Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Side 20
kostlegt og kapítuli út af fyrir sig — svo
gerólíkt öðrum ferðalögum sem við höfum
farið. Ég held líka að við höfum upplifað
Japan á dálítið annan hátt en venjulegir
ferðamenn. í slíkri ferð kynnist maður
fólkinu betur vegna sameiginlegra áhuga-
mála. Við vorum valin fulltrúar Norður-
landa á þessa tónlistarhátíð í Japan. Tvo
fyrstu dagana okkar í Jr.pan vorum við
íslendingarnir heiðursgestir í borginni
Ueda en síðan hittust allir þátttakendur í
Nagano þar sem hátíðin fór fram.
Kórinn hélt fjölda tónleika í nafni hátíð-
arinnar og að henni lokinni var okkur boð-
ið að halda aukatónleika í Tókýó.
Þetta ferðalag verður okkur öllum
ógleymanlegt."
„Ég hef oröið vör viö að menn ruglast
stundum á þessum tveim kórum: Kór
Menntaskólans viö Hamrahlíð og svo
Hamrahlíðarkórnum. Hvernig varö
Hamrahlíðarkórinn til?“
„Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hef-
ur starfað í 17 ár. En það var fyrir fjórum
árum að skólakórinn var að æfa „Daphne
og Cloé“ eftir Ravel með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands undir stjórn Jean Pierre
Jacquillat. Hann taldi nauðsynlegt aö
stækka kórinn. Það var ekki langt í tón-
leikana og ekki hægt að æfa upp nýtt fólk.
Þess vegna var ákveðið að kalla til gamla
kórfélaga sem höfðu lokið námi við skól-
ann. Þetta varð afar spennandi hópur —
80—90 ungir hressir krakkar. Og þessir
tónleikar urðu eiginlega „grand success".
Ári síðar var leitað til okkar frá Pólý-
fónkórnum um hvort við vildum flytja með
þeim „Mattheusarpassíuna" og þá var
safnað liði á sama hátt.
Þegar ég kom aftur til starfa eftir árs
orlof haustið 1982 var ákveðið af hálfu
Hamrahlíðarskólans og menntamálaráðu-
neytisins að kórarnir mættu vera tveir við
skólann og nú er starfandi 70 manna kór
með nemendum skólans en í hinum,
Hamrahlíðarkórnum, eru 40 kórfélagar
sem eiga það sameiginlegt að hafa lokið
námi við skólann og hlotið þjálfun í skóla-
kórnum.
Jú, mér finnst þetta starf allt geysilega
spennandi og raunar allt starf sem hefur
með fólk að gera. Kórfélagarnir eru bæði
duglegir og áhugasamir og það er hreint
ótrúlegt hvað þeim hefur tekist vel að
skila þessum stóru verkum sem við höfum
verið að fást við. Það býr svo mikil orka í
þessum ungu manneskjum.
Reyndar finnst mér heyrast allt of lítið
af því jákvæða sem ungt fólk er að fást við.
Það er frekar tínt til sem fréttaefni fjöl-
miöla ef einhverjum hefur orðið eitthvað á
og sagt frá því á neikvæðan hátt. Aftur
heyrist minna frá þeim venjulegu mann-
eskjum sem standa sig vel og vinna verk
sín af heiðarleika og einlægni og án þess
að ganga á annarra hlut.
Mín reynsla af samskiptum við þetta
unga fólk er jákvæð allt í gegn. Þarna er
fólk sem býr við misjafnar aðstæður og
þarf að leggja mikið á sig í kórstarfinu. Ég
get nefnt sem dæmi unga stúlku sem býr í
Hreppunum og þarf að keyra til Reykja-
víkur til að komast á æfingar. Hjá þessu
unga fólki fara saman hæfileikar og áhugi
á starfinu — og uppeldi skiptir miklu
rnáli."
„Vel á minnst uppeldi — hvað um
þitt?“
„Ég er alin upp við tónlist og mikla tón-
listariðkun. Foreldrar mínir voru bæði
kennarar og allt gekk út á skóla og lærdóm
heima hjá okkur um leið og velgengni
nemendanna. Skóli var alltaf stór partur
af tilverunni."
„Þið eruð fímm systur og þar af fjórar
sem hafa getið sér gott orð á tónlistar-
sviðinu.“
„Já, við vorum aldar upp við mikla mús-
ík og vorum í bernsku spilaðar og sungnar
í svefn á kvöldin. Og við ólumst upp við
gífurlega iðjusemi foreldra okkar.
Föður minn, Ingólf Guðbrandsson, þarf
ég varla að kynna svo þekktur sem hann er
af sínu tónlistarstarfi, en hafi einhver í
fjölskyldunni unnið til þess aö heita lista-
maður, þá er það móðir okkar, Inga Þor-
geirsdóttir sem á heiðurinn skilið — því
hún hefur verið bjargið að baki okkar og
stutt okkur og hvatt. Hún var kennari í
barna- og gagnfræðaskóla í 38 ár jafn-
framt því að ala upp 5 börn. Slíku starfi
tengist umhyggja fyrir öllu lifandi — sem
gefur aftur ungviði tilefni til að þroskast
manneskjulega eða tilfinningalega sem er
þýðingarmest."
„Hvar ert þú í röðinni af ykkur systr-
um?“
„Ég er elst og hef ef til vill þess vegna
þroskað einhverja forystuhæfileika," segir
Þorgerður og hlær við. „Sú okkar systra
sem er ekki í músíkinni er framkvæmda-
stjóri öldrunarlækningadeildar Landspít-
alans.
Við systurnar höfum alltaf verið mjög
samrýndar og þurftum lítið að leita út
fyrir hópinn. Heimilislífið miðaðist allt við
tónlist og skóla. Ég man til dæmis eftir
fyrstu árum Sinfóníuhljómsveitarinnar
þegar foreldrar okkar fóru alltaf á þá tónl-
eika. Þá voru beinar útsendingar í útvarp-
inu frá tónleikunum og ég held að þau
kvöld hafi ekki verið minni hátíð hjá
okkur systrunum sem vorum heima. Við
flýttum okkur að laga til í stofunni og
fórum í spariföt og settumst við útvarpið
og höguðum okkur hreint eins og við vær-
um á tónleikum. Stundum fórum við í ball-
ettbúninga sem mamma hafði saumað og
dönsuðum um stofugólfið eftir músíkinni
meðan á útsendingu stóð.“
„En hvernig var svo menntaferill þinn,
Þorgerður?"
„Ég varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík og reyndar útskrifuðumst við
systurnar allar þaðan á 10 ára tímabili.
Síðan tók ég tónmenntakennarapróf frá
Tónlistarskólanum en var búin að vera í
skipulögðu tónlistarnámi frá sjö ára aldri.
Samtímis námi mínu við Tónlistarskólann
var ég tvö ár í guðfræðideild háskólans hér
vegna áhuga míns á kirkjutónlist. Eftir
það fór ég til Bandaríkjanna til að vinna
að meistaragráðu við „University of Ulino-
is Graduate School" og var þar í tvö ár.
Þegar ég kom heim fór ég að starfa við
Hamrahlíðarskólann. Og upphafið að þvi
var að ég var einu sinni sem oftar stödd
heima hjá vinafólki mínu, Róbert A.
Ottóssyni og Guðríði konu hans, en Róbert
var hálfgerður músíkpabbi minn. Hann
ákvað að hringja í rektor Hamrahlíðarsk-
ólans og spyrja hvort ekki væri áhugi á að
fá unga stúlku til að æfa nemendur í söng.
Guðmundur Arnlaugsson sem þá var rekt-
or tók því vel og þá voru örlög mín ráðin.
Svo var kórinn stofnaður og ég man að í
fyrsta skipti fórum við út úr skólanum til
tónleikahalds á jólunum 1967 og sungum
fyrir vistfólkið á Kleppi og eftir það á
fleiri sjúkrahús. Síðan höfum við haldið
fast við þennan sið.“
Ég veit að Þorgerður þjónar margskiptu
hlutverki og við forum að telja þau upp í
gamni: Hún er kórstjóri, kennari í Tón-
listarskólanum, á sæti í stjórn Bandalags
íslcnskra listamanna sem fulltrúi Félags
íslenskra tónlistarmanna, og sem slíkur í
stjórn Kjarvalsstaða, hún er í fulltrúaráði
Samtaka um byggingu tónlistarhúss í
Reykjavík og loks bætir hún við: „...
sendisveinn Hamrahlíðarkórsins, hús-
móðir í Norræna húsinu og eiginkona út-
lends skálds á íslandi".
Næsta spurning er hvort hún eigi eftir-
lætisverkefni á tónlistarsviðinu.
„Ég svara bara eins og menn gera oft:
Það verkefni er skemmtilegast sem ég er
að fást við hverju sinni, að því gefnu að
verkefnið sé einhvers virði og manni þyki
vænt um það. En ef þú spyrð á gamla
mátann: Hvað vildirðu helst hafa með þér
ef þú ættir að setjast að ein á eyðieyju og
þú mættir hafa með þér eina bók og tón-
verk, þá mundi ég svara: Biblíuna og verk
Bachs."
Og Þorgerður heldur áfram:
„Kórstarf er ákaflega fjölbreytt og
skemmtilegt — og eftir þetta langan feril
er ekki síst mikilvægt að halda uppi
merkinu — hafa alltaf markmið að keppa
að. Og markmiðin okkar eru í því fólgin að
flytja og kynna tónverk eins vel og okkur
er unnt og svo þegar við ferðumst erlendis,
að geta þá kynnt tónlist landsins okkar
sem við erum svo gæfusöm að eiga.
Ég hef farið ellefu sinnum utan með kór
í þessu skyni. í fyrsta skipti með skólakór-
inn til Bretlands 1971 á mikla alþjóðlega
kórahátíð. Síðan 1973 til Noregs til að taka
þátt í lokakeppni æskukóra á Norðurlönd-
um og 1975 til Svíþjóðar til þátttöku í
sams konar keppni.
Árið 1976 fórum við til Englands til að
taka þátt í tónlistarhátíð, sem nefnist
„Europa Cantat" (Evrópa syngur). Árið
1977 fórum við tvisvar til útlanda — til
Danmerkur til að taka þátt í norrænni
samkeppni æskukóra (þá var mjótt á mun-
unum að við fengjum fyrstu verðlaun) og
síðar á árinu til ísrael, en þangað var
okkur boðið að koma á listahátíðina
„Zimriya". Upphafið að því var að þegar
við vorum í Bretlandi 1976 var þar staddur
fulltrúi frá ísrael sem bar fram þetta boð
til okkar og hann kom svo hingað til ís-
lands til að staðfesta það. Reyndar hafði
ég farið áður ein til ísrael sem kórstjóri.
Árið 1979 vorum við orðin aðilar að Evr-
ópusamtökum ungra kóra sem standa að
„Europa Cantat“-hátíðunum og fórum það
ár til Luzern í Sviss. Árið 1981 fórum við
til Þýskalands en frumkvæðið að því
ferðalagi átti þýskur orgelleikari og kór-
stjóri — stórkostlegur persónuleiki, Almut
Rössler.
En mágur minn Hörður Áskelsson var
þá að ljúka námi í Þýskalandi og stóð að
skipulagningunni.
Arið 1982 fórum við til Belgíu til að taka
í þriðja sinn þátt í hátíðinni „Europa
Cantat". Þar vorum við valin sem tema inn
í kvikmynd sem gerð var um hátíðina.
Tveir kórar voru valdir úr 86 kórum — við
og kór frá ísrael — þeir áttu að vera hvor
úr sínu umhverfinu. Kvikmyndagerðar-
mennirnir komu hingað í júlí til upptöku.
Hitinn var svona rétt um frostmark og við
fórum til Krísuvíkur og sungum þar út í
vindinn. Það var varla stætt fyrir roki.
Hitt liðið var svo myndað í ísrael, másandi
af hita. Síðan var fylgst með okkur meðan
á hátíðinni stóð þar sem við vorum við
tónleikahald, störf og leik.
Árið 1983 var okkur boðið til Svíþjóðar
af Rikskonserter og þá ferðuðumst við um
Svíþjóð þvera og endilanga og héldum 14
tónleika en hófum ferðina með tónleikum í
Niðarósdómkirkju í Noregi.
Ég hafði áður farið ein til Noregs 1977
þegar ég var beðin að kynna trúarleg ís-
lensk þjóðlög í Kristiansand en ég hef gert
töluvert af því aö kynna slíkt erlendis.
Norska útvarpið tók upp þá tónleika og
það gekk allt vel. Svo veit ég ekki fyrr en
dimman morgun í ferbrúar er hringt til
mín eldsnemma. Þetta var þá frá norska
sjónvarpinu, Erik Bye, en ég vissi ekki þá
að hann er stórstjarna í Noregi. Hann var
þá að bjóða mér að koma með prógramm í
norska sjónvarpið — við höfum heyrt svo
mikið um þig, sagði hann.
Þá var kórinn minn með stórt verkefni
eftir Hándel með sinfóníuhljómsveitinni
svo ég varð að afþakka boðið, en hann vildi
þá fresta því til haustsins, og það varð úr.
Ég var svo heila viku í Osló meðan á þessu
stóð og var borin á höndum allan tímann
— með hótelherbegið fullt af blómum svo
mér fannst ég vera eins og einhver Liv
Ullman.
Þetta var svolítið öðruvísi ferðalag en
þegar ég er með kórinn því þá er í ýmsu að
snúast. En ég lauk við prógrammið og
hætti að vera Liv Ullman.
Sumarið 1980 var mér svo boðið að
syngja í Niðarósdómkirkju á hátíð Ólafs
helga — Ólafsvöku. Þar bættust við fleiri
prógrömm, m.a. fór eitt fram á Stiklastað
undir berum himni þar sem voru um 6.000
áheyrendur.
Þorgerður tekur á móti bjartsýnisrerðlaunum frá Bröste
í þessari ferð var ég beðin að taka þátt í
dagskrá sem efnt var til vegna norskrar
útgáfu á Lilju Eysteins Ásgrímssonar og
þá er komið að því að segja frá því hvernig
ég kynntist manninum mínum.
Ég var að æfa af kappi hjá Göggu Lund,
þeim yndislega kennara mínum, fyrir
dagskrá um sumarið. Þá er það einn góð-
viðrisdaginn að Thor Vilhjálmsson vinur
minn er alltaf að hringja og segist vera
með eitt mesta skáld Noregs sem eigi að
vinna þetta Lilju-prógramm með mér og
hann vilji koma og kynna hann fyrir mér.
Ég var eitthvað treg og tímabundin en loks
var þó ákveðið að þeir skyldu koma. Ég er
svo að fjasa um þetta við systur mína —
hvað get ég svo sem boðið þessu gamla
skáldi — og í því er dyrabjöllunni hringt
og þar stendur Thor og elskulegur eigin-
maður minn. Hann hafði þá verið alveg
eins tregur að koma — hafði takmarkaðan
áhuga á einhverri gamalli söngkonu — en
þar með kviknaði ást okkar og það var
Lilja bróður Eysteins sem leiddi okkur
saman."
Knut Ödegárd þýddi ljóðið á norsku eins
og kunnugt er og Þorgerður sýnir mér
viðhafnarútgáfu, innbundna í blátt flauel
með teikningum eftir séra Björn Björnebo,
mikinn dýrgrip.
„Geturðu lýst því hvernig var svo að
syngja cinsöng í Niðarósdómkirkju?"
„Það er ólýsanlegt. Kirkjan er gamall
norskur helgidómur sem Norðmenn hafa
vandað sig gífurlega við að endurreisa,
stílhrein bygging og allt sem þar fer fram
er með mikilli reisn. Þarna býr saga og
trúarhelgi í hverjum kima óg staðnum
fylgir ákveðinn kynngikraftur. Þetta er
staður sem fólk hefur leitað til í gleði og
sorg og fengið þar leiðsögn og styrk. Stað-
urinn tengist líka sögu íslands sterkum
böndum. Nei, því verður ekki lýst — það er
svo stórkostlegt."
„En Japansferðin — hvað er eftir-
minnilegast úr henni?“
„Ég held að mér finnist ekki eftirminni-
legast það sem slegið er upp í fréttum og
hljómar sterkt. Það lætur ekki hátt í því
sem mér finnst mest virði — nefnilega það
sem eftir situr hjá unga fólkinu sem fór
þessa ferð — það sem hefur snert hjarta-
strengina og hverfur ekki. Þau góðu áhrif.“
„Við höfum hvorki minnst á Sonning-
verðlaunin sem þú fékkst 1975 eða
Bröste-verðlaunin, svokölluð „bjartsýnis-
verðlaun" sem þér voru veitt sumarið
1983 — né heldur starf þitt með barna-
kórum ... “
„Ég er ákaflega þakklát fyrir þá viður-
kenningu sem felst í þessum verðlauna-
veitingum, en varðandi barnakórana er
það að segja að ég starfaði í mörg ár með
barnakór sem söng við miðnæturguðsþjón-
ustu á jólunum hjá Sigurbirni Einarssyni
biskupi en það var í samvinnu við Róbert
A. Ottósson. Síðan varð hlé á þessu um
stund þangað til fyrir tveimur árum að ég
hóf barnakórastarf að nýju. Sá kór var
rekinn sameiginlega af Tónlistarskólanum
í Reykjavík og Hallgrímskirkju. Börnin í
þessum hópum mínum hafa verið frá 6—14
ára að aldri og það hefur verið yndislegt að
vinna með þeim, þótt það sé erfitt að hafa
börn á svo ólíkum aldri í sama kórnum."
Og Þorgerður heldur áfram:
„Góð tónlist hefur göfgandi áhrif sé rétt
með hana farið. Ef til vill gætir þessara
áhrifa enn meira á áhugamannasviðinu —
þá verður til samruni sálanna við sameig-
inlegt átak, því bara það að syngja saman
lítið iag krefst vissrar ögunar og mikillar
tillitssemi — og slíkt þroskar manneskj-
una.
Ég er nú búin að starfa við kórstjórn
æði lengi, eða ein 17 ár, og nú má segja að
Hamrahlíðarkórinn sé kominn á fastan
grundvöll. Hann hefur hlotið margskonar
viðurkenningar og er orðin „stabíll", en
þegar ég segi þetta er mér jafnframt ljóst
að ég er ekki ein um heiðurinn þótt ég hafi
verið stjórnandinn. Aðrir hafa undirbúið
jarðveginn og þá er ég að hugsa um pabba,
Róbert A. Ottósson o.fl. En ég verð stund-
um vör við það að ungt fólk sem er að
koma frá námi núna sér ekki að aðrir hafá
rutt brautina — gengið veginn á undan.
Svona starf sprettur ekki af engu.
Gagnvart sjálfri mér hef ég stundum
fundið fyrir því að fólk hugsar sem svo:
getur stelpa eða kona staðið í svona starfi
— er hægt að taka hana alvarlega? Og
stundum þarf mikið til að sannfæra fólk
um að svo sé.
En þetta segi ég nú án allrar beiskju.
Aðalatriðið er hvar kjarninn liggur í svona
starfi. Ég reyni eins og ég get að ala þetta
unga fólk upp við góða tónlist svo það geti
notið hennar og miðlað henni — svo hún
verði partur af lífi þeirra. Ég veft að ég er
stundum ströng, en þá má líka spyrja: Er
það ekki nokkurs virði ef starf hefur þau
áhrif á ungt fólk að það verði betri mann-
eskjur og hafi góð áhrif á aðra?“
20