Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 14
Hafnarhvoll - fyrsta húsið, sem Hörður teiknaði heim kominn frá námi.
Borgartún 7, hús sem Hörður teiknaði snemma á ferli sínum og ber eins og
Hafnarhvoll vott um þýzka skólann.
lur — ein af þeim opinberu byggingum, sem Hörður hefur teiknað.
Kennaraskólinn. Þegar að er gáð, ber hann sterk höfundareinkenni.
á sveitabæjum. Hann segir þar réttilega,
áð íslenzki sveitabærinn hafi verið slæm
húsakynni, en fallið vel að landslaginu. En
hvað svo:
„En þessi fegurð hvarf qg engin önn-
urhefurkomiðístaðinn. Kinir bygginga-
fróðu menn, sem leiðbeina áttu fundu
ekki neitt, sem fylt gæti skarð gamla
bæjarins að þessu leyti ognú risu tvílyft-
ir hús-kassar með risi. Þeir standa eins
og klettar í stijálbýlinu, gráir, kaldir og
ljótir. Sum húsin, sem enginn tæki eftir
að væru sérstaklega ófögur, þegar hann
sæi þau í hvirfíngu kauptúnsins, hafa
fráhrindandi áhrif, þegar á þau er horft
ein sér í sveitinni. “
Þetta voru orð í tíma töluð 1938. En
hvorki í þessu efni né ofuráherzlunni á grá-
muskuna, hefur orðið nein umtalsverð
breyting. Það virðist vera við ramman reip
að draga.
☆
En var eitthvað að gera fyrir ungan arki-
tekt á þessum síðustu árum kreppunnar?
Jú, reyndar. Hörður segir, að fjör hafí tekið
að færast í byggingar í Reykjavík frá og
með árinu 1937 og með hemáminu þremur
árum síðar varð því sem næst sprenging;
hver vinnandi hendi þurfti helzt að vera á
mörgum stöðum í einu. Við heimkomuna
1937 stofnaði Hörður teiknistofu ásamt
arkitektunum Eiríki Einarssyni og Sigurði
Guðmundssyni. „Það má segja, að Hafnar-
hvoll hafí verið fyrsta verkefíiið mitt og
síðan Borgartún 7, en jafnframt teiknaði
ég nokkur íbúðgrhús."
Eins og Reykvíkingar þekkja vel, er Hafn-
arhvoll sérstætt hús að því leyti, að annar
gafl þess er bogmyndaður. Bæði það og
gluggaskipan ber vott um áhrifin frá þýzka
skólanum. Bogaformið var talsvert tíðkað
úti í Þýzkalandi, sagði Hörður, „ og þeir
Bauhausmenn notuðþ það einnig. Það er
mikill misskilningur, hð Bauhausstíllinn hafí
alfarið verið byggður á beinum og vinkilrétt-
um línum. Þeghr hús er byggt á gatnamót-
um eins og Hafnarhvoll, liggur beint við
að nota bogaformið"
Þegar Hafnarhvoll reis var bogaformið
nýjung fyrir utan kringluna á Alþingis-
húsinu og önnur ennþá smærri útskot.
Hörður notaði bogaformið einnig þar sem
álmumar mætast í húsinu við Borgartún
7. Pyrir utan kirkjumar þijár, sem við ger-
um sérstaklega að umtalsefni síðar, teiknaði
Hörður ýmsar opinberar byggingar á ferli
sínum, þar á meðal Ámagarð, þar sem sterk-
ar, lóðréttar línur eru látnar setja ákveðinn
svip á stóran veggflöt, sem er sléttur að
öðra leyti. Kennaraskólinn, sem Hörður
hefur einnig teiknað ber sömu höfundarein-
kenni en hátt ris gefur skólabyggingunni
allt annað svipmót.
☆
Við komum að upprana Harðar og upp-
vexti við Laufásveginn, þar sem heimkynni
hans era ennþá. Bjami faðir hans var frá
Hörður á námsárunum úti í Þýzkalandi.
Galtafelli í Hranamannahreppi eins og áður
er fram tekið; hann var kenndur við bæinn
og síðar við Galtafell við Laufásveg, sem
hann skýrði eftir fæðingarstað sínum. Hann
var bróðir Einars myndhöggvara og af Jötu-
ætt, þeirri nafnkunnu myndlistarætt;
afkomandi Guðrúnar í Tungufelli, sem Val-
demar Guðmundsson sagði frá hér í Lesbók.
Jötuætt er annars kennd við Halldór bónda
í Jötu, innst í Hranamannahreppi og var
hann afí Bjama bónda á Bojafæti, sem er
föðurafí Harðar. Um þennan langafa sinn
og langalangafa minn sagði Hörður:
„Bjami í Bolafæti var nokkuð sérstæður
í þá vera, að hann hafði einhver tök á því
umfram aðra menn í Hreppnum að fylgjast
með því sem var að gerast úti í hinum stóra
heimi. Hann var ættfræðingur og grúskari,
en sennilega lítill bóndi, enda var Bolafótur
smájörð. Einhvemveginn fékk Bjami fréttir
og hlýtur að hafa verið læs á dönsku; um
annað hefur ekki verið að ræða á fyrriparti
síðustu aldar. Þegar það gerðist að fréttir
bárust, hóaði Bjami saman nágrönnum
sínum og las fyrir þá.
Nú ber svo við eitt sinn á tímum Napó-
leonsstyijaldanna, að Bjama berast fréttir
af stríðsrekstri Napóleons í Rússlandi og
hóar í sína menn og les fyrir þá, að nú sé
Napóleon kominn með her sinn allar götur
til höfuðborgar Rússaveldis; lítur síðan upp
frá lestrinum dálítið hugsi og segir: „Já,
þröngt mundi honum þykja í Bolafæti". Nú
á tímum hefði Bjami áreiðanlega orðið §öl-
miðlamaður".
í þessari ætt hefur verið mikið um hag-
leiksmenn. Jakob bóndi í Galtafelli, bróðir
þeirra Einars myndhöggvara og Bjama, var
vel hagur og sama var að segja um Guðnýju
systur þeirra, sem reyndi fyrir sér á nýju
sviði þegar hún var komin yfír nírætt; gaf
þá út sína fyrstu skáldsögu. Bjami var þó
sá af þessum systkinahópi, sem þótti mest-
ur völundur í höndunum, enda lærði hann
húsgagnasmíði og var einn af stofnendum
Gamla Kompanísins 1906. Hörður á gripi
eftir föður sinn, borð og skáp, hvorttveggja
dvererasmíði.
Að vera lagtækur í höndunum er hæfi-
leiki, sem ekki erfist alltaf beint. „Ég get
ekki alveg slysalaust rekið nagla í spýtu“,'
segir Hörður. „Það má slá því föstu, að ég
hef ekki erft þennan hæfíleika. Ef eitthvað
þarf að gera við, segja bömin mín: Látið
hann pabba ekki komast í það. En Hörður
sonur okkar, sem er sendiráðunautur í Was-
hington, hefur á hinn bóginn erft þetta og
systrasynir mínir era afar hagir. Hvort
Áslaug dóttir okkar er það einnig, veit ég
ekki svo gerla; það reynir einhvemveginn
síður á það hjá konum. Við eigum bara
þessi tvö böm, en bamabömin era fimm.
Hörður sonur okkar og Áróra Sigurgeirs-
dóttir kona hans era búin að vera áratug í
utanríkisþjónustunni og auðvitað er hálf
leiðinlegt þegar hluti af fjölskyldunni er svo
langt í burtu. Aftur á móti búa þau Áslaug
dóttir okkar og Jón Hákon Magnússon
blaðamaður, sem landsmenn hafa séð í sjón-
varpinu uppá síðkastið, úti á Seltjarnamesi".
☆
Sumir era fljótari en aðrir að átta sig á
nýrri tækni og breyttum tímum. Bjami fað-
ir Harðar er einn þeirra. Hann sá að
kvikmyndin var nýr miðill, sem mundi verða
til frambúðar og sneri sér að bíórekstri;
varð forstjóri Nýja Bíós í áratugi og bæði
kenndur við það og Galtafell. Hann kvænt-
ist fyrst Stefaníu Stefánsdóttur frá Asólfs-
stöðum, en hún féll frá eftir skamma
sambúð. Sesselja móðir Harðar var síðari
kona Bjama. Þau bjuggu fyrst við Skóla-
vörðustíginn og Hörður er fæddur þar. Síðar
keypti Bjami eitt glæsilegasta íbúðarhús
bæjarins, sem Pétur Thorsteinsson frá
Bíldudal hafði byggt við Laufásveginn og
nefndi það Galtafell eins og það heitir enn.
Hörður var um fermingu, þegar hann flutti
þangað. Þau vora fímm alsystkinin og einn
hálfbróður eiga þau frá fýrra hjónabandi
Bjama.
„Eg man vel hvemig var umhorfs við
Laufásveginn, þegar við fluttum í Galta-
fell“, segir Hörður. „Þá vora Sturlubræður
búnir að byggja sín stóra hús innar við
Laufásveginn, en þaðan var lítil byggð inn
að Kennaraskóla. Biskupssetrið var næsta
hús við Galtafell og stendur þar ennj þá bjó
þar Tryggvi Þórhallsson og Ásgeir Ásgeirs-
son síðar forseti íslands. Þetta var svolítið
utan við bæinn, til dæmis hafði biskupinn
á sínum tíma búskap í Laufási.
Ég gekk fyrst í Landakotsskólann og
síðar í Miðbæjarskólann. En að því loknu
fór ég í Menntaskólann á Akureyri og bjó
þá hjá frænda mínum og hálfgildings fóstra,
Bjama bankastjóra frá Unnarholti í Hrana-
mannahreppi. Og stúdentspróf tók ég
1931.“
☆
Eitt er að vera arkitekt og teikna hús;
annað að gegna embætti á vegum ríkisins
og vera húsameistari þess. Eða er ekki svo?
Ekki vill Hörður staðhæfa að það sé svo
frábragðið. Hann gegndi þessu embætti í
24 ár, frá 1954-1978. „Þetta er fjölbreyti-
legt og skemmtilegt embætti", segir hann.
„En það er bæði súrt og sætt. Þetta er
stjómunarstarf að hluta og fólgið í fundum,
skipulagi og skriffínnsku. Það er samt ekki
svo að húsameistara ríkisins þrengt, að
hann geti ekki sjálfur teiknað hús. Sjálfur
gerði ég nokkuð af því á meðan ég sat í
því embætti".
En hverskonar verkefni fínnst Herði
Bjamasyni áhugaverðast að leysa á teikni-
borðinu? Kirkjur. Það fer ekki milli mála,
að þau verkefni hafa verið honum kærast.
„Þar hefur maður mest frjálsræði", segir
hann og undir það geta ugglaust fleiri arki-
tektar tekið. í tímaritinu Orðinu hefur
Hörður útlistað skoðanir sínar á nútíma
kirkjubyggingum og segir þar m.a. svo:
„Stílgerðir kirkjuhússins eru fáar og hafa
af skiljanlegum ástæðum ekki fylgt hinum
öru sveiflum í stílgerð á nær öllum húsa-
kosti þjóðanna. Þeim svipar mjög saman í
helztu atriðum, er máli skipta, en sterkastar
stílgerðir, sem mest hafa mótað kirkjustílinn
fram á okkar daga, eru hinn rómanski og
gotneski kirkjustíll.
Miðaldakirkjan hefur þannig haft sterk
áhrif á kirkjubyggingar seinni tíma, en eft-
ir siðbótina verður sú breyting helzt, að
mjög er dregið úr ytri og innri skreytingu.
Húsin verða mun einfaldari að allri gerð...
Arkitektinn leitast ávallt við að skapa
eitthvað nýtt og betra en það, sem áður
var. Hann hlýtur að samlaga verkefnið svo