Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Qupperneq 15
látins maka hennar. Má og segja að Sieg-
fried Wagner væri sammála þessum skiln-
ingi móður sinnar. Það er svo er ekkja
hans Winifred kveður til Heinz Tietjen,
stjórnanda Ríkisóperunnar í Berlín, sem
leikstjóra og hljómsveitarstjóra að hann í
samvinnu við Emil Preetorius, sem sá um
sviðsmynd breytir um og setur tónlistina í
hásæti. Samkvæmt skilningi þeirra var
sviðsmyndin aðeins hjálpartæki til að gera
tónlistina sjáanlega. Var að vonum að ekki
tóku gamlir Wagner-aðdáendur þessari
nýsköpun á verkum meistarans með þögn-
inni. Bætti það ekki úr skák að hátíðahöld-
in stóðu fjárhagslega höilum fæti um þess-
ar mundir og áhættusamt ef fækkaði í
flokki áheyrenda. Það við slíkar kringum-
stæður að Winifred Wagner þiggur hjálp
áhrifamesta Wagner-aðdáenda þess tíma,
ríkiskanslarans Adolfs Hitler, svo hún
gæti komið í kring hugmyndum sam-
starfsmanna sinna. Enda þótt gestir há-
tíðahaldanna í Bayreuth á stríðsárunum
væru að stórum hluta þrælar stríðsvélar
þeirrar sem Þýskaland nasismans ól af sér
og áróðursmeistararnir aðgangsharðir
tókst Winifred að varðveita listrænt
sjálfstæði hátíðahaldanna hið innra þótt
ekki muni það hafa verið auðvelt verk. Eft-
ir hrun Þýskalands 1945 lögðust hátíða-
höldin í Bayreuth af s.s. áður er að vikið
allt til ársins 1951 að bræðurnir Wolfgang
og Wieland taka við stjórninni af móður
sinni. Er það upphaf hins svonefnda „nýja
Bayreuth". Tekur þá sviðsetningin enn
eina kollsteypu. Með hjálp meistaralegrar
lýsingartækni og einfaldaðrar, nánast
óhlutlægrar sviðsmyndar fellir Wieland
Wagner texta og tónlist að dulrænni
leikmynd þar sem hann gefur ímyndunar-
afli áhorfandans lausan tauminn. Eftir lát
bróður síns 1966 heldur Wolfgang áfram á
sömu braut.
Á aldarafmæli hátiðahaldanna 1976 fel-
ur svo Wolfgang Wagner Frakkanum
Patrice Chereau að annast leikstjórn og
sviðsetningu, en stjórn tónlistar samlanda
hans, Pierre Boulez. í sviðsetningu sinni,
sem og er til í sjónvarpsupptöku, gefur
Chereau gömlum venjum sem og öllum
fyrirmælum Wagners langt nef og færir
„Hringinn" og persónur hans til þess tíma
og umróts þar sem skáldverkið á rætur
sínar, eða umbrota 19. aldarinnar. Var þar
án hiks vegið að auðsöfnun og efnishyggju
og fór Chereau ekki dult með stjórnmála-
lega sannfæringu sína. Að vonum hlaut
uppfærslan í upphafi hinar hroðalegustu
viðtökur, en vann sér síðar sess. Hjá
Chereau er það tvímælalaust leikur þátt-
takenda, sem situr í fyrirrúmi. Með leik-
gleði sinni og eggjandi sviðsetningu tókst
Chereau að koma við kaunin á faríeseum í
hópi Wagner-unnenda og ætlaði brigslum
og hnútukasti seint að linna í þeim ólgusjó
skoðanaskipta sem af hlaust. En var það
ekki einmitt tilgangur verksins?
Samstarf Soltis Og Halls
Sýningarnar 1980 urðu þær síðustu á
uppfærslu þeirra Frakkanna Boulez og
Chereau. Mun þá veröld rétttrúaðra
Wagner-aðdáenda hafa varpað öndinni
léttar. Stóð þá stjórnandi hátíðahaldanna,
Wolfgang Wagner, frammi fyrir þeim
vanda að verða sér úti um nýja leik- og
tónlistarstjóra. Mun hann fyrst hafa
ámálgað það við Sir Georg Solti, hljóm-
sveitarstjórann, sem á undanförnum árum
hefir unnið endurtekna sigra með túlkun
sinni og stjórn á tónlist Wagner. Mun Solti
hafa þurft nokkurrar sannfæringar við í
fyrstu áður en hann tók verkið að sér.
Leitaði Wolfgang Wagner síðan hófanna
við annan riddara bresku krúnunnar, Sir
Peter Hall, til að stýra leik og sviðsetn-
ingu. Hall hafði þá sett á svið á níunda tug
leiksýninga og tæplega fimmtíu óperur.
Mun það raunar hafa verið að undirlagi
Solti að Hall var fenginn til þessa sam-
starfs. Gerð sviðsmyndar skyldi svo enn
einn samlandi þeirra, William Dudley,
annast. Síðan var hafist handa. —
Þeir Solti og Hall létu ósjaldan hafa eft-
ir sér við undibúning og æfingar að þeir
stefndu að því að þessi uppfærsla á „Hring
Niflungsins" skyldi samkvæmt fyrirmæl-
um Wagners sjálfs. Myndu þeir leytast við
að fylgja upprunalegum fyrirmælum
meistarans með hjálp nýjustu tækni. í
þeim tilgangi hannaði Dudley plötu eða
pall 15 m á breidd og 10 m á dýpt, sem
skyldi vera grunnur eða gólf sviðsins.
Þessar plötu mátti síðan halla og hækka
að vild. Gera íbjúga eða íhvolfa og var
öllum hreyfingum og breytingum stýrt
með hljóðlausu olíuþrýstikerfi. En þar var
samt ekki látið staðar numið. — Höfuð-
skepnurnar eldur og vatn hafa löngum
þótt erfiðar viðfangs á sviði s.s. gefur að
skilja. Fyrsti þáttur „das Rheingold“ ger-
Úr Meistarasöngvurunum frá Niirnberg, 3. þætti.
Hildegard Bebrens sló ígegn sro um munaði.
uppfærlsu Þýsku óperunnar við Rín í
Diisseldorf. Þar sem svo skammur tími var
til stefnu hafði Schneider engin tök á að
breyta skipan söngvara, en lokið á
hljómsveitargryfjunni lét hann færa í
fyrri skorður sönnum Wagner-unnendum
til hugarhægðar.
Að loknum skömmum tíma æfinga og
upprifjunar var að því komið að tjaldið
skyldi dregið frá við þessa uppfærslu á
„Hring Niflungsins" á Bayreuth-hátíðinni
1984.
Var það að vonum að glýju sló á íslend-
ingsaugun við að líta alla þessa dýrð og
undur. Þegar er ljóst er tjaldið lyftist við
tóna forleiksins að Rínargullinu og við
blasa þrjár kviknaktar, svamlandi og
syngjandi Rínardætur að stökkið frá drós-
um Chereau við virkjunarfossana er stórt,
en e.t.v. við nánari athugun ekki jafnstórt
og ef litið er til Rínardætra Wagners sjálfs
1876, sem sveiptum slæðum var haldið
uppi á járnstöngum og síðan á hjólabúnaði
ekið syngjandi um sviðið.
ist í djúpi Rínar og í fullu samræmi við
það rómantíska raunsæi sem ferðinni réði
við uppsetningu þessa var á grunnsviðinu
gerð laug, tæpir 100 m2 að stærð og fyllt af
nákvmælega 29°C heitu vatni. Þar sem
ekki var framkvæmanlegt að láta þær
dætur Rínar svamla í glerbúri, auk þess
sem þeim hefði orðið erfitt um allan söng
undir yfirborðinu var laugin höfð grunn,
eða aðeins um 'k metri á dýpt, en í 42
gráðu halla yfir henni komið fyrir spegli,
14 m breiðum og 10 m á hæð. Því virtust
þannig með sjónhverfingum Dudley Rín-
ardæturnar synda um í djúpi Rínar — á
sviði „das Festspielhaus" í Bayreuth.
SVIÐSBÚNAÐUR Á 22
MILUÓNIR KRÓNA
Kostnaðurinn var gífurlegur. Aðeins
gerð sviðsbúnaður, gervi þó ekki meðtalin,
mun hafa kostað 2 milljónir þýskra
marka, eða um 22 milljónir íslenskra
króna. Solti lét ekki sitt eftir liggja og lét
rífa að hluta til burt lokið á hljómsveit-
argryfjunni, svo hljómur hljómsveitarinn-
ar yrði opnari að hans mati.
Frumsýningarárið 1983 leið og ekki er
látið staðar numið. Þeir Dudley og Hall
gera m.a. breytingar á sviðsmyndinni og
Solti breytir skipan söngvara. M.a. ræður
hann í ársbyrjun Hildegard Michele í hlut-
verk Skógarfuglsins í „Siegfried" eftir að
hafa hlýtt á söng hennar í „Leðurblök-
unni“ í Covent Garden. Það er svo þegar
fer að líða að hátíðahöldunum 1984 og
glímuskjálfti sækir í söngvara og starfs-
fólk að skyndilega koma boð frá sir Georg
Solti til stjórnanda hátíðahaldanna,
Wolfgang Wagner, um að hann treystist
ekki til að halda starfi sinu sem tónlistar-
stjóri hátíðahaldanna á sumri komanda.
Þó úr vöndu væri að ráða brá Wolfgang
Wagner skjótt við og fékk til starfans Pet-
er Schneider, sem áður hafði verið tónlist-
arstjóri í Bayreuth, þó ekki við uppfærslu
á „Hringnum". Þeirri óperukeðju hafði
hann samt sem áður nýverið stjórnað við
Meistaraverk
Sjónhverfinga
Allt um það var sviðsmyndin sjálf
meistaraverk sjónhverfinga. Ekki dvínaði
rómantíkin og síst undrin minni í kofa
Hundings (1. þáttur Valkyrjunnar) eða við
helli Fafner (2. þáttur Siegfried). Myndaði
þar hvort tveggja órofa heild tónlist og
sviðsbúnaður svo unun var á að horfa. Því
er að vonum að miklar kröfur eru gerðar
til áhorfandans að halda samhenginu þeg-
ar rómatíkin fær svo snöggan enda á Val-
kyrjuklettinum, sem reynist hringlaga
berangur eitt, jökulsorfið, sem þrátt fyrir
allan sinn hreyfanleik reynist áhorfandan-
um of óhlutlægur bakgrunnur miðað við
það sem á undan er gengið. Hvað varðar
sviðslýsingu eru andstæðurnar oft óvænt-
ar og lýsing Manfreds Voss minnisstæðust
sakir þess oft á tíðum eilífa rökkurs sem
virtist ríkja á sviðinu. Var þó e.t.v. lengst
gengið í lokaþætti „Götterdámmerung",
þar sem notast var að mestu við blaktandi
kertaljós og logandi kyndla í fyrstu, en
síðan daufan bjarmann af líkbáli Sieg-
frieds.
Sé leitast við að finna sviðsetningu og
sviðsmynd þeirra Halls og Dudleys stað
m.t.t. fyrri uppfærslna, sýnist sem þeir
hafi þegið hugmyndir sínar hér og hvar.
Ef horft er til sviðsmynda þeirr Preetori-
usar 1935 og Wagner-bræðranna 1951 og
1960 voru þeir samkvæmir sjálfum sér í
andstöðu sinni. Preetorius í Wagner-trúrri
hálfrómantík, en þeir Wieland og síðar
Wolfgang láta nánast hið óhlutlæga ráða í
einfölduðum en stílhreinum sviðsbúnaði
og samspili rúms og ljósbrigða. Líkt er
hins vegar og þeir Hall og Dudley reyni að
þiggja hið besta af forverum sínum og
steypa þannig saman í raun ósamrýman-
legum andstæðum. Er slík viðleitni að
sjálfsögðu dæmd til að mistakast. Úr
svörtu og hvítu fæst aðeins grátt. Sú mikla
tækni sem hér var innleidd án tillits til
kostnaðar og skyldi gefa skapendum sín-
um frjálsari hendur er í raun orðin að
markmiði og um leið fótakefli.
Glæsileg Frammistaða
hildegard Behrens
Vart mun Peter Schneider öfundsverður
af hlutverki sínu, þar sem hann án teljan-
legs fyrirvara er kvaddur til að bjarga há-
tíðahöldunum í ár eftir skyndilegt brott-
hlaup Soltis. Schneider hafði enga mögu-
leika á að breyta skipan hlutverka eftir
eigin höfði, né 'heldur mun honum hafa
gefist nægilegur tími til æfinga með
söngvurum og hljómsveit. Engu að síður
tekst honum hið ómögulega að taka upp
þráðinn eftir Solti án þess að hlypi snurða
á og komst hann og hljómsveitin frá sínu
með fullri sæmd, enda þótt í flutningi
tóniistarinnar sýnist vanta hinn fágaða
glæsileik. Er þess einkum vart í áhrifa-
mestu köflum verksins, s.s. bálför Sieg-
frieds og lokatónlistinni i Ragnarökkri.
Enda þótt þeir svartálfar og myrkraverka-
öfl Mime og Alberich fari halloka fyrir
fegri verum í atburðarás leiksins vinna
þeir með sanni sigur að leikslokum. Peter
Haage sem Mime er einn fárra sem sýnir
einhvern leik í hlutverki sínu auk söngs og
var Mime hans sem fífl girndarinnar
ánægjuleg glæta í þeim drunga sem ann-
ars var of oft ríkjandi. Hermann Becht
sem Alberich var meðal þeirra fáu sem
Solti hafði þegið frá fyrirrennara sínum
Pierre Boulez, annars voru kynslóðaskipt-
in næstum alger. Var Becht óviðjafnanleg-
ur í söng sínum og hlutverki og stal
raunar endurtekið senunni frá Siegmund
Nimsgern í hlutverki Wotans. Standi
nokkur sigurvegari á sviðinu að aflokinni
þessari uppfærslu á „Hring Niflungsins" í
Baeyruth sumarið 1984 er það án efa
Hildegard Behrens sem Brunnhilde. Með
leikgleði sinni, snilli og raddfegurð sigraði
hún gersamlega hjörtu áhorfenda. Undir
drynjandi lófataki sem aldrei virtist ætla
að linna, stappi og bravóhrópum stóð hún
á sviðinu í lokin í blómaregni. Skaust
sjálfur Wolfgang Wagner henni til hjálpar
til að tína saman rósirnar sem fóru víðs-
vegar í kappi aðdáendanna.
En hver er þá tilgangur Richards Wagn-
er með þessu tröllaukna verki sinu og hvað
hefir hann fram að færa?
Ekki mun ég ætla mér þá dul að geta
svarað slíku. Allt um það nýtir Wagner sér
meistaralega fornar sagnir um Niflunga
þó frjálslega sé með farið, enda mun svo
um fleiri. Því sama er hvort hetjan heitir
Siegfried eða Gunnar á Hlíðarenda, hinn
forspái Wotan eða Njáll og logarnir stíga
til himins Rínar- eða Affallsbökkum þá er
þemað hið sama.
I Bayreuth, síðsumars 1984.
Konráö S. Konráðsson er læknir og starfar I Svi-
þjóö.
*»Ich bicte keinen behaglichen Genuss, sondern ich
verbreite Schreck und Ríihrung; anders kann ich nicht
auf die hautige Menschheit Wirken
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 19S4 15