavakning, sem trúarvakning lúth- erskrar kristni kom til vegar. Henni var það að þakka, að hér varð læs þjóð og furðulega áhugasöm um lestrarefni. Trú- arvakningin leiddi til þess, að þjóðin mót- aðist gjör en á öðrum tímaskeiðum sögu sinnar af óbilandi trúartrausti og þar með af von, sem ekkert gat slökkt. Þessi trú ber sér vitni í sálmum Hallgríms og ræðum Vídalíns. Þar er sá Guð, sem öruggt er að treysta, af því að hann er alvöruguð og ekki neins konar mjúkhært og makrátt gæludýr. Hann lætur ekki að sér hæða. Það er engin kallsmælgi hjá honum, að þú megir miskunn hljóta, enginn sjálfsagður hégómi að sjá hans stranga vilja, hans stóra leyndardóm gegnlýstan, uppljómað- an, af krossins björtu náð. Hans orð, hans hjálp gat ekki brugðist, hvernig sem hin vondu veður sveigðu og beygðu þetta kuldastrá meðal þjóða. En það er ekki margt í minningu þjóðar- innar um öld Hallgríms, sem þótt hefur bjart eða gleðilegt. í Kópavogi, þar sem ég á heima núna, er minnismerki, nærri þeim alfaravegi, sem nú er fjölfarnastur á landi hér. Það merki skal minna á Kópavogsfundinn, en þar voru íslendingar kúgaðir til þess að afsala formlega og um aldur öllum rétti landsins í hendur útlends einvaldskonungs. Einn þeirra fyrirmanna landsins, sem kvaddir voru til þess að undirskrifa þetta skuggalega skjal fyrir hönd þjóðarinnar, var Hallgrímur Pétursson. Það er vert að minnast þess, að hann var þar. Hann varð eins og aðrir að skrifa undir þann texta, sem staðfesti pólitíska niðurlægingu og allsleysi íslenskrar þjóð- ar. En Hallgrímur hafði þá nýlega skráð og skrifað undir aðra pappíra. Það gerði hann frjáls og til þess að hylla konung frelsisins, ríki friðarins. Hvað er sá ósigur, sem íslendingar biðu fyrir útlendu ofurefli á Kópavogsfundi á móti þeim sigri íslenskra yfirburða í þjón- ustu frelsarans, sem skráður er og stað- festur í Passíusálmum? Og má ekki hið augljósa svar við þessari spurningu minna á, hvar og hver sigurinn er fyrir mig og þig og alla þjóð? Hallgrímur hefur flýtt sér heim í túna- sláttinn eftir Kópavogsfund. Skömmu síð- ar brann bærinn í Saurbæ með nær öllu, sem í var. Þá orti hann: Guð er minn Guð þó geisi nauð og gangi þanninn yfir ... Nafn Drottins sætt fær bölið bætt, blessað sé það án enda. En þegar hann hélt heim úr Kópavogi, hefur leið hans kannski legið um holtið hér, vafalaust í námunda við það. Hvað sem hann hefur hugsað þá, stendur hér nú mesta minnismerki landsins, reist 1 þakk- arskyni fyrir það orð, sem hann hafði skráð til þess að boða og hylla frelsið undir konungsvaldi Krists. Mér þykir gott að geta séð turn Hall- gríms úr Kópavogi og hlutföllin milli þess- ara tveggja minnismerkja, sem annað minnir á ísalands óhamingju, hitt á þá Jesú náð, sem lét lýði og byggðir haldast í þessu landi og fjötrana falla, það krossins konungsorð, þau stóru, máttugu sigurmál, sem gerðu snauða, veika hlekkjaþjóð rík- ari og sterkari en annað, sem íslenskur andi hefur þegið og gefið. Nú er öldin önnur en ekki að öllu góð. Ekki standa fyrirmenn landsins núna frammi fyrir opnum byssukjöftum, sem kúgi af þeim rétt og æru. En menn hafa klærnar hver í annars holdi og sjást einatt lítt fyrir. Og ekki allt ugglaust um sæmd og framtíð landsins. Það er hollt og gott að minnast þess, að Island átti menn, sem voru ekki með frosinn heila, því síður freð- ið hjarta. Turn Hallgríms rís hærra en merki Kópavogsfundar. Það er bending um það, hvað var stórt og hvað verður mest: Jesús er mér í minni, mig á hans vald éggef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf. INGiMAR ERLENDUR SIGURÐSSON Hallgrímur og heimsmyndin Himinn guðs var lífs á kistu lok, lýður herðum bar á dauðans ok; lausnarflís úr lífsins krossi tegld lúrði hvar sem jörð var stráum negld. Tímans á sig tók hann syndakaun, trúarskáldi kross er verkalaun; himnesk frelsun fargar eigingirnd, fórnin yfir krossi verður stirnd. Fyrir sjónum manns var heljarmyrkt, máttug synd hvern geisla hafði kyrkt; gröf var jörðin, gröf var himins djúp, girndir lífi sniðu dauðans hjúp. Skáld er glatar lífi fyrir list, lifir þá í sálum manna fyrst; vitnisburður var hans píslarljóð, von og trú og kross hjá snauðri þjóð. Þekkti sína þrá hver myrkvuð sál, þegar birti skáldið: upp mín sál; lostin skilning lauk upp sjón á ný, lokið himna var á augum ský. Allt er fárið ennþá rétt og satt, áa sem við Ijóðin forðum batt; engan frelsar félagshyggja mann, fullt af einsemd hennar glæsta rann. Ljóð þess endurleystu feigðaröld, lífið yfir dauða fékk þar völd; dýrleg gerðu göngu píslar skil, goldin synd er vegur lausnar til. Auðlegð hér um engu getur breytt, örbirgð sálar fær ei velferð greitt; eiturlyf í orðsins kemur stað, útlæg sjón er hvergi læs á það. Allt sem var af örbirgð tímans sýkt, óður píslar gjörði vonum ríkt; krossfest sló þar hjarta dýpstan hljóm, hóf í kvöl og synd upp dýrðarróm. Blindfædd nútíð neitar erfðasynd, neti augans föst í dómsins mynd; tárið upp í óði Hallgríms rís, endurlausn er mennskum harmi vís. Dómsins mynd var dregin skálds í hold, dýrðar himni sáð í jarðar mold; Hallgríms ásýnd heljarmerki bar, helgimyndín sálar birtist þar. List er orðin lygisaga tóm, ljóðin hafa niðurdrepinn róm; skelfing eru skáldin trúarsnauð, sköpun þeirra sálum manna dauð. Hallgrímur sunginn heila nótt EFTIR SÉRA JÓN THORARENSEN Síðasta veturinn, áður en að ég fermdist í Kirkjuvogskirkju, var kennari sveitarinnar, Vilhjálmur Ketilsson, þá óðalsbóndi á höfuðbóli sveitarinnar, Kirkjuvogi. Hann var góðum gáfum gæddur eins og ættfólk hans. Hjá honum fengum við krakkarnir fyrst að heyra um skáld og ritverk þeirra. Að vísu var ég eins og aðrir krakkar búinn að læra ýmis kvæði úr skóla- ljóðum, sem við sungum oft, en Vilhjálmur sagði okkur frá Grími Thomsen, sem hann var hrifinn af. Hann sagði okkur frá Gesti Pálssyni, Steingrími og Kristjáni Fjallaskáldi o.fl. Þetta var nýtt og gaman. Má segja, að þetta hafi verið fyrsti vísir að bókmenntasögu þjóðar- innar, sem við fengum á ævinni. Af sálmaskáldum minntist hann einungis á Hallgrím og Passíusálma hans. Svo kom að því, þeg- ar hann hafði frætt okkur um Hallgrím og sagt okkur, að Kirkjuvogs- kirkja hefði einu sinni verið „Annexía" hans, og hér hefði hann verið sókn- arprestur forðum í fjögur ár á Hvalsnesi, að hann sagði: Þess vegna er það skylda ykkar að læra eitthvað af sálmum hans. Nú fundum við, að vandast tók málið, þegar hann sagði: Ég læt ykkur læra 44. sálminn fyrst, sem er sjálfsagðastur af öllum, en ef, aftur á móti, það gengur vel og þið verðið dugleg, getur verið, að ég bæti einhverju við af sálmunum, því allt er, hvað öðru betra hjá Hall- grími. Við vorum ekkert hress yfir þessu, því þetta var reglan að læra þetta utan að. Þegar ég kom heim, sagði ég frá þessu, en fóst- urforeldrar minir settu strax Kristínu Gísladótt- ur, vinnukonuna, sem var Guðsorðalesari heimilis- ins mér til höfuðs, að fylgjast með að ég lærði þetta. Ég var nú ekki sem ánægðastur með þetta, því Kristín var látin hafa eftirlit með mér við lær- dóm Helgakvers. Kristín var ströng og sagði oft við mig: Það er ekki nóg, Nonni minn, að kunna utanbókar. Þú verður allt- af að kunna að raða ritn- ingargreinunum í réttri röð í huganum. Þá er þetta sómasamlegt. Sjálf kunni hún Helgakver og ritningarstaði í réttri röð. Hún þurfti ekki að nota kverið, þegar hún hlýddi mér yfir. Eins var þetta með 44. Passíusálminn. Þegar ég kunni sálminn og verin öll í réttri röð, þá var hún ánægð. En það er frá Vilhjálmi kennara okkar að segja, að þegar þetta hafði geng- ið vel hjá okkur með 44. sálminn, þá herti hann á klónni, sem kallað er, og sagði: Úr því þið eruð nú búin að læra 44. sálminn, — megið þið endilega til að læra svolítið meira hjá honum sr. Hallgrími í þessu dásamlega Guðs- orði. Það er bæði gott og nauðsynlegt að læra í Passíusálmunum, þið finnið það, þegar þið verð- ið stór. Svo lét hann okkur læra 25. og 48. sálminn. Okkur fannst þetta mikið þá, en svo varð að vera. Kristín Gísladóttir var látin sjá um utanaðlær- dóm minn í þessu öllu. Svo leið tíminn, svo liðu árin. Alltaf kunni ég Helgakver og Passíusálm- ana þrjá. Svo varð ég prestur, og þá þegar ég fór sjálfur að búa börn undir fermingu, þá fann ég hve gott var, að ég kunni þetta í Passíusálmunum. Þá datt mér oft í hug orð Vilhjálms kennara míns, þegar hann sagði: Þið finnið það, þegar þið verð- ið stór. Já, ég fann það og mat það mikils í sambandi við starf mitt. Ég gerði það að reglu minni að láta öll fermingarbörn hjá mér alla tíð læra 10 valin vers úr Passíusálmunum, und- ir fermingu. Það var ekki mikið móts við heila sálma, en ég lét börnin læra þessi vers utan að. Svo var það einu sinni, eftir að Neskirkja í Reykjavík var risin, og ég var búinn að starfa þar líklega um tíu ára skeið, að ég var vetur einn að spyrja fermingarbörnin þar sem oftar. Var ég að hlýða þeim yfir versin úr Passíusálmunum, sem þau áttu að læra. Þá datt mér allt í einu nokkuð í hug, og ég sagði við þau: Nú skulum við snúa þessu einu sinni við, og þið skul- uð hlýða mér yfir. Þið skuluð öll fletta upp 44. sálminum í Passíusálm- unum og hafa hann fyrir framan ykkur og vita, hvort ég fer með hann réttan, allan sálminn og öll versin í réttri röð. Þið megið ekkert leiðbeina mér eða minna mig á. Þið eigið bara að segja mér þegar ég er búinn að fara með hann allan, hvort hann hafi verið réttur og versin í réttri röð. Nú varð uppi mikill áhugi, allir urðu á augabragði vel vakandi og áhugasam- ir. Það hefði mátt heyra nál detta. Nú ætluðu þau að hlýða mér yfir. Nú var enginn annars hugar á þessari stundu. Ég byrj- aði, stillti mig vel af og fór hægt með versin, en aðalhugsunin fór í það að raða þeim rétt, en versin sjálf kunni ég svo vel, að ég þurfti ekkert að hugsa um þau. En með því að fara rólega með þau, tókst mér þetta. Þegar ég spurði börnin, hvort þetta hefði verið rétt, þá sögðu þau: Já, alveg rétt. Krökk- unum þótti ákaflega gam- an að þessu. Þau færðust nær mér við þetta. Nú kem ég að lokaatrið- inu í þessum hugleiðing- um. Á fyrstu prestsárum mínum hér í Nessöfnuði í Reykjavík, líklega 1942—43, var einu sinni hringt til mín og ég beð- inn að koma til deyjandi konu í Kaplaskjóli. Ég fór og kom í lítið hús og inn í hreinlega og smekklega litla stofu á móti suðri, þar sem gamla konan lá. Loftið inni var gott og hreint, og einhver friður og alúðarblær yfir öllu. Gamla konan lá í rúminu við gluggann. Hún hreyfð- ist ekki og þagði, en þegar ég hafði sest hjá rúmi hennar, sagði hún lágt og dauft, svo að það heyrðist varla: Syngdu Passíusálm. Á ég ekki að lesa hann? Syngdu, bað hún. Ég varð að byrja. Ég valdi nú 44. sálminn, kunni öll versin í réttri röð, lagið er fallegt og syngst vel. Ég byrjaði, söng lágt, mjög hægt og skýrt sem bezt ég gat, svo hún nyti Guðsorðsins. Þegar ég var búinn með sálminn, stundi hún upp: Æ, byrjaðu aftur á Sálm- inum. Ég var, Guði sé lof, vel fyrir kallaður á allan hátt, svo ég byrjaði aftur á sálminum og söng hann allan eða raulaði hann lágt. Gamla konan gaf aldrei hljóð frá sér annað en: Aftur. Er ekki að orð- lengja það frekar, að ég söng þennan sálm alla nóttina, hvað eftir annað til klukkan að ganga níu um morguninn. Þá allt í einu rís gamla konan upp í rúminu, en við höfðum haldið, að hún myndi skilja við þá og þegar. Okkur brá mjög, sem inni vorum hjá henni og héld- um, að hún væri að taka svona hastarleg andvörp. Nei, málrómur hennar var nú gjörbreyttur orðinn, skýr og sterkur og hún mælti: Nú vil ég fá gott og sterkt kaffi strax. Það fékk hún og tók hraust- lega á móti því. Hún lifði 3—4 vikur eft- ir þetta. JÓN THORARENSEN. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.