Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 31
 n&Lshsji 'jo ton Ixcl^cl ^ iA*y\ tSo s oicí^ j&'n 1 tí" ^\<^5 6 5 DW JU gegnum eldhúsið og þaðan inn í salinn. Þeir sjá hann ekki og vita ekki að hann er kominn fyrr en Bosolino er kallaður fyrir. Sýslumaður og hann eru nokkuð lengi á skrafi, og þegar hann kemur aftur er hann í fylgd hreppstjórans, sem fer með hann á annan stað og lætur bíða þar hjá honum. Bosolino sýnist heldur niðurdreg- inn og hefur týnt vindlinum, en hann heldur á svarta hattinum eins og hann vilji í lengstu lög halda við votti af höndlunarbrag mitt í þessu stríði. Litli höndlarinn er lengur inni hjá sýslumanni en Bosolino. Kannski fer tíminn í að skýra innkaupin í Reykjavík. Það er enginn skortur á sögum af þeirri ferð og hvernig hann hafði laumast með kassana út úr bænum um miðja nótt. Enginn skipti sér af þvi, sem ekki var von. Þeir sem sáu til hans hugsuðu bara sem svo: Þarna fer sveitamaður með varning sinn. Sögurnar urðu fljótt leiðigjarnar af því engan varðar um þessa kassa fyrr en byrjað er að selja. Litli höndlarinn skutlast loksins út úr salnum og sest álútur og rjóður á sinn fyrri stól um leið og pilturinn er kvaddur inn fyrir. Sýslumaður situr við dúkað borð innst i salnum og líkist ekki yfirvaldi. Hann er grannur um herðar og komin á efri ár og hefur ekki staðið í stórum sakamálum um ævina. En þarna er hann kon- ungur í ríki sínu nema kórónuna og safalafeldinn vant- ar. Húfa hans liggur á borðinu illa aðgreind frá húfum slökkviliðsmanna. Sýslumaður býður piltinum þurri og smárri rödd að setjast á stól fyrir framan borðið. Ritar- inn situr á hægri hönd honum og neftóbak hefur sáldr- ast niður á grátt prjónavestið. Sýslumaður spyr um nafn og heimili og ritarinn skrifar: Mættur er og svo framvegis. Á borðinu liggur eitt stykki hálsbindi með hvítklæddum kvenmanni. Pilsið stendur út frá henni í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.