Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 43
Kaffíhlé á æfíngu í desember. Sumit eru svo ábugasamir, að þeir nota tímann til að glugga í
nótur á meðan.
Meðafþess sem dregur fólk að kórstarfí er féiagsskapurinn. Hér eru málin ræddyfir kaffísopa
íeldhúsi satnaðarheimitísins.
jafnaði tvisvar á ári og þá er átt við flutn-
ing verka á borð við óratóríur Bachs. Auk
þess syngur kórinn við margvísleg tæki-
færi, ýmist allur eða hluti hans. Kórinn
hefur þegar unnið að mörgum upptökum
fyrir útvarp og sjónvarp og enn er ekki séð
fyrir endann á þeim. íslenska óperan hefur
svo þegið „að láni“ karlmenn úr kórnum
sem taka þátt í sýningum á óperunni
Carmen. Einn bassinn reiknaði saman þær
klukkustundir sem hann varði til kór-
starfsins í nóvember í haust. Þær reyndust
vera 40 eða á við fuilt vikustarf á opinber-
um vettvangi.
VlRTUR OG VINSÆLL
LEIÐTOGI
í Jóni Stefánssyni hlýtur að leynast for-
skrift að bjartsýnismanni. Hann er síkvik-
ur og skilur aldrei við sig pípuna. Hann
fær oft á tíðum hugmyndir sem flestum
þykja fráleitar skýjaborgir. En þessi virti
og vinsæli leiðtogi fær kórinn til að fram-
kvæma svo til hvað sem er.
Eiginkonu Jóns er óþarfi að kynna. Hún
er engin önnur en Ólöf K. Harðardóttir,
óperusöngkona. Hitt vita ef til vill ekki
allir að hún hóf söngferil sinn í Kór Lang-
holtskirkju. Þrátt fyrir það að hún sé nú
gengin úr röðum kórsins hefur hún ekki
sagt skilið við hann. Hún sér um radd-
þjálfunina og syngur auk þess sem sólisti á
öllum meiriháttar tónleikum. Starf henn-
ar er ómetanlegt því kór sem ekki nýtur
réttrar upphitunar og raddþjálfunar getur
ekki náð langt.
Kórinn á aðild að 8 hljómplötum. Þar af
stendur hann einn að þremur. Þær eru
„Mín sál þinn söngur hljómi". Hún var
gefin út árið 1974 en er nú uppseld. „Land
míns föður" kom út 1981. Þar flytur kórinn
þjóðlög og ættjarðarlög. Haustið 1983 var
nýjasta platan gefin út. Hún heitir „An
Anthology of Icelandic Choirmusic". Á
henni flytur kórinn úrval íslenskra kór-
verka í sögulegu samhengi.
Kór Langholtskirkju hefur auk tónleika-
halds í Reykjavík lagt land undir fót og
sungið úti á landi. Söngferðir til útlanda
eru þegar orðnar þrjár og í vor er sú fjórða
fyrirhuguð. Kórinn hyggst þá ferðast til
Austurríkis, Þýskalands og Italíu. Ætlun-
in er að halda fjölda tónleika og einnig
verða gerðar upptökur fyrir erlendar út-
varpsstöðvar.
Fjölþætt
Embættismannakerfi
Það gefur augaleið að mörg handtök
þarf að vinna í tengslum við svo um-
fangsmikið söngstarf. Af því leiðir að
flestir kórfélagarnir sinna einhverju emb-
ætti auk þess að syngja. Árlega er 5
manna stjórn kosin á lýðræðislegan hátt
en auk hennar starfa margar nefndir að
ýmsum málefnum, þar á meðal fjáröflun-
arnefnd og skemmtinefnd. Raddformenn,
messuhópastjórar, nótna- og kaffiverðir
eru einnig kosnir til eins árs í senn svo
eitthvað sé nefnt. Skammtímaverkefni
sem sífellt koma upp eru einnig unnin af
kórfélögunum sjálfum.
Árlega fer kórinn í æfingarbúðir úti á
landi. Þá eru stöðugar æfingar heila helgi
sem síðan endar á árshátíð. Ferðir þessar
ganga undir nafninu „kórpartítúr". Á
árshátíðunum bregða kórfélagar á leik og
gjarnan eru fluttar skrumskælingar af
þekktum óperum sem kórfélagar semja
sjálfir. Helstu verk sem hingað til hafa
verið flutt eru La Gójem, ófeigur og
Neðridís, Töfranikkan og Tökum lærið.
Óformlegri samkomur kallast „kirkju-
þing“. Þá fær stjórnandinn ekki alltaf að
ráða hvað er sungið.
Börn kórfélaga eru mörg og tala þeirra
síbreytileg. Fyrir þau eru haldnar jóla-
trésskemmtanir sem eiga að votta þakk-
læti í þeirra garð fyrir snúninga og um-
burðarlyndi gagnvart öllum þeim tíma
sem þau sjá á bak foreldrum sínum í þágu
kórsins.
Sóknarpresturinn, sr. Sig-
urður Haukur Guöjónsson
og stjórnandinn, Jón Stef-
ánsson, voru spurðir um kór-
starfið:
Hver er ástæðan fyrir hinu líflega kórstarfi
í Langholtssókn?
Sigurdur: „Heilladísirnar hafa löngum
verið okkur góðar, en aldrei eins og þá þær
leiddu Jón Stefánsson til organistastarfa
hér. Nafn hans er svarið við spurningunni.
Hæfileikar hans sem tónlistarmanns, eld-
legur áhugi hans á að klífa með liði sínu
hærri og hærri tinda, laðandi ljúf-
mennska, sem manar kórfélagana til að
gera gott betur, allt eru þetta þættir sem
gera manninn sérstæðan. Hinu skal ekki
gleymt aö í kórinn kemst ekki nema úr-
valsfólk. Frábær organisti og frábærir
kórfélagar og útkoman er Kór Langholts-
kirkju."
Eru kórfélagarnir allir sóknarbörn þín?
Sigurður: „Nei, en lán Langholtskirkju er
að eiga þá að vinum. Mig undrar oft hve
ljúflega þeir svara hverri bón sem kirkjan
hér réttir að þeim. Það má ekki gleymast
að kórfélagar eru sjálfboðaliðar, fá enga
þóknun fyrir störf sín. Því er þökk mín
mikil er ég hugsa um allt það sem kórfé-
lagar og makar þeirra gera fyrir þennan
stað.“
Öfunda stallbræður þínir þig af kórnum
þínum?
Sigurður: „Víst gera þeir það beri þeir
nokkurt skynbragð á að fleira þarf en
prest til að laða að söfnuð. En hitt ætti að
vera ljóst að ég baða mig ekki einn í ljóm-
anum af starfi kórsins. Það gerir íslenska
kirkjan öll, því kirkjusöngur varð allur
annar hér á landi er Kór Langholtskirkju
varð til. Starf kórsins hefur manað aðra
kóra til að reyna að líkja eftir. Vonandi
tekst þeim það.“
Jón Stefánsson stjórnandi.
Hvernig er hægt að halda öilu þessu fólki
við efnið ár eftir ár?
Jón: „Það er margt sem kemur til. Það er
til dæmis góður félagsandi og auk þess eru
verkefnin mjög fjölbreytt. Við vinnum
undir talsverðu álagi því við skömmtum
okkur alltaf knappan æfingartima. Það er
gert með vilja. Við það helst stöðug spenna
fyrir nýjum viðfangsefnum og mætingar á
æfingar eru undantekningarlítið góðar.
Hins vegar eru aukaæfingar fátíðar."
Hvernig kemst fólk að í Kór Langholts-
kirkju?
Jón: „Á hverju hausti bætast við nokkrir
nýir kórfélagar. Þeir eru allir látnir þreyta
inntökupróf. Gerðar eru kröfur um góða
rödd, einhverja kunnáttu í nótnalestri og
að sjálfsögðu þarf fólk að vera músik-
alskt.“
Hver eru helstu stórvirkin?
Jón: „Það er flutningur á Messíasi eftir
Hándel, Jólaóratóríunni og Jóhannesar-
passíunni eftir Bach.“
Hvaða tónleikar eru þér eftirminnilegast-
ir?
Jón: „Líklega eru það fyrstu jólasöngv-
arnir okkar í Langholtskirkju. Þá var
kirkjan ekki fokheld og 14 stiga frost. Þá
uppgötvuðum við hljómburðinn. En sér-
hver konsert sem kemst heill í höfn verður
eftirminnilegur."
Hafa fleiri söngvarar en Ólöf hafíð feril
sinn í kórnum?
Jón: „Starfið í kórnum hefur orðið mörg-
um hvatning til frekari átaka. Kórfélagar
fá til dæmis tækifæri til að syngja einsöng
við messur. Margir núverandi og fyrrver-
andi kórfélagar eru nú í alvarlegu söngn-
ámi hér á landi og erlendis."
Getur Kór Langholtskirkju flutt hvaða kór-
verk sem er?
Jón: „Já, það held ég, en hingað til hafa
verið valin verk sem henta þeim hljómi
sem ég hef byggt upp í kórnum. Verk á
borð við Requiem eftir Verdi krefjast öðru
vísi raddbeitingar. Þess vegna höfum við
ekki farið út á þá braut.“
„an Anthology Of
ICELANDIC CHOIRMUSIC“
Líklega hefur fátt reynt eins á þolrif
félaganna í Kór Langholtskirkju og upp-
taka þessarar plötu. Sænska hljómplötu-
fyrirtækið BIS, sem þekkt er um víða ver-
öld fyrir útgáfu vandaðra hljómplatna,
ákvað að gefa út plötu með íslenskri kór-
tónlist. Kór Langholtskirkju var valinn til
flutnings. Robert von ‘Bahr, eigandi fyrir-
tækisins, kom sjálfur til íslands og sá um
upptökuna, sem fór fram í Skálholts-
kirkju. Við gerð þessarar plötu var notuð
Digital-tækni í fyrsta sinn á íslandi. Til
upptökunnar var varið þrem apríldögum.
Robert von Bahr reyndist harður hús-
bóndi. Hann umbar enga hnökra og stöðv-
aði upptökutækin sín umyrðalaust ef ein-
hverju var ábótavant. Eitt sinn varð Jóni
það á að stíga ógætilega til jarðar og við
það brakaði í ökla hans. Þar með varð að
endurtaka upptökuna. Margar tilraunir
voru gerðar til að taka upp lagið „Sofðu
unga ástin mín“, sem er eitt uppáhaldslag
kórsins. Tuttugasta og fjórða tilraunin
stóðst kröfur von Bahrs. Þegar kórinn
hafði verið í upptökustellingum í 10
klukkutíma sunnudaginn 24. apríl, stóð
þessi brúnaþungi Svíi upp og sagði: „Ég
hef aldrei nokkru sinni unnið með hóp
tónlistarmanna sem haft hefur þvílíkt út-
hald og takmarkalausa létta lund!“
í Iceland Review var þessi plata dæmd
vandaðasta hljómplata sem kom út á ís-
landi árið 1983.
Afram með smérið. Það er mikil vinna við að sh'pa af alla agnúa, en hefst með sameiginlegu átaki. Hér stjórnar Jón Stefánsson á æfingu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 43