Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 29
\G N E S SS
■HBW eljir þú hana dýrling þá er hún dýrlingur fyrir þér. Hvers
f ■ 1 æskir þú frekar? Það er það sem við nefnum veruleika
sálarinnar. Það er kjánalegt að heimta líka viðurkenningu
heimsins ... “ „... Kraftaverk? Þau gerast hvarvetna.
JSL Kraftaverk eru fyrirbæri sem menn geta skýrt. Kraftaverk
Athyglisvert
leikrit
á fjölunum
í Iðnó
Ung nunna eignast barn, sem
finnst dáið og hún er sökuð
um að hafa myrt það, en leik-
ritið er fyrst og fremst um
átökin milli abbadísarinnar og
geðlæknisins — trúarbrögð og
vísindi takast á
velta mikið á tíma og stað og því sem við vitum og ekki
vitum. ... Tilveran er allt of mikið kraftaverk fyrir
okkur til að taki því að gera svona mikið veður út af
örlitlum frávikum frá því sem við í stærilæti okkar
ætlum að' sé náttúrleg skipan. Svarið verður þú að finna
í sannleika sálarinnar ...“
Þessar tilvitnanir eru teknar úr formálsorðum fyrir
leikritinu „Agnes“ eftir bandaríska höfundinn John
Pielmeier og er þar vitnað í Robertson nokkurn Davies.
í þeim er fólginn meginkjarni þess sem verið er að
fjalla um í leikritinu sem frumsýnt verður í Iðnó innan
skamms. Dýrlingar og kraftaverk eru ekki beinlínis efst
á baugi í íslensku nútíma þjóðfélagi þar sem næstum
allar umræður fjalla um hinn ytri heim — efnahag og
efnislega afkomu. Hinn þáttur þjóðlífsins — sálarheill-
in — hin andlegu verðmæti hafa frekar verið sett til
hliðar — eru talin allt að því einkamál kirkju og presta
— en það er engu að síður mikilvægt að fólk almennt
velti þeim fyrir sér og er reyndar ekki ólíklegt að nú-
tímafólk bókstaflega þyrsti eftir því að skapa sér fót-
festu á því sviði engu síður en hinu. í leikritinu er
varpað fram spurningum varðandi þetta.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Hún er tvímæl-
alaust einn fremsti leikstjóri okkar og er þekkt fyrir
vönduð vinnubrögð. Hún var tekin tali og beðin að segja
örlítið frá verkinu.
Við höfum ekki setið lengi að spjalli þegar ljóst var að
Þórhildur er afar hugfangin af þessu verkefni — og hún
á létt með að hrífa aðra með.
„Leikendur eru þrír,“ segir hún. „Þrjár konur, —
abbadís, geðlæknir og ung nunna. Efnisþráðurinn er sá
að unga nunnan eignast barn sem finnst dáið. Engin
skýring fæst á faðerni barnsins. Unga nunnan er leidd
fyrir rétt, sökuð um að hafa myrt barnið. Geðlæknir er
fenginn til að kanna geðheilsu nunnunnar, leita skýr-
inga og úrskurða um sakhæfi hennar.
Við leituðum víða fanga þegar við fórum að æfa þetta
leikrit," segir Þórhildur ennfremur, „vegna þess að ka-
þólsk trú og viðhorf eru okkur fremur framandi. Við
áttum tal við formann kaþólska safnaðarins hér og
fórum í heimsókn í nunnuklaustrið í Hafnarfirði og
áttum góðar samræður í báðum tilvikum. Sömuleiðis
við geðlækna varðandi þetta viðfangsefni og urðum
margs vísari.
Leikritið er fyrst og fremst byggt á samskiptum
abbadísarinnar og geðlæknisins — þarna takast á vís-
indi og trúarbrögð — efnishyggja og mystik. Þarna er
varpað fram sígildum spurningum um lífið og tilveruna
en leikritið er um leið listilega uppbyggt sem „thriller"
með vaxandi spennu: Hver var faðirinn? Hver myrti
barnið?
í átökum þessara tveggja kvenna verður unga nunnan
raunar haldreipi beggja. Geðlæknirinn verður hugfang-
inn af ungu nunnunni og gerir sér far um að kanna
hvernig atburðirnir hafi átt sér stað — en getur ekki
gert sér grein fyrir hvers eðlis þeir eru. Er hér um að
ræða óræða hluti, mystik eða taugaveiklun — hysteríu?
Abbadísin er þeirrar skoðunar að kraftaverk hafi
gerst, að vísu ekki að hér hafi verið um að ræða Krist
endurborinn — heldur kraftaverk af vísindalegum toga
og guð hafi leyft það.
Þegar líður á leikinn kemur smátt og smátt í ljós að
heimsmynd beggja er brothætt — báðar hafa skapað
sér falskt öryggi þegar tekist er á um lausnir á lífs-
gátunni. Báðar hefja þær samræðurnar með hver sinn
„stóra sannleika", en eftir því sem á leikinn líður hriktir
í honum.
Á milli þeirra á sér stað djúp fílósófísk umræða um
eilífðarmálin og lífsgátuna sem seint ætlar að leysast.
Áhorfendum er heldur ekki boðið upp á neitt svar —
þeir eru skildir eftir með rofið skarð í þann múr sem
báðar konurnar höfðu byggt sér.
Höfundurinn þræðir hjá öllu fagmáli svo efnið verður
öllum skiljanlegt. Og reyndar er það engin tilviljun að
hann notar konur sem sögupersónur. Með því er honum
auðveldara að blanda tilfinningum í leikinn — kafa
dýpra í samræðurnar þar sem fræðimanninum sleppir
og manneskjan tekur við.“
Og Þórhildur heldur áfram:
„Eg tel að leikritið endurspegli talsvert það sem er að
brjótast í fólki almennt, þótt við séum á ytra borðinu
upptekin af efnishyggju. Inntak verksins er þó ekki gert
einfalt á hvorn veginn sem menn hallast — með eða á
móti trúarlegri mystik eða vísindalegri rökhyggju. En
leikritið er uppfullt af mystik sem hver og einn getur
skýrt eftir sínum vilja — bæði Ieikarar og áhorfendur.
Hér er ekki verið að þröngva afstöðu upp á neinn.
Við íslendingar eigum að vísu ekki neina kaþóiska
hefð að byggja á, þegar við tökum þetta leikrit til skoð-
unar — og erum sennilega ekki mikið heima í þeim
hugsunarhætti og þeirri symbolik sem tilheyrir ka-
þóiskri trú, táknum og rituali kaþólsku kirkjunnar.
Samt er okkur ekki ofvaxið að skilja um hvað er verið
að fjaila. Þetta eru mál sem brjótast um í öllum —
nefnilega löngunin til að öðlast vissu, á hvern veginn
sem er, hún býr í okkur öllum.
Hitt er svo aftur staðreynd að þessi mál hafa allt að
því verið útilokuð frá almennri umræðu lengi — eru allt
að því „tabú“ — allir eiga helst að halda sér við stað-
reyndir — menn eiga ekki að vera að blaðra um hluti
sem ekki er hægt að höndla. Þannig hefur afstaðan
verið. En ég tel að við verðum í engu verri manneskjur
þótt þau komist á dagskrá."
Hulda Valtýsdóltir.
Guörún Ásmundsdóttir
leikur abbadísina
(lengst til vinstri) Guö-
rún S. Gísladóttir leikur
Agnesi (í miðju) og Sig-
ríður Hagalín leikur
geðlækninn.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 29