Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 5
Ásta Sigríður Sveiabjömsdóttir. Valborg Einarsson, fædd Helleman, kona Sigfúsar Einarsson- ar. Matthildur Arnalds, fædd Kvaran. Þórð biskup Þorláksson og var eftir það endurprentuð í öllum síðari úgáfum, þrettán talsins. Þar er svofelld grein gerð fyrir tón- bilinu diapason (áttund): „ ... er þetta hljóð eins til að jafna svo sem þegar fullkominn maður syngur með ungmenni." Hér hefði verið eðlilegt að nefna „konu“ ekki síður en „ungmenni“ ef gert. hefði verið ráð fyrir að konur tækju þátt í söngnum. Fram undir miðja 19. öld má segja að íslendingar hafi „búið að sínu“ að því er tónlist varðar. Einangrun þjóðarinnar að þessu leyti var svo alger að segja má að öll þróun Evróputónlistar í sjö aldir hafí farið fram hjá henni. Landnám „nýju“ tón- listarinnar hefst 1840 þegar Pétur Guðjóns- son (Guðjohnsen) kemur heim frá Danmörku að loknu kennaranámi, 28 ára gamall, og verður organleikari í Dómkirkjunni, en þangað kemur um sama leyti fyrsta orgelið. Þá er einnig heimilað að kaupa píanó til notkunar við söngkennslu í bamaskólanum sem Pétur veitti forstöðu næstu árin, og danska tónskáldinu C.E.F. Weyse eru Anna Petersen söngkennslukona. Elísabet Steffensen. greiddir 200 ríkisdalir úr Jarðabókarsjóði fyrir að útbúa sálmasöngbók til notkunar við guðsþjónustur í Dómkirkjunni. Svo margt og mikilsvert ber hér upp á sama árið eftir margra alda kyrrstöðu að telja verður alger tímamót í sögu tónlistar á Is- landi og raunar upphaf þeirrar sögu í nútíma skilningi. Þó að Pétur Guðjónsson væri mikill starfsmaður og áhugi hans óhvikull fóru þó flestar nýjungar hægt af stað, og þótti honum oft meira en nóg um þá tregðu sem umbótaviðleitni hans mætti meðal almenn- ings. En nemendur hans í Lærða skólanum, þar sem hann var söngkennari frá 1846, mátu hann mikils og starf hans allt. Fyrir milligöngu þeirra, þegar þeir dreifðust um landið, náðu áhrif hans miklum mun víðar en annars hefði mátt vænta. Hann æfði með þeim raddaðan söng í Lærða skólanum og meðan hann lifði voru það aðallega skóla- piltar sem sungu við orgelið í Dómkirkjunni. Ef til vill hafa konur í hópi kirkjugesta tekið undir sönginn í sætum sínum. En það er haft fyrir satt að blandaður kórsöngur hafí í fyrsta skipti heyrst í Dómkirkjunni í Reykjavík þremur árum eftir fráfail Péturs Guðjónssonar, við útför Jóns Sigurðssonar forseta og frú Ingibjargar konu hans vorið 1880. Það var tvöfaldur kvartett karla og kvenna sem þama söng og einsöngvarar voru Ásta Hallgrímsson og Steingrímur Johnsen söngkennari. Frú Ásta var dóttir Guðmundar kaupmanns á Eyrarbakka, Thorgrimsens, og verður það fólk oftar nefnt hér á eftir. Hún var kona Tómasar Hall- grímssonar læknaskólakennara. Athyglisvert er að það var kona sem stýrði þessum söng við útför Jóns Sigurðs- sonar. Það var frú Olufa Finsen, kona Hilm- ars landshöfðingja. Hún mun einnig hafa samið að minnsta kosti eitthvað af þeim iögum sem þama vom sungin. Frú Finsen var danskættuð, fædd Bojesen, en búsett hér frá 1865 til 1883. Hún hafði numið tónlist í æsku í Danmörku, var í talsverðum tengslum við danskt tónlistarfólk og gerðist mikili frömuður í vaknandi tónlistarlífi Reykjavíkur á þessum tíma, æfði blandaðan kór á heimili sínu, hinn fyrsta er hér var til, og hvatti unga íslendinga til náms og starfa, þar á meðal Jónas Helgason sem varð einn af merkustu brautryðjendum hinnar „nýju“ tónlistar. Enginn vafi er á að hvatning hennar og fordæmi hafa orkað mikluáþessuskeiði. Árið 1883 stofnuðu þeir Steingrímur Johnsen söngkennari og Bjöm Kristjánsson kaupmaður og síðar ráðherra „söngfélag karla og kvenna", með öðmm orðum bland- aðan kór, vafalaust í einskonar framhaldi af starfí frú Olufu Finsen á þessu sviði. Þessi kór söng oft í Dómkirkjunni og til ágóða fyrir hana, að því er Ámi Thorsteins- son tónskáld segir í endurminningum sínum. í kómum vom dætur ýmissa embættis- manna og kaupmanna, auk karlanna sem flestir hveijir munu jafnframt hafa verið í karlakómnum sem starfandi vom. Eftir þetta mun starfsemi blandaðra kóra aldrei hafa lagst niður í Reykjavík, þótt karlakór- amir væm löngum athafnasamari og meira áberandi í bæjarlífínu. Konur komu víðar við á tónlistarsviðinu um þetta leyti, þótt minna færðust þær í fang en landshöfðingjafrúin. Helsti kennar- inn í píanóleik lengi eftir miðja 19. öldina var kona, frú Ástríður Melsted, kona Sigurð- ar prestaskólakennara Melsteds. Hún var fædd 1825, dóttir Helga biskups Thorder- sens og konu hans; Ragnheiðar Stefáns- dóttur Stephensens. Ástríður var fyrsti píanó- kennari Sveinbjöms tónskálds Sveinbjöms- sonar og kenndi einnig systkinum hans á píanó sem þangað kom á heimilið vorið 1855. Það var meðal fyrstu hljóðfæra þeirr- ar tegundar í eigu íslendinga. Pétur Guð- jónsson, sjálfur höfuðfrömuður tónlistar á landinu eignaðist ekki píanó fyrr en á því sama ári. Þau Sveinbjöm og Ástríður vom flórmenningar að skyldleika. Ástríður and- aðist 1897 og hafði þá verið ekkja í tvö ár. Systurdóttir Sigurðar Melsted, og þannig vensluð Ástríði konu hans, var Anna Sigríð- ur Vigfúsdóttir Thorarensen, fædd 1845, kona Péturs Péturssonar bæjargjaldkera og móðir dr. Helga Pjeturss. Hún mun hafa lært píanóleik hjá frú Ástríði og varð síðan einnig um langt skeið mikils metinn píanó- kennari í Reykjavík. Hún andaðist 1921. Sonardóttir hennar, dóttir dr. Helga, er Anna Pjeturss píanóleikari sem síðar kom oft fram á tónleikum í Reykjavík og víðar um land, einkum sem undirleikari. Meðal hinna fyrstu kvenna sem hér komu fram sem einsöngvarar var Guðrún Waage, dóttir Eggerts Waage kaupmanns í Reykja- vík og konu hans Kristínar Sigurðardóttur, stúdents á Stóra-Hrauni, Sivertsens. Hún var systir Jens Waage bankastjóra og leik- ara. Vorið 1894 kom Guðrún fram á tónleik- um hjá „Söngfélaginu 14. janúar" sem Steingrímur Johnsen stjómaði, söng þar fjögur einsöngslög og auk þess tvísöng með Steingrími. Segir Ámi Thorsteinsson að hún hafí haft mikla og fagra sópranrödd og verið nýkomin heim frá söngnámi í Dan- mörku þegar þetta var. Guðrún Waage mun hafa dáið ung og giftist ekki. Árið 1895 er þess getið að þýsk frú, Auguste Heusler, hafí sungið á kirkjutón- leikum í Dómkirkjunni með aðstoð frk. Ástu Sveinbjömsson og Brynjólfs Þorlákssonar. Ásta, sem þama er fyrst getið, átti eftir að koma mjög við sögu tónleikahalds í Reykjavík næstu þijá áratugi, m.a. var hún um árabil einn helsti undirleikari söngvara. Hún var dóttir Lámsar Sveinbjömssonar háyfírdómara, bróður Sveinbjamar tón- skálds, og konu hans Jörgínu Guðmunds- dóttur, kaupmanns á Eyrarbakka, Thor- grímsens. Hún var fædd í Reykjavík 1877. Veturinn 1899-1900 var hún hjá Sveinbimi frænda sínum í Edinborg, og naut tilsagnar hans í píanóleik. Sveinbjöm var um árabil eftirsóttur píanókennari þar í borg, en Ásta mun hafa verið eini íslendingur sem naut tilsagnar hans meðan hann var þar. Hún giftist Magnúsi Einarssyni dýralækni í Reykjavík og var eftir það nefnd Ásta Einarsson. Hún andaðist 1959. Náfrænka Ástu Einarsson var Kristrún Hallgrímsson (síðar Benediktsson). Hún var fædd 1878, dóttir Tómasar læknis Hall- grímssonar og konu hans, sem áður var nefnd, Ástu Júlíu Guðmundsdóttur á Eyrar- bakka Thorgrímsens. Kristrún kom iðulega fram á tónleikum í Reykjavík sem píanóleik- ari, undirleikari með söngvumm og þátttak- andi í samleik, allt frá aldamótum, og stund- aði síðan lengi kennslu í píanóleik. Hún giftist Áma Benediktssyni kaupmann Kristrún andaðist 1959. Elísabet Steffensen var ein af söng- konunum sem oft komu fram á skemmtun- um í Reykjavík á fyrstu ámm aldarinnar. Hún var fædd 1882, dóttir Jóns kaupmanns Steffensens og konu hans, Sigþrúðar Guð- mundsdóttur útvegsbónda á Hóli í Reykja- vík Þórðarsonar. Elísabet var systir Valde- mars Steffensens sem lengi var læknir á Akureyri og rómaður söngmaður, en þau vom systkinaböm við Símon Þórðarson frá Hóli, föður Guðrúnar Á. Símonar. Símon var einnig annálaður söngmaður á sinni tíð. Elísabet giftist Jóni Þorkelssyni málflutn- ingsmanni (d. 1903, tæpum mánuði eftir giftinguna) og síðar Jóni samábyrgðarstjóra Gunnarssyni. Hún andaðist 1940. Onnur söngkona sem tók virkan þátt í tónlistarlífinu í upphafí aldarinnar var Elín Matthíasdóttir skálds Jochumssonar og konu hans, Guðrúnar Runólfsdóttur frá Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Hún mun fyrst hafa komið fram opinberlega 1904. Elín var fædd 1883. Hún stundaði nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmanna- höfn og naut til þess styrks frá sjáifum kónginum. Hún söng einsöngshlutverk í kantötu Sveinbjöms Sveinbjömssonar sem samin var fyrir konungskomuna 1907, og á tónleikum með verkum Sveinbjöms sem haldnir vom næsta ár söng hún auk þess tvö viðamikil lög eftir hann: „Ámiðinn" og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.