Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 2
JÓLABLAÐ
LESBÓKAR
Forsíðan
Myndin er eftir Leif Breiðflörð myndlistarmann
og unnin sérstaklega fyrir Lesbókina í tilefni
jólanna. Leifur nefnir myndina Hátfðastund.
„ÉG FÓRIMA ÞÉR VÖRUM
MÍIVUM,
TUNGU OG HJARTA“
Efri myndin: Herbert von Karajan og
Jóhannes Páll II páfi við athöfnina í
Péturskirkjunni.
Neðri myndin: Sálumessa Mozarts flutt
í Hallgrímskirkju í nóvember.
og sannarlegs frelsis í friðvana heimi. Heil-
ög kirkja, hvort heldur er hin rómversk-
kaþólska móðurkirlq'a eða aðrar þær
kirkjudeildir, sem taka undir sömu postu-
llegu trúarjátninguna eins og þjóðkirkja
vor, lúthersk og breið, virða þær dásamlegu
gjafir skaparans á sviði listanna, til þess
að he§a hugi manna yfir kíf og hvers-
dagsamstur. Sá metnaður hefur Ieitt tvo
mikla persónuleika, hljómsveitarstjórann
Herbert von Karajan og hinn listunnandi
páfa, Jóhannes Pál II., til samstarfs í list-
túlkun, sem er innblásin af helgum anda
Guðs og vænleg til hjálpar vegvilltum efnis-
hyggjumönnum og afneiturum trúarinnar.
Sá sami helgi metnaður réttlætir þá dá-
samlegu dirfsku, er felst í byggingu Hall-
grímskirkju á Skólavörðuhæð. Þar geta
þjónar kirkjunnar og listamenn í ýmsum
greinum tekið höndum saman' í tjáningu
lista. Þjóðkirkjan þarf að nálgast mikilvæg-
asta hlutverk sitt, guðsþjónustuna, með
þeirri skýlausu kröfu, að hún sé borin uppi
af sömu einlægni og fegurðarviðleitni og
göfugar listir.
Það var mikið fagnáðarefni, að flutningur
Sálumessunnar eftir
W.A. Mozart skyldi
marka upphaf tónleika-
halds í Hallgrímskirkju.
Sá vandaði flutningur
úrvalsliðs einsöngvara,
Módettukórsins og
kammersveitar undir
stjórn Harðar Askels-
sonar benti ótvírætt til
þess, að kirkjan gæti
orðið frábært tónleika-
hús. En þá verður hins
vegar að gæta að því,
að þeir tónleikar, sem
þar verða haldnir, verði
fyrst og fremSt guðs-
þjónusta eins og hátíða-
messan í Péturskirkj-
unni, sem hér hefur
verið fjallað um. Það er
hægur vandi að tengja
þann mikla auð kirkju-
legra tónverka, eldri
sem yngri, ákveðnu
messuformi með öllum
liðum; þar sem vígður
maður er „celebrant".
Til þess var
Hallgrímskirkja reist,
að þar yrði messað,
að þar geti menn
fórnað Guði vörum
sínum, tungu og
hjarta, já, gjörvallri
veru sinni.
Og auðvitað verða
áhrifin að ná til allra
helgidóma landsins í
aukinni listiðkun til
stuðnings lofgjörðinni
og bæninni. Hefur
Skálholtsstaður þegar
eignast gildan hlut í
þessari vakningu með
músíkdögum á sumar-
mánuðum. Hólar bíða
slíkrar endurreisnar,
sem vonandi er á næsta
leiti, eftir væntanlega
viðgerð dómkirkjunnar
fornu. Það liggur í aug-
um uppi, að fátt eða
ekkert getur aukið já-
kvæð áhrif kirkjunnar fremur en listræn
reisn og fegurð, sem grundvallaðar eru á
öfgalausri trú og lærdómskröfum. Það mun
lyfta henni yfir þá lágsigldu þjóðmála-
umræðu, sem hlýtur að vekja ugg um
andlega velferð þjóðarinnar. Því má ekki
gleyma, að menntir og listir risu hæst á
þessu landi í skjóli heilagrar kirkju.
Á Hólum í Hjaltadal var íslenskri tungu
bjargað frá tortímingu af ráðríkum kirkju-
höfðingja, Guðbrandi biskupi Þorlákssyni,
sem auk bókmenntalegrar þekkingar var
myndlistarmaður (grafíklistamaður) eins og
útgáfur hans bera með sér. Já, hann kom
því mjúklega lagi heilags Gregors á þrykk
í Grallara sínum og hefur sennilega sungið
það með líkum hætti og hans heilagleiki í
Róm við hliðina á von Karajan í fyrra.
BOLLI Gústavsson í Laufási
Jólarabb
Eftir séra Bolla Gústavsson í Laufási: „Ég fóma
þér vörum mínum, tungu og hjarta".
Menn sá eg þá...
Kafli úr Sólarljóðum með mynd eftir Torfa
Jónssson.
íslenzkar konur í tónlist.
Grein eftir Jón Þórarinsson tónskáld.
Hlutverk kirkjunnar.
Grein eftir séra Heimi Steinsson í flokknum
Austan um Heiði.
íslenzkur skurðlæknir á 18. öld.
Grein eftir Ævar R. Kvaran. Mynd: Sigrún
Eldjám.
Stórmenni kveður fyrir tímann.
Smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson. Mynd:
Örlygur Sigurðsson.
Skálholtskirkja lagði mér mestan
vanda á hendur.
Samtal Gísla Sigurðssonar við Hörð Bjamason
fyrrum húsameistara ríkisins.
Hestar og hestamenn á íslandi.
Bókarkafli frá 1925 eftir George H.F. Schrad-
er.
Jólanótt.
Smásaga eftir Guy de Maupassant. Mynd:
Ámi Elfar.
í þjónustu frú T.
Frásögn eftir Sólveigu Anspach. Mynd: Flóki.
Moliere og Aurasálin.
Grein eftir Svein Einarsson um jólaleikrit Þjóð-
leikhússins og höfund þess.
Boðberi nútímalistar - E1 Greco.
Grein eftir Hans Platchek.
Njála á latínu.
Fjórða og síðasta grein Einars Pálssonar i
greinaflokknum um öxena Rémigiu. Mynd: Gísli
Sigurðsson.
Sá horaði frá Hólmavík - og öll hin
goðin.
Grein um þjóðemishyggju í poppmúsík og
Hljómatímabilið eftir Kristinn Jón Guðmundsson.
Vilhelm Hammarshöi - meistari
grátónaskalans.
Grein eftir Braga Ásgeirsson.
Haddurinn Áslaugar.
Grein eftir Helga Skúla Kjartansson.
Leppalúðakvæði og annar verald-
legur kveðskapur eftir Hallgrím
Pétursson.
Eftir Sveinbjöm Beinteinsson. Mjmd: Kjartan
Guðjónsson.
Sækonuþáttur.
Kafli úr elztu skáldsögu síðari tínma á ís-
landi. Þorsteinn Antonsson ritar formála um
Ólafs sögu Þórhallasonar og höfundinn.
Hafnarfjarðarjarlinn.
Grein eftir Ásgeir Jakobsson um Einar Þorgils-
son.
Verðlaunakrossgáta og verðlauna-
myndagáta.
í höll kóngs og drottningar.
Samantekt um hýbýli dönsku drottningarinnar
og flölskyldu hennar eftir Brynju Tomer.
Síðustu ábúendur í Krýsuvík.
Um hjónin í Stóra Nýjabæ, sem komu upp 17
bömum á litlu koti. Eftir Ólaf E. Einarsson.
Þann 29. júní 1985 var
flutt messa í Péturskirkj-
unni í Róm á hátíð
postulanna, Péturs og
Páls. Fyrir háaltarinu, á
milli fjögurra risavaxinna
súlna, stóð hans heilag-
leiki, Jóhannes Páll II,
íklæddur fagurrauðri kórkápu með hvítt,
gullbryddað mítur á höfði. Páfinn stóð þar
fyrir miðju altari með marga vígða aðstoðar-
menn á báðar hendur. En sjálfur var hann
„celebrant“ (þ.e. hann stýrði messugjörð-
inni) og hljómfögur tenórrödd hans naut sín
einkar vel, bæði í lestri helgra texta og eins
þegar hann tónaði með
mjúklegu lagi heilags
Gregors. En óneitan-
lega setti það forkunn-
arglæstan svip á þessa
messugjörð, að góðir
gestir fluttu þar þætti
úr Krýningarmessu eft-
ir tónsnillinginn Wolf-
gang Amadeus Mozart.
Það var Fílharmóníu-
hljómsveit Vínar og
víðfrægur kór þeirrar
háborgar tónlistarinn-
ar, Wiener Singverein,
auk óperusöngvaranna
Kathlenn Battle, Trud-
eliese Schmidt, Gösta
Winbergh og Feruccio
Furlanetto. En stjóm-
andinn var enginn
annar en Herbert von
Karajan. Þá fluttu
heimamenn, þ.e. Cap-
ella Musicale Pontificia
Sistina, þijá þætti
messunnar, víxlsönginn
(Responsum graduale),
hallelújavers og fómar-
söng eftir Monsignor
Domenico Bartolucci,
sem sjálfur stjómaði
kómum. Hin almenna
kirkjubæn var flutt á
sjö tungumálum, á
latínu, þýsku, pólsku,
japönsku, arabísku,
frönsku og ítölsku.
Það var hrífandi að
heyra hans heilagleika
tóna prefazíuna (þakk-
arbæn), sem endar á
orðunum: „Og þess
vegna með englunum
og höfuðenglunum,
með tignunum og drott-
invöldunum, ásamt með
öllum himnesku hirð-
sveitum, syngjum vér
lofsönginn þinnar dýrð-
ar óaflátanlega segj-
andi.“ Og þá lyfti von
Karajan sprota sínum
og kór og hljómsveit
upphófu hinn tignarlega og volduga lof-
söng: „Heilagur, heilagur, heilagur ert þú,
Drottinn Guð allsheijar" (Sebaót). Þættir
úr Krýningarmessu Mozarts, sem þama
hljómuðu voru: Gloria (Dýrð sé Guði), Credo
(Játning trúarinnar), Sanctus (Heilagur),
Agnus Dei (Ó, þú Guðs lamb) og hinn gull-
fallegi kvöldmáltíðarsöngur, Ave veram.
Ifyrr á því ári, sem senn er á enda runnið,
gaf Deutsche Grammophone þessa einstæðu
messugjörð út á hljómplötu og fylgja allir
textar prentaðir og jafnframt ljósmyndir frá
atburðum. Þess vegna getum við, sem búum
afskekktir, en síður en svo einangraðir, hér
við nyrsta haf, notið þessarar dýrðlegu guðs-
þjónustu.
Atburður af þessu tæi hlýtur að verða
fagnaðarefni hveijum þeim, sem vill veg
kristinnar trúar sem mestan og þráir að hún
hafi varanleg áhrif til innri og ytri friðar
2