Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Side 10
ann er alltaf að stríða mér, strákur-
inn í hvíta húsinu, segir drengur-
inn.
— Hvaða strákur? spyr mamma.
— Þessi sem kom frá Reykjavík,
svo er hann líka leiðinlegur.
— Hvernig leiðinlegur?
Drengurinn svarar ekki en spyr:
— Er okkar bær nokkuð minni en Reykjavík?
-Já.
— Er þar innbær, brekka, miðbær, Bót, Eyri og
Brekkugata einsog hér, heldur drengurinn áfram að
spyrja.
— Nei, svarar mamma.
— Af hvurju er Reykjavík þá stærri.
— Það er fleira fólk þar.
— Hvernig fleira fólk?
— Æ, góði hættu þessum spurningum, þú ert alveg að
gera útaf við mann með þessu sífellda spurningaflóði.
Fullorðna fólkið er alltaf svona við drenginn, segir
hann sé á spurningaaldrinum. Mamma segir það þurfi
að ráða mann til að svara spurningunum hans. Pabbi
svarar honum ekki nema stöku sinnum. Það er bara afi
sem á alltaf einhver svör, en það er verst að afi er að
vinna allan daginn.
Stundum lætur drengurinn sér nægja að spyrja guð,
þó hann viti fyrirfram að hann fái engin svör.
— Af hverju þrjár stelpur og bara einn strákur?
— Kanntu ekki að reikna guð minn? Veistu ekki að
einn og þrír eru ekki jafnt? Eða hefurðu svona mikið að
gera að þú getir ekki fylgst með því hvernig þetta er hjá
okkur hérna niðri?
Drengurinn veit að þó guð vilji kannski svara, þá er
hann langt í burtu og vont að heyra, hvað hann segir.
Það eru bara prestarnir sem heyra í guði.
Það er allt í lagi með elstu systurina, af því að hún
kann svo vel að tala. Sú næsta er svo frek og vill öllu
ráða og þó hún kunni dálítið að tala, þá öskrar hún og
stappar niður fótunum, svo að fullorðna fólkið heldur
hún sé eitthvað veik og þessvegna fær hún líka allt, þó
engin tár sjáist þegar hún öskrar. Litla krílið er rétt
nýþúið að læra að ganga og getur varla sagt pabbi eða
mamma. Þetta litla kríli sem er með rautt hár einsog
brunabíllinn utar í götunni, skælir þegar það á að þegja,
vakir þegar það á að sofa, dettur á rassinn þegar það er
að reyna að ganga, vælir þegar það fær pelann sinn,
pissar á sig allan daginn og þó hefur það ekkert tippi.
Það er bara stelpukríli.
Drengnum finnst hann guð ætti bara að líta í eigin
barm. Ætli honum fyndist ekki nóg um að eiga þrjár
systur og engan bróður?
Þótt drengnum finnist hann eiga fullan rétt á að tala
við pabba, því þeir eru einu karlmennirnir í fjölskyld-
unni, þá kemur pabbi oft seint heim á kvöldin og þá er
hann þreyttur. Svo er hann líka alltaf að snúast í kring-
um stelpurnar þrjár og hampa þeim á alla enda og
kanta. Drengurinn þorir ekki að minnast á þetta mis-
rétti: Einn strákur, þrár stelpur. Pabbi myndi áreiðan-
lega ekki svara. í mesta lagi segja þetta vera fíflalega
spurningu.
Mamma tuðar alltaf á því sama:
— Þeir sem eignast hraust og réttsköpuð börn eiga að
vera guði þakklátir. Auðvitað er þetta ekkert svar.
Mamma getur aldrei skilið drenginn nema kannski þeg-
ar hann meiðir sig. En það er ekki alltaf hægt að vera
að meiða sig. Mamma er svosem ekki vond og drengur-
inn þarf ekki að kvarta undan því að hún sé alltaf að
skammast. En samt er hún daginn út og inn eitthvað að
jagast og nudda í drengnum:
— Þú mátt ekki fara einn upp á tún. Þú mátt ekki
fara niðrí fjöru. í almáttugs bænum vertu ekki að dand-
alast inná bryggju. Passaðu þig á bílnum í portinu bak
við húsið. Láttu ekki stóru strákana plata þig til að
kasta grjóti í fólk. Vertu góður við hundana hans Nor-
manns gamla svo þeir bíti þig ekki. Vertu ekki að sníkja
gott í búðum.
Drengurinn fær aldrei að gera neitt og sami söngur-
inn í mömmu dag eftir dag.
Einu sinni tók mamma í hálsmálið á peysunni hans,
klæddi hann úr öllu að neðan, fór með hann framí
vaskahús og sprautaði ísköldu vatni á beran bossann á
honum. Fullorðinn strákur hafði boðið drengnum tíaur
ef hann klifraði upp á stiga á háu húsi og sprændi svo
ofan af þakinu. Auðvitað þurfti mamma drengsins að
vera í glugganum og sjá allt heila gillið. Hún varð
skíthrædd, fór að grenja og bað fullorðinn karl að ná í
drenginn. Drengurinn fékk engan tíaur, bara kalda
bunu á beran rassinn, en hann fór ekki að skæla og það
þótti mömmu verst.
Og drengurinn sneri sér til guðs og sagði:
— Það er sem ég sæi þig guð ef hún mamma þín léti
svona við þig.
Ja, mamma guðs. Kannski á guð enga mömmu, eða
hvað? hugsaði drengurinn.
Á sunnudögum er pabbi drengsins með bestu pöbb-
um. Það eru nefnilega ekki allir strákar sem eiga pabba
sem kann að spila á píanó, og þeir eru enn færri sem
eiga pabba sem spilar á píanó í bíó á sunnudögum.
Um fjögurleytið á sunnudögum klæðir mamma
drengsins hann í matrósafötin, rennir blautri greiðu
gegnum hárlubbann á honum og treður honum í jóla-
skóna sem eru að verða alltof litlir. Rétt fyrir klukkan
fimm spássérar drengurinn með pabba sínum inn Bót-
ina, framhjá pósthúsinu og alla leið inní Skjaldborgar-
bíó. Strákar góna á drenginn með öfund í augum því
þeir eiga hvorki pabba sem spilar á píanó í bíó né
tuttuguogfimmaur til að kaupa sig inn.
En stundum finnst drengnum voða langt til næsta
sunnudags. Á haustin og veturna eru dagarnir gráir og
leiðinlegir. Morgunsöngurinn hennar mömmu:
— Reyndu að koma þér úr bólinu, drengur. Þvoðu þér
um hálsinn og bak við eyrun. Helltu ekki mjólkinni
niðrá þig. Gleymdu ekki að taka inn lýsið. Ertu búinn að
reikna? Hvar er skólataskan þín? Farðu að koma þér af
stað svo þú verðir ekki of seinn í skólann.
Annars er skólinn furðulegt fyrirbrigði í augum sex
ára drengs, sem er líka stór eftir aldri. Af hverju að
vera í skóla með eintómum stelpum sem varla þekkja
stafina? Af hverju að vera í skóla til að læra að skrifa í
þykjustunni og gera svo ekki annað en naga penna-
sköft? Af hverju að vera í skóla til að læra að leggja
saman tvo og tvo þegar maður hefur vitað í meir en ár
að útkoman er fjórir? Þessum spurningum og öðrum
ámóta veltir drengurinn fyrir sér meðan hann rogast
með töskuna sína lengst niður á Eyri.
Kennslukonan er á peysufötum með spangargleraugu
og rassinn uppá miðju baki. Hún hjálpar bara stelpun-
um og segir við drenginn:
— Vertu duglegur að skrifa, drengur minn.
Um miðjan nóvember er drengurinn búinn að naga
tvær pennastengur upp til agna.
Eftir matinn þegar venjulegir sex ára strákar fá að
fara út að leika sér, þá byrjar eftirmiðdagssöngurinn
hjá mömmu: