Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 22
Ein af myndunum fri sýningunni í haust og um leið nokkuð dæmigerð fyrir uppáhaids Uppstilling, mynd sem Karen Agnete málaði i þessu iri og rar á sýningunni í Gallerí Botg. myndefni Karenar Agnete: Samröðun fólks. sem Karen Agnete málar. bæ án alls þess, sem við köllum nú- tíma þægindi?" „Gaman, gaman. Mjög spennandi. Og tengdafólkið var svo ágætt. Auðvitað viss- um við að þetta var aöeins tímabundið ástand; bærinn var ekki til frambúðar, enda var byggt nýtt hús þar jafnframt því sem við byggðum okkar hús í Byrgi. En þetta var ómetanleg lífsreynsla — að koma norður á þessum tíma og kynnast þar fólki og lífsháttum var alger gullkista, ekki sízt fyrir málara." „Var það virkilega ætlun ykkar að lifa af málaralist norður í Kelduhverfi, og það á kreppuárunum?“ „Já, svei mér þá — og við gerðum það. Sveinn var mjög duglegur og hélt alltaf sýningar í Reykjavík annað hvert ár, en á Akureyri hitt árið. Og þrátt fyrir kreppuna seldi hann allt- af myndir. Eg málaði nú frekar lítið fyrir norðan, en aðeins þó, og sýndi stundum myndir með Sveini." „Þið hefðuð sannarlega átt að fá bjartsýnisverðlaun frá Bröste, ef þau hefðu þá verið til.“ „Við vorum bæði mjög bjartsýn og okkur fannst þetta allt saman svo gaman. Auðvitað vorum við með tvær hendur tóm- ar, þegar við byggðum í Byrgi; þar hafði áður verið bær og Sveinn sló túnið með orfi og ljá og seldi heyið — það var svona aukabúgrein. Við komum í Byrgi með son okkar, Karl Kristján, nýfæddan. Ég fæddi hann á Húsavík og við fórum sjóleið með barnið á Kópasker — og þaðan heim í Kílakot, en skipið strandaði síðan á leiðinni til Rauf- arhafnar. Þótt sitt af hverju vantaði, hvarflaði aldrei að mér, að við værum fátæk. Þó var þessi búskapur að sumu leyti talsvert örð- ugur. Við urðum til dæmis að birgja okkur upp af mat fyrir veturinn — einnig af kolum, því ég hafði kolaeldavél. Og ekki var hægt að hlaupa út í búð eftir lérefti og litum. Allt efni varð að kaupa í Reykjavík og þá að birgja sig upp til langs tíma. Við gerðum það venjulega eftir sýningar 1 Reykjavík. Samt var dásamlegt að búa í Byrgi, líka að vetrinum, þegar allt var ófært af snjó. Það er unaðslegt þar, hvort heldur er að vetri eða sumri. Stundum stóðum við úti á sumarnóttum og máluðum. Við vorum al- gerlega frjáls. Einn veturinn höfðum við kú í fjósi, sem þar stóð. Við keyptum venjulega mjólk á næsta bæ, og bóndinn þar ætlaði að farga einni kúnni, sem var svo mikil stritla, að hún mjólkaði aðeins tvær merkur í mál. Það talaðist svo til að við Sveinn fengjum hana vetrarlangt í stað þess að slá hana af og það vildi svo heppilega til, að Sveinn var ekki búinn að selja allt heyið af túninu, svo við áttum fóður handa henni. Þetta var afskaplega falleg kusa, mús- grá á lit og ljós undir kvið. Sveinn málaði af henni margar myndir, sem allar seldust og eina þeirra keypti einn prófessorinn okkar úr Akademíinu í Kaupmannahöfn. Þeir höfðu orðið miklir mátar, Sveinn og hann og þessi maður kom í heimsókn til okkar 1950, þegar við vorum að byggja í Reykjavík." „Þú fórst fljótlega aö mála myndir af bændafólki norður í Kelduhverfi — og raunar finnst mér, að þú sért ennþá að mála það.“ „Já, mér fannst þetta heillandi mynd- efni og þykir það enn. Mannlífið í Keldu- hverfi var svo ólíkt því, sem ég hafði alizt upp við og einfaldir og sjálfsagðir hlutir eins og dagatöl voru ekki til. Til að fylgjast með gangi daga og vikna var stungið tré- tittum á torfvegg; að minnsta kosti var það gert á einum bæ. Þar gerðist það eitt sinn rétt fyrir hvítasunnuna, að einhver laumaði aukatitt í röðina. Þar með var dagataiið orðið vitlaust og fólkið fór í sitt fínasta púss og reið til kirkju á laugardeg- inum fyrir hvítasunnu, en var alveg undr- andi að allsstaðar var fólk við vinnu á bæjunum — og ekki nokkur maður við kirkju." „Hvernig var háttað sambandi þínu við fjölskyldu og vini í Danmörku, eft- ir aö þú varst flutt norður í Keldu- h.erfi?“ „Það var mjög sérkennilegt samband og kannski nokkuð einhliða, því það fólst í því að mig dreymdi mitt fólk ákaflega oft, svo oft að mér fannst hálfpartinn, að ég væri alltaf með því. En ég hafði aldrei heimþrá, saknaði einskis. Veturinn 1932—33 fórum við Sveinn utan til Danmerkur og að sjálfsögðu var indælt að koma heim. Síðan liðu heil sex ár og þá héldum við utan að nýju 1939 og vorum þar fram á vorið 1940, þegar Þjóð- verjar hernámu Danmörku. Við vorum ekki í Kaupmannahöfn, en höfðum fengið inni á bóndabæ á Norður-Sjálandi og mál- uðum þar um sumarið í sæmilega góðu yfirlæti og í nágrenni við foreldra mína, en ástandið var samt óeðlilegt og sumpart ískyggilegt vegna hernámsins. Þá gerðist það að við fengum boð um að íslendingum gæfist kostur á að komast til íslands með því að fara landveg til Petsamo og þaðan með skipi. Við tókum saman pjönkur okkar í flýti og komumst heim til íslands á þennan hátt, en ekki gátum við tekið með okkur myndirnar sem við höfðum málað um sumarið. En þær glötuðust ekki og við fengum þær með skilum að stríðinu loknu." yVoruð þið ekkert í vafa um að fara til Islands. Þaö hefði ugglaust verið góð tilhugsun að búa áfram á Sjálandi, ekki sízt fyrir þig?“ „Ég var aldrei í vafa. Aftur á móti var Sveinn dálítið tvístígandi og var ekki viss um, hvor kosturinn væri betri. En ég vildi fara og það reið baggamuninn. En kannski áttum við aldrei að fara. Við hefðum áreið- 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.