Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Side 19
Skarplegur ungur maður með skeggtízku tím-
ans: Björn Bjarnarson.
illa þakkað þeim hugsjónarmanni, er eyddi
tíma og lé al sinni fátækt til þess að lyfta
eftir megni menningu lands vors á sviðum
listarínnar.“ (Minningar, Rvík 1944, bls.
351.)
LÖNG SAGA STYTT
Það fer vel á því að enda þennan þátt um
brautryðjendastörf Björns Bjarnarsonar á
orðum meistarans í Hnitbjörgum. En saga
Björns varð lengri og ærin ástæða er til
þess að gera henni lengi og gleggri skil, en
hægt er í blaðagrein.
Hann kom heim til íslands. Gegndi þá
fyrst sýslumannsstörfum í Þingeyjarsýslu
fyrir Benedikt Sveinsson sumarið 1887
meðan hann sat á þingi, en var síðan að-
stoðarmaður föður síns í Árnessýslu 1888
til 90. Síðan var hann settur sýslumaður í
Rangárvallasýslu sumarið 1890. Það ár
kvæntist hann mætri konu, Guðnýju
Jónsdóttur Borgfirðings, og eignuðust þau
átta börn. Af þeim náðu sex fullorðins-
aldri: Anna fyrri kona Morthen Ottesens
bankamanns í Reykjavík, Jón verslunar-
maður í Rvík, Ragnar bankafulltrúi í Rvík,
Guðrún gift Óskari Bjartmarz forstjóra
löggildingarskrifstofunnar í Rvík, Stefán
verslunarmaður í Rvík og Dagmar Camille
kennslukona í Rvík.
Birni var veitt Dalasýsla í ársbyrjun
1891 og þjónaði hann henni upp frá því til
ársloka 1914. Vorið 1892 keypti hann jörð-
ina Sauðafell og bjuggu þau hjón þar til
vorsins 1918. Síðustu fimm æviárin var
Björn mjög bilaður heilsu. Hann lést í
Reykjavík 12. desember 1918. Þáttur
Björns Bjarnarsonar sem búnaðarfrömuð-
ar er efni í aðra grein. Þar nutu hug-
myndaauðgi hans, áræði og framtakssemi
sín ekki síður en á sviði lista- og
menningarmála. Má þar geta þess, að
hann varð fyrstur manna til þess að bólu-
setja sauðfé við bráðapest og hvetja aðra
til þess. Fyrstur bænda hérlendis fékk
hann sér skilvindu, sem aðrir tóku upp
eftir honum. Þá notaði hann fyrstur
manna innlendan fóðurbæti handa búfé,
hvalmjölið, og kom öðrum bændum til þess
að gera það. Enn má geta baráttu hans
fyrir umbótum í vegamálum og skólamál-
um. Þessir þættir verða að bíða vandaðri
umfjöllunar og raunar hefur ítarleg ævi-
saga verið rituð af minna tilefni. Eg hóf
þetta æviágrip á orðum ungs prest í
kveðjusamsæti vestur í Dölum. Fer ekki
illa á að enda það á orðum gamla sókn-
arprestsins, síra Jóhannesar L.L. Jó-
hannssonar: „Björn sýslumaður var skarp-
ur maður að gáfnafari og hamhleypa við
skrifstofustörf, þá er hann tók á þeim.
Hann las mikið og var víða vel heima,
einkum þó í mannkynnsögu nýaldar og
fagurritum. Bókasafn hans var gott, sér-
staklega var það auðugt af skáldverkum
mestu snillinga heimsins, enskra og
spánskra, rússneskra og pólskra o.fl., allt í
ágætum þýzkum þýðingum, og það safn
hefir stórum auðgað anda þess manns, er
þetta ritar, því góður var viljinn há eig-
anda til að lána bækur þeim, er þeirra
höfðu not. Björn var fremur stór maður
vexti og þrekinn í samræmi við það og því
var hann mjög gjörvilegur maður á
manndómsárunum. Hann var afar skap-
bráður, en aftur feiknar sáttfús. Þessu
fylgdi það og að hann var stórlega laginn
að sætta þá menn sem ósáttir voru og
sýndi þar stundum einstaka þolinmæði
jafnframt viturleik ...
Minningu þjóðnýtra manna, á hverju
svæði sem þeir hafa unnið, á að halda á
lofti.“
„Silfurfarfuglinn44
hjá Þorgerði og Hamrahlíðarkórnum
Hamrahlíðarkórinn sem bar sigur úr být-
um.
„Ég vissi hvaða daga dómnefndin sat að
störfum," segir Þorgerður, „og var með
pappírana uppi við. En heyrði svo ekkert
fyrr en tveim dögum síðar. Þá var hringt
til mín frá fréttastofu útvarpsins og mér
var sagt hver úrskurður dómnefndar hefði
orðið. Satt að segja áttuðum við okkur ekki
á því fyrr en eftir á hvað þessi samkeppni
var mikil í sniðum og þá fórum við að
skynja hana í stærra samhengi."
„Var þetta ákveðið verkefni sem lagt
var fyrir þátttakendur?
„Já, það var fjórþætt. í fyrsta lagi áttum
við að skila þjóðlagi frá okkur, í öðru lagi
tónsmíð frá 16. eða 17. öld, síðan tónsmíð
sem samin hefði verið eftir 1930 og loks
tónverki að eigin vali.
Undirbúningurinn fyrir þessa keppni
orkaði einhvern veginn öðruvísi á okkur en
þegar við erum að æfa fyrir tónleika,
vegna þess að við áttum að skila verkefn-
inu á bandi. Um sama leyti vorum við að
æfa Sálmasinfóníuna eftir Stravinski með
Sinfóníuhljómsveitinni fyrir tónleika í
apríl og sömuleiðis að undirbúa Japans-
ferð.
Við fórum svo til Japans í júlí — 50
manns — og það ferðalag var alveg stór-
borðinu fyrir framan okkur í stofunni hjá
þeim Þorgerði Ingólfsdóttur og eiginmanni
hennar, norska ljóðskáldinu Knut Öde-
gaard, sem nýlega tók við starfi forstöðu-
manns Norræna hússins í Reykjavík, stend-
ur „Silfurfarfuglinn", „The President’s
price“, sigurverðlaunin, sem Hamrahlíð-
arkórinn hlaut á dögunum í alþjóðlegri
samkeppni ungra kóra sem evrópskar út-
varpsstöðvar hafa efnt til á undanförnum
árum.
Verðlaunin voru afhent nú í haust með
viðhöfn í Hamrahlíðarskólanum eins og
menn rekur minni til af blaðafregnum en
sigur kórsins er enn ein viðurkenningin á
glæsilegum ferli kórstjórans Þorgerðar
Ingólfsdóttur og hópsins hennar og á eftir
að bera þeim frægðarorð víða um heim.
Það var breska útvarpsstöðin BBC sem
fyrst sá um framkvæmd þessarar keppni
sem ber nafnið „Let the People Sing“ en
síðustu tvö árin hefur hún verið í höndum
vestur-þýska útvarpsins. Hún fer þannig
hjam að þátttakendur syngja inn á band
sem síðan er sent til umfjöllunar hjá al-
þjóðlegri dómnefnd og í þetta sinn var það
Hulda Valtýs-
dóttir ræðir við
Þorgerði
Ingólfsdóttur
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 19