Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 17
saga hans hefur orðið ýmsum hugleikin og
varð m.a. efni doktorsritgerðar séra Eiríks
Albertssonar á Hesti (útg. í Rvík 1938). En
minnisstæð er frásögn sr. Matthíasar
Jochumssonar af þátttöku þessa spá-
mannlega trúfræðings á fjórða kirkju-
fundi Norðurlanda í Kaupmannahöfn vor-
ið 1871. Hinn frjálslyndi skáldprestur fer á
kostum í Söguköflum sínum, þegar hann
lýsir einurð Magnúsar frammi fyrir höfuð-
klerkum Norðurlanda, er hann varði hina
nýju skynsemistrú, „nýrationalismann",
sem hinn aldurhnigni skáldjöfur,
Grundtvig, kvaðst þá ekki vita betur, en
hann hefði kveðið niður fyrir 60 árum.
Séra Matthías líkti Magnúsi við Jón Sig-
urðsson og Martein Lúther á þeirri stundu,
er hann var hrópaður niður á kirkjufund-
inum. Magnús bað hárri röddu fyrir mót-
herjum sínum, svo margir komust við í
fundarsalnum. Stuðningur Magnúsar við
réttindabaráttu kvenna í Danmörku held-
ur og nafni hans á lofti. Þeir frændur
Magnús og Björn áttu það sammerkt, að
geta ekki lifað án framfarabaráttu og
settu aldrei fyrir sig andbyr og erfiðleika.
Námsbraut
Sem fyrr er getið fæddist Björn í Kaup-
mannahöfn tveim árum eftir að faðir hans
lauk stúdentsprófi úr heimaskóla bróður
síns. Fimm árum síðar lýkur Stefán laga-
námi frá Hafnarháskóla og flyst með
danska eiginkonu og tvo syni heim til ís-
lands. Hefur hann þá verið skipaður sýslu-
maður og bæjarfógeti á ísafirði. Þar „í
faðmi fjalla blárra" dvaldist Björn í for-
eldrahúsum allt þar til hann kom til
Reykjavíkur haustið 1869 og settist í
Lærða skólann. Var hann við nám í 7 vet-
ur. Veturinn 1876—77 var hann ekki í skól-
anum og útskrifaðist stúdent utan skóla
vorið 1877. Samsumars sigldi hann til há-
skólanáms í Kaupmannahöfn. Þar tók
hann próf í heimspeki 12. júní 1878 með
ágætiseinkunn, en embttisprófi í lögfræði
31. maí með annarri einkunn. Er líklegt, að
hann hafi ekki gefið sér tíma til þess, að
liggja yfir þurrum lögfræðidoðröntum, því
áhuginn beindist í ýmsar áttir aðrar. Sú
venja fylgdi íslendingum til Kaupmanna-
hafnar, að festa viðurnefni við menn.
Þannig höfðu þeir nefnt hinn eðallynda og
sómakæra föðurbróður Björns „frater",
bróður, vegna þess bróðurþels og umburð-
arlyndis, sem Magnús jafnan sýndi þeim.
Frænda hans, lögfræðistúdentinn, nefndu
landar Björn „fyrirtæki", vegna þeirrar
Danskur natúralismi og rómantík; olíumál-
rerk eftir Á. Askevold, 1884, ein af myndun-
um úr gjöf Björns.
hæst. Hann er einmitt í nánum tengslum
við þá íslensku menntamenn og skáid, sem
mest létu að sér kveða um þær mundir í
Kaupmannahöfn. Eru það Verðandimenn,
sem síðan eiga eftir að verða honum að
mestu liði við útgáfu Heimdallar. Kemur
það þegar í ljós í þessu fyrsta hefti, því að
í framhaldi af grein Björns um Drach-
mann birtist þýðing á tveim kvæðum
skáldsins eftir Hannes Hafstein. Ljóðin
eru Misericordia og úr flokknum „Ven-
ezia“. Og þá kemur langur þáttur í íausu
máli úr „Ude og hjemme" eftir Drach-
mann, sem nefnist Hann dó og var graf-
inn. Bertel E.Ó. Þorleifssón hefur þýtt.
ástríðu hans, að brjóta upp á nýjum og
nýjum viðfangsefnum jafnhliða háskóla-
námi.
FLJÓTHUGA
HUGSJÓNAMAÐUR
Löngu síðar, þegar Björn var allur,
minntist séra Jóhannes L.L. Jóhannsson
hans í Landinu (21. des. 1918) og komst þá
m.a. svo að orði: „Björn var yfirleitt ein-
kennilegur maður og átti fáa sína líka í
mörgu. Sálin var jafnan full af nýjum hug-
arsmíðum, en jafnskjótt sem hann sá ein-
hverja byrjun á framkomu þeirra í
verkinu, vóru óðara nýjar hugsjónir vakn-
aðar, er gersamlega ráku í burtu alla hugs-
un um þær, sem næst á undan voru mesta
áhugaefnið ... Það var oft engu líkara en
hann mætti ekki vera að því í dag, að gefa
gaum að því, sem hann hafði afrekað í
gær, heldur héldi að það allt gengi af
sjálfu sér eins og uppdregið úr, frá því er
byrjunin var gerð, og byggist við að aðrir
Líf alþýðufólks, einkum sjómanna, á Skagen
var vinsælt myndefni í Danmörku á öldinni
sem leið. Meðal þeirra sem þar dröldust og
máluðu var Peder Severin Kröyer og er
myndin ársett 1886, eða ári eftir að Björn
skrifaði gjafabréfið.
tæki þá vel við, svo fyrirtækinu væri að
fullu borgið; en reynslan sýnir best að slíkt
bregst oftast herfilega." Af þessum orðum
gamla prestsins úr Suðurdalaþingum má
skilja, að Birni hafi oft leiðst kyrrsetja
yfir námsbókum á stúdentsárum. Algeng-
ara var þá, að Hafnarstúdentar létu glepj-
ast af sumbli, en Björn var í hópi þeirra,
sem hrifust af æðri markmiðum. Hann
hreifst af auðlegð lista og menningar í
höfuðstað Danaveldis, en fann jafnframt
sárt til þess, hversu margt skorti á í þeim
efnum heima á Fróni. Samferðamenn hans
ytra, sem vildu auka veg fósturjarðarinn-
ar, lögðu áherslu á tvo þætti, alhliða
stjórnmálaþekkingu og fagurbókmenntir, í
þágu sjálfstæðisbaráttunnar. Athygli
Björns beindist út fyrir þann ramma. Þeg-
ar hann sneri sér að útgáfu tímarits,
nægði honum ekki pappír og prentsverta.
Hann lagði áherslu á listrænt útlit ritsins,
svo að það tók öllu öðru fram, sem menn
höfðu átt að venjast hér.
Heimdallur
íslendingar í Kaupmannahöfn höfðu um
árabil verið duglegir útgefendur tímarita.
Árið 1829 hóf Baldvin Einarsson útgáfu á
Ármanni á alþingi. Fjölnismenn sendu frá
sér Fjölni sex árum síðar og urðu árgangar
hans niu. Sem kunnugt er boðuðu þeir fé-
lagar frelsi og fegurð. Töldu þeir frelsið
nytsamast af öllu nytsamlegu og fagurt
mál fegurst af öllu fögru. Því hófu þeir
fagurbókmenntir til vegs og gátu ekki un-
að því að nokkur hugsun kæmi fram í riti
þeirra í tötralegum búningi. Einn þeirra
var náinn frændi Björns. Stefán faðir hans
og Jónas Hallgrímsson voru þremenningar
að skyldleika. Þegar Jón Sigurðsson hóf
útgáfu Nýrra félagsrita 1841, var Magnús
Eiríksson, föðurbróðir Björns, einn þeirra
manna, er að þeim stóðu. Þannig átti
Björn ekki langt að sækja áhuga fyrir
blaðaútgáfu, til þess að miðla löndum sín-
um af fögum lista og menntunar. Eftir
lögfræðiprófið réðst hann aðstoðarmaður
fógeta konungs og vann þá jafnframt að
ritstörfum og bókaútgáfu.
Við upphaf ársins 1884 hleypti Björn af
stokkum nýju tímariti, er hann nefndi
Heimdall. Var mjög til þessa rits vandað
bæði að ytra útliti og efni. Var það íslend-
ingum mikil nýlunda að fá myndskreytt
tímarit í hendur. Framan á fyrsta tölu-
blaði er heilsíðumynd (steinprent) af
danska skáldinu Holger Drachman. í
beinu framhaldi af henni er grein á ann-
arri og þriðju síðu um þetta fræga skáld
skrifuð af ritstjóranum, Birni Bjarnar-
syni. Hefst hún á næsta hiklausum orðum:
„9. október 1856 fæddist Holger Drach-
mann, bezta skáld Dána.“ En greinin er
fróðleg og skipulega fram sett og fer ekki á
milli mála, að höfundurinn er vel kunnug-
ur þeirri skáldskaparstefnu, sem þá ber
Skarphéðinn á Markarfljóti. Olíumálverk
eftir danska listamanninn Otto Bathe —
ein þeirra mynda, sem Björn gaf þjóð sinni
til þess að hún gæti stofnað listasafn.
Hannes Hafstein
Og Heimdallur
Það er athyglisvert, að í ævisögu Hann-
esar Hafstein minnist Kristján Albertsson
ekkert á Björn Bjarnarson í sambandi við
útgáfu Heimdalls. Er engu líkara en þau
álög hvíli á nafni hans, að það skuli ekki
tengjast menningarsögu þessa lands.
Kristján ritar (1. bindi, bls. 97): „En á
nýári 1884 hefur göngu sína í Kaupmanna-
höfn íslenskt mánaðarblað með myndum
Heimdallur, og kemur út í eitt ár. Ritstjór-
inn treystir á Verðandi-menn, að sjá ritinu
fyrir efni, og þeir fylla það af kvæðum,
sögum og ritgerðum.“ Þetta tækifæri, sem
Björn veitti þeim Verðandi-félögum, átti
eftir að hafa mikla þýðingu fyrir þá alla og
ekki síst fyrir Hannes Hafstein. í nafni
Heimdalls gengur hann á fund Georgs
Brandesar, sem tekur honum tveim hönd-
um. Erindið var, að biðja um leyfi til að
mega þýða eitthvað eftir hann í Heimdall.
Fer ekki á milli mála, að fyrir tilstuðlan
Björns Bjarnasonr kynnist Hannes Haf-
stein Brandesi, sem verður náinn vinur
hans upp frá því og fær áhuga fyrir íslandi
og íslenskri menningu. Jafnframt kemst
Hannes í kynni við ýmis fremstu skáld
Norðurlanda, Holger Drachmann, Alex-
ander Kielland, Sophus Schandorph og
fleiri. Þýðingar úr ritum þessara manna
birtast í hinu listræna, íslenska tímariti,
sem víða vakti athygli, og skáldunum hef-
ur þótt sér fyllilega samboðið. Þannig gátu
Verðandi-menn treyst á stórhug og list-
ræna sjón Björns Bjarnarsonar. Hann
vissi vel, hvernig umgerð hæfði góðu efni
og var reiðubúinn að leggja allt af mörk-
um, svo vel tækist til.
En það voru fleiri en Verðandimenn,
sem skrifuðu í Heimdall. í fyrsta heftinu
hefst athyglisverð grein um svifferjur eft-
ir Valtý Guðmundsson og fylgir henni
teikning, gerð af timburmeistara Klentz
til skýringar á þessari samgöngubót. Má
segja, að þessi grein tengi Heimdall tíma-
ritinu Eimreíðinni, sem var stofnað af dr.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984