Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 26

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 26
næst á tveimur bæjum í Þistilfirði, en leggjast aftur út 1767 og þá sjást merki um þau á Brúaröræfum. Smali einn sér Höllu þar að mjólka kvíær ofan í gjá, það er gerð að þeim leit, en þá hafa þau líklega hrakizt lengra suður öræfin og fundið Hvanna- lindir og þar eru mikil mannvirki, bæjar- tóttir og fjárhús, en það er ekki fyrr en 1772, að það fást aftur nákvæmar heimild- ir um búskaparháttu þeirra, þá eru þau handtekin í Þjórsárverum. Þar reka þau mesta myndarbúskap miðað við það hall- æri, sem var í landinu, og hafa greinileg skipti við byggðamenn og þá mest Jón í Skipholti, bróður Eyvindar; hann lagði alltaf inn meiri ull en hann gat átt af eigin búfé. Sunnlendingar vildu um þessar mundir leita hinnar fornu leiðar norður í land um Sprengisand og Einar Brynjólfsson fer til þeirrar leitar að ráði föðurbróður síns, Sigurðar landþingsskrifara. Áður en Einar fer að segja sögu sína er þess að geta, að Eyvind dreymir um sumarið, að þau muni finnast og færir bústað þeirra eina 9 km í norðaustur af hinu upphaflega Eyvindar- veri, þar sem þau höfðu reist sér bæ, en hann var á bersvæði og sást langt til. Ey- vindur reisir sér kofa í dalverpi einu milli melaldna, og er þar nú kallað Innra- Hreysi. Það sést ekki í þetta dalverpi af alfara leið og því var þarna betri felustað- ur en í Eyvindarveri, ef menn skyldu vera þarna á ferð á réttri leið um Sprengisand. En þessi flutningur kom nú fyrir lítið. Einar Brynjólfsson færði ítarlega ferða- dagbók og segir ekki hér af ferðum hans fyrr en á 4ða degi fararinnar: „7. ágúst. Þoka um morguninn, en er henni létti tókum við okkur upp frá Biskupsþúfu og var klukkan þá 8 árdeg- is. Þegar við höfðum farið yfir lækj- arsprænu, sem rennur norðan við þúf- una og skammt komnir, sáum við nokkrar kofatóttir. Þaðan riðum við nokkrir saman og gengum úr skugga um, að kofarnir hefðu verið fimm, (let- urbr. ÁJ.) veggir fremur velhlaðnir, og þóttumst við mega ráða af ýmsum vegs- ummerkjum, að í þeim hefði verið búið framá vorið. Síðan iögðum við upp á Sprengisand og komum þá brátt á troðna og breiða sióð. Þóttumst við geta greint spor fjögurra manna, sem þar hefðu farið. Akváðum við að fylgja brautinni, þó viö sæjum að hún lægi nokkuð úrleiðis. Brátt komum viö að smálæk með dálitlum grasteygingum báðum megin. Með hon- um lá brautin og fylgdum við henni, unz við komum auga á nokkura kofa og skammt þaðan var strjálingur af búfé. Ég hlóð þegar skammbyssu þá, er ég hafði meöferðis en þar sem fylgdarmenn mínir höfðu engin vopn í höndum, gripu þeir stafi sína og tjaldsúlur. Við fórum svo fyrir lestinni og sáum tvo menn ganga burt frá kofunum, en er við sóttum eftir þeim sneri annar aftur og kom okkur í móti, varpaði þó fyrst frá sér, því sem hann hafði haldið á, nálgaðist síðan og heilsaði hverjum okkar. Eg spurði hann þegar um nafn hans en hann svaraöi: — Eg heiti Jón.“ En er ég neitaði. að það væri hans rétta nafn, svaraði hann: — Ef ég á að segja sannleikann, þá er mitt rétta nafn Eyvindur Jónsson.“ Hin persónan, sem klædd var skinnúlpu, var kona hans og kom hún einnig til okkar. Þau báðu okkur innilega um að mega halda lífi og griðum. Ég spurði Eyvind, hvar hestar þeir væru, sem hann hefði en hann bauðst þegar til aö sækja þá. Ég neitaði því og benti hann þá, hvar þeir væru. Þangað fór ég við annan mann, og fundum við fjóra hesta í hafti (svo að þeir stryki ekki skyndilega), en hófar þeirra voru mjög gengnir. Við tókum þau bæði með okkur, svo og hestana og héldum frá hreysi þeirra hálfri stundu fyrir hádegi.“ Þeir Einar fóru með þau Eyvind norður og afhentu þau hreppstjóranum á Græna- vatni, en Eyvindur slapp strax og þegar þeir Einar fóru suður úr aftur hafði karl komið í hreysi sitt og „hafði sá brott- hlaupni Eyvindur náð, páli, potti, kjöti, mör og axarkjagga,“ en leitarmenn fengu í sinn hlut, „skinn, beðjardýnu, nokkra skinnbjóra og tágakörfu... Auk þess reiddu þeir yfir Tungnaá 25 sauðkindur með lömbum af misjöfnum aldri og kyni og mörgum mörkum ...“ Þetta hefur verið góður kotbúskapur, 25 ær með lömbum og fjórir hestar og varla hafa þeir náð öllu sauðfé Eyvindar þar sem þeir smöluðu ekki Þjórsárver. Eyvindur lá úti í Herðubreiðarlindum um veturinn (1773) og þar átti hann versta ævina, af því að hann gat ekki kveikt eld og varð að éta hrátt. Það er eitt undarlegasta í Eyvindar sögu, að hann virðist alltaf, nema þennan vetur, hafa eld í hreysum sínum. Það var fólki erfitt í þennan tíma að kveikja eld og þess var vandlega gætt á Ilát úr fléttuðum tágum á Þjóðminjasafni ís- lands, eignað Fjalla-Eyvindi, sem rar þjóð- hagi í höndunum. bæjunum að aldrei slokknaði eldurinn, hann var falinn oft í mó, en til er sögn um, að eldur gæti lifað langtímum saman í einiviðarlaufi. Ef eldur sloknaði á bæ, var hann sóttur á næsta bæ. Eyvindur hefur ekki getað flutt með sér eld á flótta sínum, hann hefur því oft orðið að kveikja hann og við erfiðar aðstæður, frost og snjó. í suðlægum löndum undir heitri sól, gátu menn kveikt eld með núningi harðra trjáviða og laufi, sem neisti kveikti í eld- inn, en á noröurslóðum á vetrum hefur slík eldkveiking ekki verið gerleg. Það er því helzt að ímynda sér að Eyvindur hafi allt- af borið með sér tinnu og eldstál, en hvorttveggja var til, að því er heimildir segja, en ekki almennt fólki tiltækt að því er sögur um eldsókn milli bæja sýna. Þórð- ur Tómasson telur, að við kveikingu með tinnu og eldstáli hafi neistinn verið látinn Grjót og meira grjót: Kofi Eyvindar í Herðu- breiðarlindum. Opið á kofaþakinu er hægra megin rið stöngina. Eyvindarhver á Hreravöllum. Kofi þeirra Ey- vindar og Höllu var í hraunsprungu rétt við hverasvæðið. Hér var fyrsti viðkomustaður þeirra á fjöllum eftir að þau fóru frá Vest- fjörðum. falla niður í skraufþurran torfusnepil og það má hugsa sér einnig fiður eða lauf, sem geymt hafi verið þurrkað. Það bíður skýringar fræðimanna að gera grein fyrir því, hvernig Fjalla-Eyvindur fór að því að kveikja eld, því að í öllum hans hreysum finnast hlóðir nema í Herðubreiðarlindum og þar er hreysi hans gjóta, líkt og Fjalla- Bensa síðar á þeim slóðum, eða grjótbyrgi hlaðið meðfram gjávegg og ekki stærra en svo að rétt var fyrir mann að liggja þar. Eyvindur náði aftur tii sín Höllu um vorið (1773?) og eru nú engar sagnir meir um lifnaðarháttu þeirra í útlegðinni. „VIÐ Skulum Heldur En Verða Bit velta Röngu Og SVÍKJA LlT“ Eyvindur og Halla voru þjófar, sém stálu búfé fátækra bænda, sem margir urðu hungurmorða og þeirra fólk, en þau Eyvindur björguðust. Menn skyldu hafa þaö í huga, að á tíma Eyvindar og Höllu var mannfellir af hungri tíður. Árið 1757 var talið að 9.744 menn féllu úr hungri og hungursóttum og fólk fannst iðulega dautt milli bæja af hungri. Það er áreiðanlega oft betra að vera ræningi á fjöllum en byggðamaður. Ekki verður þó mælt með því hér, að lág- launafólk á Islandi leggist út, þótt gefin væru fyrirheit um væna sauði, því nú er líklegast að foringiarnir ætu þá sjálfir. Það kemur alltaf þetta sama upp. Þeir, sem ekki geta bjargað sér sjálfir, bjargast ekki, og þetta skildi Eyvindur og fleiri ræningjar eftir hans tíma. Það er ósköp hætt við því, að mannseðlið taki ekki neinni stökkbreytingu á þessum jólum fremur en öðrum. Nánar verður sagt frá Eyvindi og Höllu í næstu blööum. 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.