Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 12
Hér hefur ekkert veríd til sparað: Ópenihúsið íBayreutb að innan. Fyrír miðju sést inn á sviðið.
Þessi smábær í Suður-Þýzkalandi hefur orðið heimsfrægur vegna óperuhússins og hinnar árlegu tónlistarhá-
tíðar, þegar Niflungahringurinn og aðrar óperur Wagners eru fluttar með svo miklum íburði, að sviðsbúnað-
urinn einn kostar 22 milljónir króna
EFTIR KONRÁÐ S. KONRÁÐSSON
Ifaðmi skógi skrýddra Fichtelgebirge liggur í
norðausturhluta Bæjaralands (Bayern) héraðs-
borgin Bayreuth. Þessi borg, sem í dag byggja
um sjötíu þúsundir, á sér um margt merka sögu,
enda þótt sérstaða hennar í dag sé um margt
meiri en áður var.
Þó að borgin eigi sér skráða sögu allt
aftur á 12. öld er það fyrst er borgin verður
setur markgreifanna af Brandenburg-
Bayreuth á 17. öld að hróður hennar fer
vaxandi.
Það er svo um miðja 18. öld að Friedrich
markgreifi kvænist prússensku prinsess-
unni Wilhelmínu Soffíu, sem raunar var
eftirlætissystir Friðriks II. mikla Prússa-
kóngs. Var vegur lista mikill á veldistíma
þeirra hjóna og markgreifynjan einstakur
unnandi fagurra lista, og sjálf góðri list-
gáfu gædd. Samdi hún bæði styttri leikrit
og óperur, auk þess sem sagan segir að hún
hafi haft af því gott gaman að bregða sér í
ýmis gervi og taka þátt í leiksýningum við
hirðina. Wilhelmína markgreifynja hafði
svo sem títt var á þeim tíma mikinn áhuga
á ítölskum óperum. Var því að ósk hennar
hafist handa um byggingu óperuhúss í
Bayreuth, enda þótt slík hús væru fátíð 1
Norður-Evrópu á þeim árum. Var húsið
fullgert meðal þeirra stærstu sinnar teg-
undar og stóð vígslan 1747 raunar í sama
mund og gifting einkadóttur þeirra
markgreifahjóna í Bayreuth. Sjálft er hús-
ið innra hin veglegasta smíð og í hinum
dýrðlegasta barokkstíl, þó hið ytra skeri
húsið sig vart úr húsaröðinni umhverfis.
Stólar eru engir á gólfi áhorfendasalar
enda það fremur ætlað fyrir dans. Áhorf-
endasvalir eru á þrem hæðum og þiljaðar
niður í stúkur. Húsið er að meginhluta úr
við og hljómburður með ágætum að sögn.
Þau markgreifahjón létu þó ekki þar við
sitja. Nokkrum árum síðar hófust þau
handa við að byggja nýja höll í Bayreuth,
sem lokið var við á tveimur árum. Er
byggingin ákaflega smekklega skreytt í
rókókóstíl, einkum þó vistarverur Wil-
helmínu prinsessu, en hún lést aðeins
nokkrum árum síðar, 1758. Var að vonum
að listum og allri menningu í Bayreuth
hrakaði að mun, enda hvorki hinum eftir-
lifandi markgreifa Friðrik, né síðari konu
hans gefin sama listgáfa né heldur áhugi á
listum og Wilhelmínu. Þrátt fyrir það
lögðust sýningar í óperuhúsinu ekki af
þótt stopular yrðu.
Wagner Kemur Til
SÖGUNNAR
Það er svo ðld síðar að haldin er í Bay-
reuth sýning á óperu Wagners, Tannháus-
er, og eru meðal tiginna gesta Maximilian
Óperugestirnir eru víðsvegar að úr öilum
heiminum. Hér koma þeir prúðbúnir að
óperuhúsinu við upphaf hátíðarinnar.
II. konungur Bæjaralands og fjölskylda
hans. Þar á meðal mun væntanlega hafa
verið Ludwig krónprins, þá aðeins barn að
aldri. Hvort sem þau áhrif, sem krónprins-
inn varð fyrir hafa reynst djúpstæð þá
varð Ludwig II. konungur Bæjaralands
áhrifamestur fylgismanna Richards
Wagner síðar á sviptingum þess síðar-
nefnda við samtíðina.
Nokkrum árum síðar eða 1863 birtir
Wagner hugmyndir sínar um tónlistarhá-
tíðahöld (die Festspiele): í lítilli borg
skyldi byggja bráðabirgðaleikhús. Við gerð
þess skyldu listræn sjónarmið sitja í fyrir-
rúmi. Að áhorfendasalnum svipaði að lög-
un til hinna forngrísku hringleikahúsa og
hljómsveitin væri dulin áheyrendum var
meðal þess sem Wagner taldi mikilvægast
í prenti sínu. Við æfingar skyldi hverju
sinni leitast við að þróa frumlegan stíl.
Sýningar myndu ekki rekast á aðrar upp-
færslur s.s. óhjákvæmilegt væri í atvinnu-
leikhúsi og skyldu standa opnar öllum
listvinum. En „athöfnin", framkvæmd
þessara hugmynda, var ekki á valdi Wagn-
ers sjálfs. Var von hans að „þýskur prins"
myndi veita honum stuðning og lýkur
hann skrifum sínum með hvatningu: „Er
slíkur prins til? í upphafi var athöfnin."
Fundum Richards Wagner og Ludwigs
II. bar fyrst saman ári síðar. Lýsti kon-
ungur áhuga sínum á óperuflokknum
„Hring Niflungsins", sem Wagner hafði þá
í smíðum. Skáldiö, sem þá stóð höllum fæti
og átti yfir höfði sér skuldafangelsi í Vín,
mun hafa talið til lítils að ljúka verkinu
þar sem ekki fyndist boðlegur staður til
sýninga og konungur þá lofað hjálp sinni,
sem átti eftir að reynast Wagner drjúg.
\
12