Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Síða 36
með jurtalitum og notaði mannshár í hár
fólksins.
Kristín Jónsdóttir og Höskuldur
Björnsson hafa málað myndir af fólki við
baðstofustörf og í Kennaraháskóla íslands
hangir tréskurðarlágmynd eftir Ríkharð
Jónsson af baðstofulífi.
HlN ÝMSU Störf
Einn er sá íslenskur myndlistarmaður,
sem vísvitandi hefur reist húsmæðrum og
vinnukonum þessa lands veglega minnis-
varða. Þetta er Ásmundur Sveinsson
myndhöggvari. Vegfarendur geta litið
nokkur þessara verka hans augum, þó ekki
á alfaraleiðum. Þetta eru Vatnsberinn á
Golfskálahæð, Kona við strokk að baki
gamla Árbæjar og Þvottakona við leifarn-
ar af Þvottalaugunum gömlu í Laugardal.
Tvær myndir enn gerði Ásmundur af
þvottakonum og nefnist önnur Hvíld. Þar
hallast kona fram á þvottabalann í hvíld-
arstöðu. Á hinni myndinni eru tvær
þvottakonur við sama þvottabalann. Mynd
af gólfþvottakonu gerði Ásmundur einnig
og er hún stundum kölluð Ráðskonan. Á
mynd af Straukonu skýtur risavaxin kona
hægri öxlinni hátt á loft í átökunum við
þungt pressujárnið, sem svo sannarlega er
ekkert nútímalagað straumlínustraujárn
heldur eitt af járnunum, sem hituð voru á
kolaeldavélunum áður fyrr.
Halldór Laxness segir í grein um Ás-
mund að Þvottakona og Vatnsberinn verki
á sig sem helgimyndir, hinar líkist voldug-
um minnismerkjum reistum hetjum nema
Kona við strokk, sem vel gæti verið kona
Sú var tíð, að húsmæður í Reykjavík fóru ina í Laugardal til að þvo þvott sinn og hefur Kristín Jónsdóttir
lýst þessum þætti heimilisstarfa igæta vel í olíumálverki sínu, Þvottalaugarnar.
Gömul eldhús virdast myndrænni og hafa miklu oftar orðið að
myndefni en þau sem heyra til nútíðinni. Hér er þó eitt, sem er
alveg úr nútímanum: Milli kl. 6 og 7, olíumynd eftir Ingunni
Eydal, sem málað hefur margar myndir af heimilisstörfum.
prestsins. Sjálfur segir Ásmundur um
Vatnsberann: „... Þegar ég vann Vatns-
berann, hafði ég tröllslega fjallamyndun
íslands í huga. Og svo vinnukonurnar, sem
ég sá í æsku minni brjótast út í hríðina og
koma gaddfreðnar til baka með vatnsföt-
urnar sínar...“
Örlygur Sigurðsson teiknaði mynd af
drottningu íslenskra gólfþvottakvenna,
Rúnu í Barði, með kúst sinn og tusku.
Hinnar sérstæðu þvottaaðstöðu íslens'ka
höfuðstaðarins við gömlu Þvottalaugarnar
hafa þau minnst í myndum sínum Kristín
Jónsdóttir og Eggert Guðmundsson. 1931
málaði Kristín bjarta, sumarglaða mynd
af góðum þurrkdegi. Föt þvottakvennanna
fjögurra verða ljós og létt í sumarbirtunni
og skýluklútarnir skjannahvítir. Blámi
vatns og himins, létt sumarský og gagnsæ
gufan upp af laugunum renna saman í eitt.
Verkið virðist konunum leikur einn og
maður heyrir í huganum glaðlegt spjall
þeirra.
Lækjarþvottamynd Gunnlaugs Schev-
ing, Konur við þvott (1932), býr yfir
kynngimagnaðri dulúð og fegurð. Er þetta
ekki huldukona, sú til vinstri, sem beygir
sig fram og klappar þvott á steini, með
þetta ótrúlega granna, langa bak, sem
kannski sýnist enn lengra fyrir krosslögð,
hvít svuntuböndin? Þykkt, rauðbrúnt hár-
ið og hnúturinn í hnakkanum minna á
myndir eftir Degas. Einhvernveginn
finnst manni þetta ekki vera íslensk
sveitakona, sem skolar þarna og klappar
þvottinn í köldum læk. Stúlkuna með hvíta
Kona laugar barn í potti. Lýsing úr bandriti fri 14. öld af
Nikulássögu og einhver elzta mynd hérlendis af heimilisstörf-
um.
Eftir átta, vefmynd eftir Þorbjörgu Þórðardóttur.
36