Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Qupperneq 38

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Qupperneq 38
mynd Kolbrúnar Kjarval, Bleiuþvotti, þar sem kona hengir bleiur á endalausar snúruraðir, sem virðast halda eilíflega áfram í átt að áhorfanda og áhyggjurnar af því hvort hann hangi þurr, finnur mað- ur í samnefndri mynd, Að hann hangi þurr, eftir Lísu K. Guðjónsdóttur, sem snýr öllu upp í grín og spennir regnhlífar yfir þvottinn á snúrunum. í myndum úr eldhúsum gætir mjög kyn- bundins viðhorfs. í borðsal Húsmæðraskólans í Reykjavík er mynd eftir Gunnlaug Blöndal, Kona skarar í hlóðir. Konan, sem stendur á miðri mynd og skarar í hlóðirnar, er ekk- ert aðalatriði í myndinni, aðeins jafnþýð- ingarmikill hluti hennar og hlóðirnar, ker- öldin, kjötlærin, sem hanga uppi til reyk- ingar, eða loftbitinn mikli, sem gengur yfir þvera mynd. Sama máli gegnir um mynd Gunnlaugs úr hlóðaeldhúsinu á Gautlönd- um. Þar hefur hvorki vinna konunnar, sem bakar flatkökurnar, né viðstaða þeirrar, sem þurrkar reykjarstybbutárin úr augun- um, meira gildi en sérkennilegu, þreföldu hlóðirnar, sem fylla næstum myndrýmið. Á mynd Ásgríms úr gamla eldhúsinu í Húsafelli situr nokkuð ábúðarmikil kona auðum höndum undir lágum glugga til vinstri. Hún er í rauðum kjól með dökka svuntu og starir framfyrir sig á svörtu kolaeldavélina og hvítu emaléruðu kaffi- könnuna. Köttur kúrir uppi í opinni hillu, efstri í skáp, eldhúsdyrnar standa opnar, blámáluð hurðin leggst upp að veggnum og úr gáttinni sést fram í stiga, sem liggur upp úr kjallaranum, en þar niðri var eld- húsið. Þannig hefur Ásgrímur án efa séð eldhúsið, þegar hann kom heim frá mál- aravinnu sinni síðla dags á milli kaffis og kvöldmatar, þegar konurnar höfðu lagað sig ofurlítið til og áttu stundar hlé frá eldunarstörfum og tími gafst til að fá sér aukasopa úr hvítu kaffikönnunni. Á mynd Gunnlaugs Scheving, Stofan í Múlakoti, sér úr stofunni með velbúnu, Ásmundur Sveinsson: Kona strýkur lín. í myndum karla vinna konur verk sín einhvers staðar utan og ofan við veruleika þeirra, þær renna nánast saman við eld- húsið, sést ef til vill stundum glitta í hvít svuntuböndin. Yngstu listakonurnar eru aftur á móti sjálfar á kafi í eldhúsverkun- um, þær eru í rauninni að mála sjálfar sig. Þær draga þessa hefðbundnu mynd kon- unnar nokkuð alvarlegum og jafnvel dap- urlegum dráttum. Mynd Ingunnar Eydal, Milli klukkan sex og sjö, er undantekning. Strangt tekið eru það aðeins Ásmundur Sveinsson og „kvennavakningarkonurnar", sem gera heimilisstörfin að raunverulegu inntaki verka sinna. Konurnar tala sjálfar út úr verkum sínum, hversdagslegum, þreytandi, bindandi, hlekkjandi — oftast. Ásmundur, hinn mikli listamaður og sjá- andi, umskapar hina hversdagslegu iðju og samsamar hana kvenlíkömunum, sem inna hana af hendi, svo úr verða ódauðleg lista- verk. Lokaorð Að mínu mati væri ekki illa til fundið að Listasafn íslands eða Listasafn ASÍ stæðu fyrir sýningu á myndum um eldhús og heimilisstörf í íslenskri myndlist. Ekki væri heldur óviðeigandi að kvenfélög eða einhverskonar kvennasamtök gengjust. fyrir slíkri sýningu, ef þau hefðu bolmagn til. Lýsi ég mig hér með fúsa til að lána afrit af myndskrá þeirri yfir hátt á annað hundrað myndir, sem ég hef gert um þetta efni, ef það mætti stuðla að uppsetningu sýningar. Heimildir: Björn Th. Björnsson: íslensk myndlist á 19. og 20. öld. Drög aö sögulegu yfirliti I og II. Helgafell MCMLXIV og Bleyjuþvottur. Mynd unnin í steinleir eítir Kolbrúnu Kjarval. álögðu borði, blómskreyttu, fram í eldhús- ið aftan á konu með hvít svuntubönd um sig miðja. Þarna sýslar þessi huldukona við potta sína og pönnur og snýr baki í áhorfandann. Þessi hljóða huldukona eldhússtarfanna kemur líka fram í mynd Jóns Stefánsson- ar, Máltíð, þar sem hún sést fram um dyr í baksýn, sýslandi við eldhúsbekk sinn eða eldavél, sem er í hvarfi á myndinni. Vafa- laust hefur hún þó eldað máltíðina, sem ung, ljóshærð stúlka ber á borð fyrir hvítskeggjaðan öldung og tvo unga drengi. Það er ekki fyrr en með kvennavakning- unni á áttunda áratugnum, sem listamaö- urinn er í rauninni kominn á kaf í eld- hússtörfin. Árið 1976 óf Þorbjörg Þórðar- dóttir myndina Eftir átta. Kona stendur við uppþvott og þvær með bláum bursta hina aðskiljanlegustu hluti í öllum regn- bogans litum. í rauninni sést ekki annað af konunni en hendur, klæddar gúmmíhönsk- um og grænn kjóll og rósótt svunta. Axlir og höfuð konunnar hverfa bak við blárönd- ótt viskastykki í forgrunni myndarinnar. Þarna er líka komin huldukonan, sem vinnur eldhúsverkin, en séð frá allt öðrum sjónarhóli en í myndum gömlu málaranna. Nokkurs háðs og píslarvættis gætir í myna Þorbjargar, ef hugað er að nafninu. After eight er nafn á fínu súkkulaði, sem hefðar- frúr á skrautauglýsingum erlendra blaða eta í stássstofum sínum eftir klukkan átta á kvöldin. Manni flýgur í hug að eiginmað- ur uppþvottakonunnar sé búinn að hreiðra um sig í góðum stóli fyrir framan sjón- varpið, þegar fréttirnar byrja. Þessa sama háðs og píslarvættis gætir einnig í grafíkmynd Ragnheiðar Jónsdótt- ur, Deluxe and delightful. Þar er tertubök- unarkonan krýnd vænni, marglaga rjóma- tertu, skreyttri kirsuberjum — og pappírs- dúkurinn undir tertunni dreginn vel niður fyrir augu hennar, sem þar af leiðandi sér ekki umheiminn, fylgist ekki með því sem er að gerast utan veggja eldhússins. Ingunn Eydal hefur gert, margar myndir af hefðbundnum kvennastörfum. Á mynd- inni Milli klukkan sex og sjö sér aftan á ljóshærða konu í rauðum kjól, sem stendur styrkum fótum á eldhúsgólfi sínu og hrær- ir í pottunum með hægri hendi en hefur tyllt spriklandi krakka á mjaðmasætið vinstra megin. Annar krakki stendur á gólfinu, kannski hafa börnin verið í háa- rifrildi og móðirin þurft að aðskilja þau. Án efa hefur listakonan viljað undirstrika annríkið, sem ríkir á heimilinu á þessum tíma dags, sérstaklega erfiðið, sem leggst á útivinnandi konu, sem þarf að sinna öllu mögulegu, þegar hún kemur heim. En það er ekkert píslarvætti í þessari mynd, held- ur gleði, líf og fjör. Það er gaman að eiga lítil, falleg börn, gaman að elda góðan mat handa fjölskyldunni, maður finnur næst- um matarilminn úr gerðarlegum gufu- strókum sem liðast upp úr pottunum. Mér finnst ég finna skyldleika milli þessarar myndar og myndar Kristínar úr Þvotta- laugunum, þar sem glaðar þvottakonur vinna verk sitt á björtum sumardegi. Það er líka hásumar í lífi húsmóðurinnar með börn sín og potta í eldhúsinu. MCMLXXIII. Grete Linck Grönbech: Arin okkar Gunnlaugs. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. Almenna bókafélagið 1979. Heynesbók, Jónsbókarhandrit frá 16. öld, I Stofnun Arna Magnússonar. Inn til fjalla, Rit Félags Biskupstungnamanna, Prent- smiöjan Hólar, 1949. Islensk list — 16 Islenskir listamenn, Hildur. Gunnar S. Þorleifsson, 1981. Islensk list, Asgrlmur Jónsson, Helgafell 1949, Gunn- laugur Blöndal, Helgafell MCMLXIII, Jón Stefánsson, Helgafell 1950. R. Broby Johansen: Dagens Dont i Norden. Matthlas Johannessen: Bókin um Asmund, Helgafell MCMLXXI og Gunnlaugur Scheving, Helgafell MCMLXXIV. Morgunblaðiö 1. mars 1983. Nikulássaga, rituö af Bergi Sokkasyni ábóta, Helga- staðabók, Perg. 4to nr. 161 Konungsbókhlööu I Stokkh- ólmi. Örlygur Sigurösson: Prófllar og pamfllar. Geöbót MCMLXII og Bolslur frá bernskutlö, Geðbót 1971. Myndskrár frá myndlistarsýningum I Reykjavlk 1953—84. Nokkrir munnlegir heimildamenn. Asmundur Sveinsson: Þvottakonan. Á tímabili gerði Ásmundur margar myndir af vinnandi fólki og heimilisstörfin urðu sannarlega ekki útundan hjá honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.