Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Qupperneq 42

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Qupperneq 42
Kór Langholtskirkju syngur við messu undir stjórn Jóns Stefánssonar. Venjulega syngur fimmtibluti kórsins við messur í kirkjunni. Fimm kórar í einum stórkór Það er ekki til neinn fulinægjandi sam- nefnari fyrir þennan hóp. Hann saman- stendur af fólki á ýmsum aldri, úr flestum stéttum mannfélagsins. Þar er að finna iðnaðarmenn, bankamenn, skólanema, kennara, hjúkrunarfólk, lækna, húsmæður og sjálfstæða atvinnurekendur. Allir eiga þó félagarnir það sameiginlegt að vilja starfa með kórnum. Þeir verja frístundum sínum í þágu hans, efla hann og setja markið sífellt hærra. TÍMAFREKT tómstundastarf Söngáhugi er með ólíkindum á íslandi, en lík- lega starfa fáir kórar af slíkum eldmóði sem Kór Langholtskirkju. Hann hefur starfað í rúm þrjátíu ár sleitulaust og setur markið stöðugt hærra en áður. Kórinn á að baki Kór Langholtskirkju starfar af eldmóði og hef- ur staðið að plötuútgáfu og tónleikaferðum utanlands og innan — og nú er söng- ferð til Vínarborgar á döf- inni marga stóra sigra. Hann hefur flutt á tón- leikum mðrg helstu tónverk sem skrifuð hafa verið fyrir kóra og ætíð fengið lof fyrir fágaðan, en jafnframt líflegan flutn- ing. Hann á að baki plötuútgáfu, tónleika- ferðir utanlands og innan og upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Flestum er ef- laust í fersku minni sjónvarpsþættirnir Tökum lagið, sem hafa verið á döfinni af og til síðastliðið ár. Kórinn hefur, auk alls þessa, orðið uppvís að margs konar uppá- komum eins og til dæmis að vaka og syngja heilan sólarhring. 31 ÁRS SlGURGANGA Kór Langholtskirkju var formlega stofnaður 23. mars 1953 og hét þá Kirkju- kór Langholtsprestakalls. Fyrsti stjórn- andinn var Helgi Þorláksson, organisti. Kórfélagarnir voru 14 talsins. Árið 1964 var Jón Stefánsson, þá 17 ára stráklingur úr Mývatnssveitinni, ráðinn organisti við prestakallið. Hann tók jafnframt við kór- stjórninni. Frá þeim tíma var brotið blað í sögu kórsins. Fram að þeim tíma hafði starfið að vísu verið öflugt en undir hand- leiðslu Jóns fóru hjólin að snúast svo um munaði. EFTIR GUÐLAUGU GUÐMUNDSDÓTTUR Árið 1973 urðu enn ein tímamót í sögu kórsins, en þá var starfsháttum hans breytt í þá veru sem þeir eru núna og hlaut hann þá nafnið Kór Langholtskirkju. Kórfélögum var fjölgað úr 18 í 36 og mæt- ingarskylda í messur minnkuð. Þessi Kórinn hefur fasta æfingartíma tvö kvöld í viku. Þar að auki syngur hver kór- félagi við messur í kirkjunni um það bil Messa í Langholtskirkju. Kirkjukórinn, sem venjulega syngur við messur, er innst íhorninu til hægri. breyting var hrein bylting og er ennþá einsdæmi í röðum íslenskra kirkjukóra. Kórfélagar eru núna orðnir 60. Verkefna- skráin er þegar orðin glæsileg en engan bilbug er að finna á félögunum eða stjórn- anda. Ennþá er sótt á brattann og hátind- ur göngunnar er ekki einu sinni í sjónmáli. einu sinni í mánuði. Innan stóra kórsins eru fimm litlir kórar sem skiptast á um messusönginn. Á stórhátíðum eru mæt- ingar tíðari því þá eru sameinaðir fleiri en einn kór. Með þessu er sagan þó ekki nema hálfsögð því umsvif kórstarfsins spanna víðari svið. Stórtónleikar eru haldnir að 42

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.