Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 28
Sigurður Skagfíeld sem Don Carlos í Danzig 1941.
að hér, heldur gripið til gamans niður í
samtal sem birtist á þessum árum við Sig-
urð í norsku blaði. Þar segir hann m.a., að
Einar Jónsson sé fyrsti brautryðjandi í
listum á íslandi og geti enginn tekið það
illa upp þótt hann sé fyrst nefndur því að
íslendingar hafi ekki átt neinn listarf, að
frátöldum bókmenntum. Þá nefnir hann
einnig Ásmund Sveinsson „sem er fínn
myndhöggvari". Þá getur hann um sýn-
ingu Eggerts Guðmundssonar í Lundúnum
sem hafi hlotið góðar viðtökur, en segir að
Jóhannes Kjarval sé einn mesti nútíma-
málari landsins. Af skáldum nefnir hann
Gunnar Gunnarsson og Einar Benedikts-
son og komist enginn með tærnar þar sem
hann hafi hælana. En ekki megi gleyma
hinum formörugga skáldsagnahöfundi
Kristmanni Guðmundssyni. „Meðal mark-
verðra rithöfunda er einnig Kiljan Lax-
ness, en persónulega virðist mér hann
meiri blaðamaður." Af tónlistarmönnum
nefnir hann Pál ísólfsson fyrstan, en auk
hans Sigfús Einarsson og Þórarinn Jóns-
son sem „er mikið tónskáld ... og verður
að teljast mesta tónskáld íslands". Fleiri
eru nefndir, s.s. Bjarni Thorsteinsson, Sig-
valdi Kaldalóns og Sveinbjörn Svein-
björnsson.
Það var margt sem dreif á daga þessa
sérstæða íslenska listamanns, Sigurðar
Skagfields, sem var dáður af ýmsum, en
misskilinn af öðrum eins og gengur. Þegar
hann lést í Reykjavik, heldur einmana og
þó nokkuð kalinn á hjarta, átti hann að
baki langan listferil og litríkan. Fæddur á
Litlu-Sýlu á Langholti í Skagafiröi, sonur
Sigurðar Jónssonar bónda og oddvita og
Jóhönnu Steinsdóttur braust hann til
frægðar í ókunnum löndum, starfaði fyrst
við óperuna í Oldenburg og söng þar sem
fyrsti hetjutenór og síðan við mörg
stærstu óperuhús Þýskalands, ávallt sem
fyrsti tenór. Hann söng í milli 40 og 50
óperum á áratugnum 1938—48 og á þeim
árum söng hann á vegum Norræna félags-
ins í Þýskalandi og fór þá á vegum þess til
Oslóar. Hilmar sonur hans segir: „Þegar
hann söng fyrir fanga í Grini-fangelsinu í
Noregi bönnuðu Þjóðverjar honum að tala
eða syngja annað en á þýsku fyrir fang-
ana, en því neitaði hann og lenti að sjálf-
sögðu í ónáð.“
Undirritaði Að Engir
GUÐIR MYNDU HEFNA
SÍN Á ÞJÓÐVERJUM
Sigurður Skagfield lýsti sjálfur við-
skiptum sínum við þýska nasista í grein í
Vikunni 9. maí 1946 og þar sem vart verð-
ur fundin önnur heimild betri um þessi
örlagaríku ár i lífi hans er ekki úr vegi að
vitna hér í lokin í þessa merku frásögn:
„1939—1940 var ég ráðinn sem fyrsti
tenórsöngvari við Ríkisóperuna í Olden-
burg. Um þær mundir sem Noregur var
hertekinn, fór fram hátíðarsýning á
„Fljúgandi Hollendingurinn", og sem ten-
órsöngvari óperuhússins, átti ég að leika
Erik. Stuttu fyrir sýninguna varð ég veik-
ur, og leikhúsið varð að ráða annan leik-
ara, Eirki frá Berlín. Félagar mínir við
leikhúsi, sem flestir voru nasistar, óskuðu
mér til hamingju með það að vera Skand-
inavi, vegna þess að nú væri Noregur orð-
inn þýskur að fullu og öllu. Ég svaraði því
ekki, en spurði félaga minn: „Veistu það,
að norrænu guðirnir munu hefna þess
grimmilega, að Þjóðverjar, sem eru 80
milljóna þjóð, skuli hafa ráðist á óvopnaða
þjóð, sem telur aðeins 2'/2 milljón." Strax
sama kvöld kom Gestapómaður og bað mig
vinsamlega að koma með mér til aðalbæki-
stöðva Gestapó. Þar var ég settur í járn í
24 klukkustundir. Síðan tók Gestapó mig
til yfirheyrslu, og spurðu mig hvort ég
hefði sagt að norrænu guðirnir myndu
hefna sín o.s.frv. Ég var spurður og spurð-
ur, og svo varð ég að skrifa undir það, að
það væru engir „special" norrænir guðir,
sem myndu hefna sín á Þjóðverjum. Einn-
ig var ég neyddur til þess að skrifa undir
það, að ég skyldi aldrei segja neitt gegn
„þriðja ríkinu" og Gestapólögreglan í
Oldenburg tilkynnti mér, að ég myndi
verða undir ströngu eftirliti í framtíðinni.
1943—1944 var ég ráðinn sem tenór við
þýska óperuhúsið í Osló. í leikhúsinu var
ég undir nokkurs konar eftirliti af öllu
starfsfólkinu þar, því það var allt æstir
nasistar. Einnig var stjórn leikhússins,
Zindler, Carste, Frued og Winkler nasist-
ar. Þeir urðu ríkari og ríkari á kostnað
Norðmanna. Þetta sama ár 1943, var mér
skipað af þessum mönnum að tala aðeins
þýsku við norska embættismenn, en ég
svaraði því til, að á meðan ég væri í Nor-
egi, þá mundi ég aðeins tala norsku við
Norðmenn. Forstjórinn sagði mér þá, að ef
ég héldi þessu til streitu, þá myndi verða
litið á mig sem óvin ríkisins. Eg svaraði
því að ég hataði þýska sósíalismann af öllu
mínu hjarta, og að ég væri sannfærður um
það, að sameinuðu þjóðirnar ynnu sigur.
Forstjóri leikhússins hringdi strax í Gest-
apó og skipaði þeim að handtaka mig
vegna þess, að ég ynni á móti Þýskalandi.
Þjóðverjar söfnuðu ýmsum gögnum á móti
mér, t.d. frá dönskum kórsöngvara, Larsen
að nafni, sem var brjálaður nasisti, og
skrifaði hann undir það, að ég væri einn af
verstu mótstöðumönnum nasista, sem
hann hefði nokkurn tíma þekkt, og eftir
það var ég hafður undir strangasta eftir-
liti, sem einn „af verstu föðurlandsvinun-
um“.
skárra að vera
í fangelsinu En
þýska óperuhúsinu
1944 var ég handtekinn af Gestapó, og
án nokkurra réttarhalda eða yfirheyrslna
var mér stungið í Grini. Mér leið vel þar,
vegna þess að ég kynntist nokkrum ágætis
Norðmönnum, og mér líkaði betur að vera
í fangabúðunum með þessum Norðmönn-
um, heldur en að syngja í þýska óperuhús-
inu. í apríl 1944 var ég fluttur til Þýska-
lands með flugvél. Var mér ætiað að vera í
þýskum fangabúðum, en með hjálp góðra
vina í Bæjaralandi, sem voru engir nasist-
ar, heppnaðist mér að losna úr vistinni í
fangabúðunum, en varð að skrifa undir
eftirfarandi skilyrði. 1. Hrópa „Heil Hitl-
er“ tíu sinnum á dag. 2. Segja engum það,
sem ég hafi heyrt eða séð. 3. Ekki skrifa
bréf, nema póstkort. 4. Ekki fara úr Þýska-
landi. Síðan fékk ég leyfi til að halda
áfram að leika sem óperusöngvari.
f september 1944 var ég handtekinn enn
einu sinni af Gestapó, vegna þess að ég
komst yfir enskan bækling, sem einhver
hafði séð. En ég var aðeins sektaður um
100 Rm. af héraðsréttinum í Göttingen.
Sem vitað er, var öllum þýskum leikhús-
um lokað í september 1944. Verkalýðsfé-
lagið í Göttingen skipaði mér að vinna í
skotfæraverksmiðju. En ég lýsti því yfir,
að ég myndi aldrei framleiða skotfæri eða
sprengjur vegna þess að ég væri íslending-
ur, hlutlaus útlendingur. 3. febrúar 1945
kom Gestapómaður í hús mitt, Friedlánd-
erveg 61 í Göttingen, og sagði mér að ég
væri óvinur ríkisins. Hann þóttist geta
sannað að ég hefði alltaf unnið a móti
„Þriðja ríkinu". Eftir stuttan tíma komu
tveir aðrir Gestapómenn og fyrirskipuðu
húsrannsókn. Þetta var framkvæmt og all-
ar eigur mínar, vegabréf og öll mín ís-
lensku og sænsku plögg voru tekin af þess-
um Gestapómorðingjum. Ég var svo settur
í járn og fluttur úr íbúð minni til fangels-
isins. Þar var ég í járnum í 24 tíma, en
þessi járn voru með göddum, sem stungust
inn í hörundið. Síðan er ég hálf máttlaus í
hendinni.
Þann 9. febrúar 1945 fór Gestapó með
mig til Weenderlandsstrazee. Þar voru
þrjár manneskjur, sem höfðu kært mig og
aðalákærandinn var kona skósmiðs nokk-
urs. En hún ásakaði mig fyrir að hafa sagt
í íbúð hennar að Þjóðverjar ætluðu sér að
sigra allan heiminn, en þeir myndu aldrei
vinna sigur. Síðan las Gestapó upp öll mín
afbrot: Ákæra frá Verkalýðsfélaginu í
Göttingen, vegna neitunar minnar í því að
vinna í verksmiðjunni. Einn af félögum
mínum hafði ákært mig fyrir Gestapó.
Deildarstjórinn hafði kært mig sem óvin
nasista. Ennfremur sögðu þeir, að ég hefði
breitt út innihald breska bæklingsins. í
Oldenburg og í Noregi hafði mér verið
refsað vegna hegðunar minnar sem „anti
nasisti". Vegna peninga minna varð ég að
skrifa undir plagg sem ég átti að vita um,
(sem ég í rauninni ekkert vissi um) að það
mætti ekki safna peningum, vegna þess að
ríkið þyrfti þeirra við. Gestapó lýsti, því
yfir skýrt og skorinort að ég væri óvinur
ríkisins vegna hegðunar minnar og vegna
þess að ég hafði safnað peningum ...
12. apríl var mér svo bjargað úr fanga-
búðunum við Osterode í „Hjartafjöllum"
af ameríska hernum.“
Þess má að lokum geta að Sigurður
Skagfield sem var tæplega 180 sm á hæð
vó aðeins 48 kíló þegar hann gekk út í
frelsið.
HJ.
Tallahassee
28