Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Side 40
Útsýni úr vestarí baðstofuglugga. Garðurínn mikli er farínn að hrynja. Botnsúlur í baksýn.
leyfði Halldóri að byggja sér bæ á rústum
gamalla seltófta norður í Þingvallahrauni,
og gerði hann þar sæmilega bújörð.
Jónas tók við búi föður síns 18 ára gam-
all og þótti það vel gert af svo ungum
manni. Síðar kvæntist hann Hólmfríði
Jónsdóttur frá Hæðarenda í Grímsnesi.
Þau eignuðust sjö börn en þau sem upp
komust voru Halldór, fornbókasali og
fjallamaður, Ásgeir, skipstjóri hjá Eim-
skip, Jónína, fór til Vesturheims, og Elísa-
bet, bjó í Reykjavík, gáfuð kona og skör-
ungur. Son er Jónas hét átti bóndi i elli
sinni með ráðskonu.
Jónas tók fljótt við ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína og varð hrepp-
stjóri um langa æfi. Hann þótti einrænn í
lund og ekki við allra skap. Mikill gáf-
umaður að upplagi og áreiðanlega ekki á
réttri hillu. Hann var með afhrigðum
bókhneigður og lét hvern eyri em hann-átti
aflögu ganga til bókakaupa. Enda átti
hann að lokum stórmerkilegt og vandað
bókasafn sem vakti furðu margra því að
slíkur munaður stakk mjög í stúf við fá-
tæklegan búnað torfbæjarins. Sumir virð-
ast hafa lagt Jónasi þessi bókakaup til
lasts, þótt slíkt óþarfi mikill. En þá svar-
aði Jónas: — Ef ég hefði lagt þessa pen-
inga í brennivín, þá hefðuð þið ekki sagt
neitt.
Kona Jónasar var mikil búkona og er sú
saga sögð að einu sinni hafi bóndi farið
með koffortahest til Reykjavíkur að kaupa
mat til vetrarins. En þegar komið var
heim í Hrauntún, var ekkert nema bækur í
koffortunum. Þá mun húsfreyju hafa þótt
nóg um bókakaup húsbóndans. Jónas í
Hrauntúni mun hafa verið bókasafnari af
ástríðu. Af lestri sínum varð hann ágæt-
lega sjálfmenntaður, vel ritfær og glöggur
reikningsmaður.
Síra Jón bauð mömmu að skoða kirkj-
una og fórum við þangað. Ekki man ég
eftir öðru þar nema predikunarstólnum og
þá vegna þess aö síra Jón gekk að honum,
klappaði á hann og sagði: Þetta er nú stóll-
inn minn. — Um leið brosti hann eins og
barn. Hann fylgdi okkur út fyrir tún. Þar
benti hann mömmu á götuna sem hún átti
að fara og sagði henni að leita til sín ef
hún þyrfti einhvers með. Kvöddum við síð-
an þennan góða prest með virktum.
Gengið Hraun-
TÚNSGÖTUNA
Gengum við nú sem leið lá inn í Leirur,
þar sem söluskálinn er nú. Þar kom á móti
okkur hár maður roskinn, grannvaxinn
með alskegg, derhúfu á höfði klæddur
mórauðum vaðmálsjakka og stuttbuxum
með leðurskó á fótum. Hann steig létt til
jarðar þó stór væri, höfðinglegur, erri-
legur.
Hér var þá kominn Jónas Halldórsson
hreppstjóri í Hrauntúni. Hann hafði rauð-
an hest í taumi, og með honum rann hund-
ur af hreinu íslensku kyni, svart- og grá-
flekkóttur. Bóndi tók móður mína tali.
Hann var fáorður, talaði í stúttum snögg-
um setningum og hálfhreytti út úr sér orð-
unum. Samt var hann vingjarnlegur. Hann
sagði okkur að halda áfram götuna því að
eftir að hann hefði sótt föggur mömmu á
prestssetrið ætlaði hann að hitta Guðrúnu
greiðasölukonu í Konungshúsinu.
Við mæðgurnar eigruðum nú áfram göt-
una inn í hraunið. Lágt kjarr óx víða en
ekki man ég til að nein hrísla á þeim vegi
væri hærri en ég sjálf. En gamburmosinn
þakti stórar breiður. — Hvenær kemur
skógurinn, þetta var ekkert likt skógar-
myndunum frá útlöndum í myndabókun-
um, bærinn átti ekki að sjást fyrir skógi.
Eftir alllangan tíma sáum við steingarð
rísa á bakvið hraunhól. Þessi garður var
mikið hærri en ég, einföld hleðsla svo jöfn
og haganleg að hver steinn virtist til-
höggvinn. Ofurlítið skarð var í þennan
mikla garð og stungið í það birkilurk. Við
gægðumst í gegnum skarðið.
hrauntúnsbærinn
Það var orðið kvöldsett, bjart yfir fjöll-
um og bláleit sumarmóða brá undursam-
legri mýkt yfir umhverfið. Túnið fyrir inn-
an garðinn var allt í mjúkum öldum þar
sem hraunhólarnir lágu undir grassverð-
inum.
Mitt í þessu fagra ilmandi grængresi
reis bærinn Hrauntún, hlýr og vinalegur
eins og torfbæir einir gátu orðið. Tvær
burstir sneru til suðurs fram á hlaðið og
bæjargöngin á milli. Baðstofan var með
einum sexrúðu glugga á stafni og tveggja-
rúðu glugga til vesturs. Stofan var með
þrísettum glugga og klædd bárujárni.
Baðstofan með eldhúsið og fjósið afturaf
var allt klætt torfi. Vandlega hlaðin stétt
úr hraunhellum var fyrir framan bæinn.
Hlaða, fjárhús og skemma með þvotta-
hjalli lágu við heimtraðirnar sem lágu í
norður í átt að Ármannsfelli. Þrennir fjár-
húskofar voru dreifðir um túnið. Austur af
túninu var afgirt gerði sem notast var við
sem kúahaga. Brunnhola var vestan undir
baðstofuveggnum.
Var þar sæmilegt drykkjarvatn þó að
vatnsmagnið væri lítið. Þegar þvottar voru
þvegnir í Hrauntúni varð að fara niður á
Leirur og þvo við lækinn sem þar rennur
enn. Þar voru hlóðir og þar við soðinn
þvotturinn.
Framan við bæinn var kálgarður með
grónum vallargarði í kring. Allt var þarna
með hinum mesta snyrtibrag, hver hlutur
á sínum rétta stað. Upp við bæjarvegginn
reis sleggja gerð úr blágrýtishnullungi
með gati sem stungið var í vænum birki-
lurk. Þetta var fisksleggja. Mamma barði
að dyrum og út kom dökkhærður maður
lágvaxinn með yfirskegg, léttur í hreyfing-
um og alúðlegur. Þetta var Halldór sonur
Jónasar bónda sem bjó hjá föður sínum.
Þeir voru menn ekki líkir.
Halldór fylgdi okkur inn göngin. Hurð lá
inn í stofuna til hægri og önnur hurð inn í
geymslukompu þar innar af. Gengið var
upp tvö þrep inn í baðstofu til vinstri en í
eldhús og fjós fyrir enda ganganna. í
baðstofu voru fjögur rúm. Jónas bóndi
svaf næst glugga og var borð undir glugg-
anum. Lítil bókahilla, full af rímnakverum
og riddarasögum, var yfir fótagafli á þili.
Okkur mæðgum var vísað á rúmið gegnt
rúmi bónda. Aftur af okkar rúmi svaf
Bjarni Gíslason vinnumaður og Halldór
gegnt honum. Ofurlítil kabyssa og tvær
hillur fyrir bollapör og diska voru í hinum
enda baðstofu.
KONU-BJARNI
Bjarni Gíslason vinnumaður var vel
meðalmaður á hæð, rauðbirkinn með yfir-
skegg, vel farinn í andliti, reistur í fasi,
prúðmannlegur, greindur og skáldmæltur.
Ekki veit ég uppruna hans, held þó að
hann hafi verið af Norðurlandi vestra.
Hann hafði víða verið, kennt börnum á
vetrum en í kaupavinnu á sumrum. Hann
hafði haft kvenhylli svo mikla að bændur
höfðu rekið hann á miðjum vistráðn-
ingartíma og þóst heppnir að konur þeirra
hlupu ekki að heiman á eftir Bjarna.
Vegna þessa hæfileika síns var hann
manna á meðal nefndur Konu-Bjarni.
Hann var talinn mjög vel hagorður en ekki
veit ég með vissu um neina vísu eftir hann,
það eru til svo margir Bjarnar Gíslasynir
hagyrðingar frá þessum tíma. Bjarni var
fremur hlýr við krakka en þó fáskiptinn.
INNANBÆJARLÍF
Að verkalokum og á helgidögum ræddu
feðgarnir og Bjarni af kappi um stjórnmál
og bókmenntir. Þeir voru ekki alltaf sam-
mála. Halldór og Bjarni voru oft saman á
móti Jónasi bónda. Mömmu líkaði ekki
alltaf viðmót þeirra við húsbónda heimil-
isins og þá sjaldan að hún lagði orð í belg
hélt hún alltaf Jónasar taum. Gamla
manninum þótti áreiðanlega vænt um
þessa liðveislu. Mest gekk á þegar blöðin
voru nýkomin. Þá sagði Jónas oft upp úr
blaðalestrinum og hafði á miklar áherslur:
Mikil-lifandis-ósköp-er fólkið vitlaust. —
Annars voru rökræður í Hrauntúni með
virðulegu yfirbragði. Menn voru prúðir og
létu engan hleypa sér upp þó þungt gæti
verið undirniðri.
TÓBAKSLEYSI
Allir tóku þeir Hrauntúnsmenn í nefið
daglega og gOtt þótti þeim tárið en allt í
hinu mesta hófi, ég vissi þá smakka vín í
eitt skipti um sumarið og svo í réttunum.
Minna gat það varla verið. En tóbaksleysi
þoldu þeir ekki. Þar kom að enginn þeirra
átti til korn í nös. Þá varð nú ansi hvasst í
Hrauntúnsbaðstofu. Þeir urðu ekki sam-
mála um neitt og loks snerist umræðan um
kvenfólk, hvað það væri miklir gallagripir,
heimskt og svikult. Einkum var það Hall-
dór sem var þungorður í garð kvenna, enda
lá orð á að stúlka hefði brugðið heiti við
hann.
Mamma hafði reynt að vera sem mest
frammi í bænum meðan hríð þessi stóð en
nú kom hún inn og heyrði stóryrði Hall-
dórs um kvenfólkið. Þá mælti hún: Hafið
þér móöur yðar með í þessum vitnisburði
sem þér gefið öllum konum? Þá steinþagn-
aði Halldór og þeir allir nokkra stund.
Síðan tóku þeir upp annað tal. En ekki
batnaði tóbaksleysið. Bjarni Gíslason
bjóst til Reykjavíkur og kom brátt aftur
með nóg tóbak og eitthvað á pelann. Það
var lyfting yfir Bjarna þar sem hann stóð
gleiður á baðstofugólfinu, klæddur bláum
jakka sem fór vel við koparrautt hárið,
hattinn aftur á hnakka, i reiðbuxum og
háum stígvélum. Hann hélt á ofurlitlu
ljóðakveri sem hann hafði keypt í Reykja-
vík, Söngvum förumannsins.
Bjarni las hátt og með miklum áherslum
og rykkti til höfðinu undir lestrinum.
Þú ert enn að greiða gjöldin
gamla skáldið hefur völdin
flytur rímlaus kvæði á kvöldin
kvæðin eru um lífið fróð
eiga draumsins geislaglóð
gæfu þína og hjartablóð.
Þögnin geymir þessi ljóð.
Þú ert skáld á bak við tjöldin.
Þá var nú glatt í Hrauntúnsbaðstofu.
Stofan Og Bækurnar
Virðulegasti staður Hrauntúnsbæjar
var stofan. Hún var svo virðuleg að fyrstu
dagana þorði ég ekki að líta þar inn.
Við veggi hinnar blámáluðu stofu stóðu
bókaskápar frá gólfi til lofts, bækur á
borði, bækur á kistum, allt fullt af bókum,
margar í skínandi nýju skinnbandi, gaml-
ar bækur, sögubækur, fræðibækur, tímar-
it, guðsorð, nýtt og gamalt. En langfalleg-
ustu bókina, að því að mér fannst, hafði
Jónas bóndi lagt handa mér á borðið. Stór
þykk bók í gljáandi skinni gyllt á kili,
meira að segja myndir innaní. Þessi bók
var tímaritið Dýravinurinn með sögum
eftir Þorstein Erlingsson, Þorgils Gjall-
anda, Guðmund Friðjónsson og marga
aðra ágæta dýravini. — Hvar skyldi þessi
bók vera núna? —
Fáir kunnu á þeim tíma betur að velja
bók í hendur barni heldur en þessi þyrrk-
ingslegi bókasafnari. Svipað mátti segja
um þá Halldór og Bjarna. Þeir bönnuðu
þær bækur sem ekki þóttu barna meðfæri
en bentu á aðrar heppilegri.
En freistarinn lá í leyni og ég stalst til
að lesa hina bönnuðu bók, Makt myrkr-
anna um þann rúmenska greifa Drakúla.
Afskaplega fannst mér það skemmtileg
bók. Ekki get ég fundið að hún hafi skaðað,
enda glottu þeir Hrauntúnsmenn þegar
upp komst um boðorðabrotið. Jónas hélt að
mér ævintýrum og riddarasögum sem var
til mikillar skemmtunar. Hafi bændur al-
mennt á þeim tíma látið sér svo annt um
lesefni aðkomubarna, þá er ekki að furða
þótt íslenskri sveitamenningu sé viðbrugð-
ið.
Gestagangur
Oft komu gestir að Hrauntúni, bæði
ferðamenn af Kaldadal og úr Borgarfjarð-
ardölum, Grímsnesingar og fólk úr
Reykjavík. Jónas vildi að allir fengju góð-
gerðir, annaðhvort kaffi eða mat. Nógur
matur var lagður til en eldamennska var
örðug því að allt varð að elda við kalvið á
hlóðum.
Einu sinni kom hópur af fólki að
Hrauntúni. Þar voru bæði karlmenn og
fínar dömur í för. Fyrir hópnum var Guð-
mundur Finnbogason prófessor og Laufey
Vilhjálmsdóttir kona hans. Öllum var boð-
ið til stofu og hófst nú hinn venjulegi
pönnukökubakstur við kalviðareldinn.
Prófessorinn fór í eldhúsið og spjallaði við
mömmu á meðan hinir gestirnir sátu á tali
við bónda. Bestu góðgerðirnar þóttu
hveitibrauðið heimabakaða með kæfu úr
skinnbelg sem hékk í rjáfrinu í eldhús-
reyknum.
Eitt kvöld þegar allir voru háttaðir
heyrðist spóinn vella ærið grunsamlega. —
Það er gestahljóð í honum, sagði Jónas.
Stuttu seinna rauk hundurinn upp. Hófa-
dynur heyrðist í tröðum og hringl í beisl-
um. Bóndi snaraðist í föt og gekk til dyra.
Hann kom inn aftur að vörmu spori og á
hæla honum afarhár maður höfðinglegur
með afbrigðum, snar i augum og glettinn á
svip. Þetta var Ólafur bóndi í Kalmans-
tungu, sá sem sagt var um að hefði verið
glæsilegastur bænda í konungsveislunni á
Þingvöllum þegar Friðrik kóngur 8. kom
1908. Nú kom hann af fjallvegum á leið
suður.
KRÆKIBER Og bláber
Ekki var mikið af berjum kringum
Hrauntún þetta sumar. Helst var nokkuð
um krækiber en sáralítið um önnur ber.
En í Lágafelli við Hofmannaflöt voru bæði
bláber og aðalbláber. Sagt var að aðalblá-
ber væru í Mjóafellinu en þangað kom ég
aldrei. Eina engjarós fann ég nálægt
Stórkonugili en annars var allt bitið og
nagað af sauðfénu.
eingöngu Brennt
kalviði
Jónas Halldórsson lét sér mjög annt um
skóginn. Hann taldi að nauðsynlegt væri
40