Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 14
Cosima og Richard Wagner. Wagner hafði nánast fleytt þeim á bón- björgum í vesöld þeirra, þegar það verður honum til bjargar að ákveðið er að taka til sýningar óperu hans Rienzi í Dresden og Wagner fylgir á eftir. Þar vann Wagner með tónlist sinni sína fyrstu sigra, enda þótt hann sem stjórn- andi ætti ekki alltaf vísan skilning né stuðning ráðamanna. Wagner, eignalaus — raunar skuldum vafinn og örbirgðinni vel kunnugur, lætur frá sér fara ritlinga þar sem hann for- dæmir auð og auðsæld og mælir fyrir nýj- um lögmálum auðskiptingar. Það er því að vonum að honum verður fljótt til vina meðal skoðanabræðra í Dresden. Wagner afneitaði þó með öllu kommúnisma Marx, sem hann kallaði „óheflaðan og líflausan". Það var svo í janúar 1849 að þjóðkjörnir fulltrúar Saxlands settu fram ákveðnar kröfur um aukin þegnréttindi. Því svaraði konungur þeirra, Friðrik Ágúst II., með því að leysa upp báðar deildir þingsins. Með því griðrofi kallaði hann yfir sig blóð- uga byltingu og neyddist til að kalla sér til hjálpar prússneskar hersveitir, en flúði sjálfur af hólmi ásamt ráðgjöfum sínum. í Dresden var Wagner einn af forsprökkum byltingarinnar þar og enda þótt hann stæði ekki á götuvirkjum með vopn í hönd tók hann með ráðum og dáð þátt svo sem honum var unnt. Þegar svo sýnt var að byltingin yrði kæfð af saxneskum og prússneskum hersveitum flúði hinn 36 ára gamli Richard Wagner til Weimar, þaðan sem hann með hjálp Franz Liszt komst áfram undan yfirvöldum til Sviss. Hefði hann náðst er víst talið að hans hefði beðið dauðadómur. Því eru þessi ævintýri Wagners rakin hér að það er einmitt á þessum Dresden- árum að hann fær hugmyndir þær sem síðar fullkomnast í óperuflokknum „Hring Niflungsins". Þar er fyrst að finna í ritum hans umfjöllun á Niflungasögninni, sem og samband hennar og grískrar goðafræði. Það rit kallaði Wagner „Die Wibelungen". Er þar uppruni upphafsins „Dauði Siegfri- ed“, sem síðar varð lokakafli „Hringsins", óperan Ragnarökkur. Mikið að gera á stóru heimiii: Gestamóttaka í Wanfried, húsi Wagners íBayreuth. Franz Liszt er rið píanóið. FREKAR Veld ég Skelfingu Og Hugarstríði Það er svo sem eftirlýstur flóttamaður í Zúrich að Wagner semur textann að hin- um óperunum þrem, en samningu textans hafði hann að mestu lokið um 1854, og raunar einnig byrjað að leggja niður fyrir sér tónsetningu. Sköpunartími „Hrings- ins“ er þannig á engan hátt lognmollutíð í. sæld og hóflífi. Wagner segir sjálfur í bréfi til vinar síns á þessum árum: „Fyrir mér vakir ekki að skapa hugljúfa skemmtan, frekar veld ég skelfingu og hugarstríði, því að annan hátt get ég ekki hrært kynslóð líðandi stundar."* Það er byltingar- og andófs- maðurinn Richard Wagner sem svo skrifar og þannig sá sami sem semur textann að trílógíunni miklu „Hring Niflungsins". Á Zúrich-árum sínum skrifaði Wagner einn- ig býsn ritlinga, þar sem hann flíkar stjórnmálaskoðunum sínum og er þar helst að nefna „List og bylting". Mun yfir- völdum raunar hafa þótt nóg um og var skáldið undir lögreglueftirliti þau ár sem hann dvaldi í Sviss. Það má kalla kaldhæðni að á þessum árum er andófsmaðurinn og hrópandinn Richard Wagner skjólstæðingur auðugra fésýslumanna jafnvel ráðamanna í Sviss sakir Iistar sinnar, en vart vegna stjórn- málaskoðana. En tímarnir breytast og mennirnir með. Það er breyttur Wagner sem í Bayreuth tæpum aldarfjórðungi síðar lýkur við tónsetningu Ragnarökkurs með orðunum: „Fullgert í Wahnfried. Meira hef ég ekki að segja." Frábærar Viðtökur — Wagner Óánægður Frumflutningur „Hringsins" í „das Festspielhaus" í Bayreuth varð 1876. Stjórn tónlistar var í höndum Hans Richt- er en Wagner hafði sjálfur ráðið söngvara og hljóðfæraleikara og var natni hans og vandvirkni við æfingar og undirbúning fá- heyrð. Sjálf stóð hátíðin aðeins í tvær vik- ur. Enda þótt viðtökur áheyrenda væru með eindæmum var Wagner óánægður með árangurinn. „Næsta ár“ skyldi bætt um betur. Svo varð þó aldrei. Feykilegur fjárhagslegur halli varð á hátíðahöldunum og Wagner nauðbeygður að takast á hend- ur hljómleikaferðir um Evrópu til að hafa upp í skuldirnar. Uppfærsla „Hringsins" við hátíðahöldin í Bayreuth 1876 varð því sú eina sem Wagner hafði sjálfur afskipti af, en hann lést tæplega sjötugur í Feneyj- um í febrúar 1883. Saga hátíðahaldanna í Bayreuth er að verulegu leyti samofin lífsstarfi tveggja kvenna, sem í ekkjustandi sínu öxluðu í fyrstu óvitandi þá ábyrgð að stýra og stjórna að mökum sínum gengnum. Það kom í hlut Cosimu Wagner eftir lát Richards 1883 að halda merki hans á lofti og má telja að hátíðahöldin allt fram til 1930 séu henni merkt, en það ár deyja hún og einkasonur hennar og Richards, Sieg- Wagner í þungum þönkum, eða reikur, sem er þó öliu líklegra, þrí hann lézt daginn eftir að Paul ron Joukorsky teiknaði af bonum myndina. fried. Eftirlifandi ekkja hans hin ensk- fædda Winifred er þá 33 ára að aldri, er hún samkvæmt erfðaskrá maka síns verð- ur einvaldur stjórnandi hátíðahaldanna í Bayreuth. Enda þótt sjálf hefði hún þá enga menntun né kunnáttu til slíks verks bar hún gæfu til að velja sér til samstarfs listamenn úr hópi þeirra fremstu í leik- og tónlist. Síðustu hátíðahöldin undir hennar stjórn urðu 1944. Það er svo 1951 að „hið nýja Bayreuth" lítur dagsins ljós. Win- ifred Wagner, sem lést nú fyrir 4 árum, hafði þá látið af hendi stjórn hátíðahald- anna til sona sinna, Wielands og Wolf- gangs Wagner. Þýska þjóðin var þó á þeim tíma á engan hátt sammála um að hátíða- höldin skyldu endurvakin. Wieland lést í nóvember 1966 og síðan hefir Wolfgang haldið einn um stjórnvölinn. SVIÐSETNINGIN VEIGA- MIKILL ÞÁTTUR Við hátíðahöldin í Bayreuth 1876 þegar „Hringur Niflungsins" var frumfluttur í heild lagði Richard Wagner sjálfur sig mest fram við að stjórna sviðsetningu, leik og söng, en lét Hans Richter eftir að stjórna tónlistinni að öðru leyti. Það er því að vonum áð sviðsetningin hefir verið sá þáttur hátíðahaldanna í Bayreuth sem er hvað mest áberandi og þannig hlotið lof og last á víxl svo sem títt er. Cosima Wagner fædd Liszt, s.s. hún var vön að skrifa nafn sitt, lagði sig alla fram um að söngvararn- ir færu vel með textann þau ár sem hún var stjórnandi hátíðahaldanna. Tók hún sjálf nýja söngvara á eintal og ias þeim fyrir textann lágri en seiðmagnaðri röddu að því er sagan segir. Þannig skyldi þeim ljóst að í textanum væri þungamiðja verks

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.